Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 86

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 86
86 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Þorir þú að taka upp nýjar stjórnunaraðferðir? stjórnun HerdíS pála MBa, fyrirlesari, markþjálfi og eigandi www.herdispala.is þar sem hægt er að skrá sig fyrir ýmsu ókeypis og hvetjandi lesefni Ég vona að enginn móðgist þótt ég haldi því fram að margt sé líkt með barnauppeldi og því að hafa mannaforráð. Þ að sem mér hefur þótt mest gefandi og skemmti legt við að hafa mannaforráð á undan förnum árum er einmitt að hjálpa mínu fólki að takast á við áskoranir; eflast í starfi og ná árangri – sama og með börnin mín. Við uppeldi barna þarf meðal annars að leiðbeina, styðja, byggja upp traust í sam­ skiptum, hlusta, sýna heilbrigðan aga, vera samkvæmur sjálfum sér, setja skýr mörk, þora að segja já, þora að segja nei, hvetja, hrósa, fagna og halda upp á áfanga, þora að sleppa tökunum, treysta og samgleðj ast – ekki ósvipað því sem stjórnend­ ur þurfa að gera með sitt fólk. Í miklu álagi, áreiti og dagsins önn hjá verkum hlöðnum stjórn ­ endum er hins vegar því miður of algengt að starfsfólk viti ekki til hvers er ætlast af því, það fái ekki uppbyggjandi endurgjöf, hvatningu, hrós eða fagnaðar­ stundir þegar áföngum er náð. Því miður fær fólk oft fyrr að vita af því ef það er eitthvað sem betur má fara en þegar ástæða er til að hrósa. Það er þó öllu verra þegar fólk fær heldur ekki að vita af því sem betur má fara og fær aldrei tækifæri til að verða betra í sínu starfi, jafnvel í góðri trú um að það standi sig vel. Æskilegt er að stjórnendur líti reglulega í spegilinn, bóki sér jafnvel fasta tíma í hverri viku þar sem þeir fara í gegnum eftirfar­ andi vangaveltur. hvernig stjórnandi vil ég vera? Hvað vil ég að mitt fólk læri af mér? Hvað geri ég til að hjálpa mínu fólki að vaxa og eflast í starfi, að verða öflugra en þegar ég fékk það undir mína ábyrgð? Hvaða ákvarðanir þarf ég að taka? Hvaða áföngum ætla ég að ná með mitt fólk á hverjum ársfjórðungi þessa árs? Hvaða áföngum eða sigrum er orðið tímabært að fagna?

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.