Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 84

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 84
84 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Ókunnugt fólk í íbúðinni minni Þegar April Rinne hélt fyrirlestur um deilihagkerfið í Gamla bíói í Reykjavík var ókunnugt fólk í íbúðinni hennar í San Francisco. Hún er ekki bara einn helsti sérfræðingur heims um deilihagkerfið heldur virkur þátttakandi í því líka. April Rinne með fyrirlestur í Gamla bíói um deilihagkerfið: D eilihagkerfi er nýtt hugtak. Og í kringum deilihagkerfið er að verða til ný grein hagfræðinnar með nýjum hug tökum og svo koma nýjar reglu gerðir sem eiga að koma bönd um yfir þetta fyrirbæri. Samt er þetta eldgamalt. „Deilihagkerfi er bara nýtt orð yfir afgamlan samskiptamáta fólks. Alltaf á öllum tímum hefur fólk fengið lánað hjá nágrann an­ um og skipst á hlutum, annað­ hvort gegn vægu endurgjaldi eða í skiptum fyrir annað,“ segir April Rinne, sem er lögfræðing­ ur að mennt og hefur starfað fyrir meðal annars OECD og World Economic Forum við að útskýra hvað þetta deilihagkerfi eiginlega er. Hún er vinsæll fyrirlesari og hélt erindi á ráðstefnu Point Zero í Gamla bíói nú í apríl. Þræðir samfélagsins „Ég ferðast mjög mikið og ef ég er á eigin vegum nota ég AirBnB til að finna húsaskjól og ég leigi alltaf út mína eigin íbúð. Núna var þar fólk frá Ástralíu. Fólk sem ég þekkti ekkert en það bjó áður í hverfinu og þekkir fólk sem býr þar núna og er nágrannar mínir. Núna hef ég kynnst þessum nágrönnum í gegnum fólkið frá Ástralíu sem ég þekkti áður ekkert. Þetta er deilihagkerfið,“ segir April. deiliHagkerfi April Rinne, lögfræðingur og virkur þátttakandi í deilihagkerfinu. viðTal: GíSli kriSTJánSSon

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.