Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 72

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 72
72 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Malbikunarstöðin Höfði framleiðir besta fáanlega mal ­bikið á mark aðn um og er í fararbroddi í gatna gerð. Fyrirtækið er með úrval sérhæfðra starfsmanna sem veita viðskipta­ vinum fag lega ráðgjöf varðandi verkefni og úrbætur. Fyrirtækið rekur einnig eigið grjótnám og vinnur möl í allar gerðir malbiks. Að sögn framkvæmdastjóra Malbikunarstöðvarinnar Höfða, Halldórs Torfasonar, leggur fyrir tækið mikla áherslu á að vera framarlega í tækniþróun með það að markmiði að lágmarka mengun og unnið er markvisst að umhverfisvænum lausnum: „Við erum með endurvinnslu ­ bún að sem gerir mögulegt að hagnýta gamla malbikið sem er fjarlægt þegar götur eru grafnar upp. Ferlið er með þeim hætti að malbikið er flutt í malbikunar­ stöðv ar þar sem það er kurlað í fræs og verður nýtanlegt í nýtt malbik. Það er mikilvægt að fólk átti sig á að gerðar eru sömu gæðakröfur til endurvinnanlegs malbiks og þess sem er glænýtt. Verðmæti þekkingarauðs Við höfum af fagmennsku lagt malbik á vegi áratugum saman – sem byggist á reynslu og þekkingu. Rannsóknir eru ævin­ lega mikilvægur hluti af starfsemi fyrirtækisins og starfsfólk okkar leggur metnað sinn í að fram­ leiða öruggasta og endingar­ besta gatnagerðarefni sem völ er á. Hér fer fram gæðaeftirlit og rannsóknir á ýmsum malbiksteg­ undum og nýjungar þróaðar að auki. Fagmennska og þjónusta ræður ríkjum í allri starfsemi okk­ Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. Við stofnun fyrirtækisins árið 1996 sameinuðust tvö borgarfyrirtæki, Malbikunarstöð og Grjótnám Reykjavíkurborgar, í eitt hlutafélag. Besta fáanlega malbikið TexTi: Hrund HaukSdóTTir / Myndir: Geir ólafSSon oG péTur GunnlauGSSon Malbikunarstöðin Höfði Halldór Torfason, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.