Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Leiðari Það var engin ástæða fyrir ASÍ og Samtök at­vinnulífsins að fagna eftir undirskrift nýgerðs kjara samnings; hvað þá með faðmlögum og vöfflu­bakstri.­Þetta­er­afleitur­samningur­sem­ bakar­mikil­vandræði­en­með­honum­ ráku samningamenn niður sirkil og drógu stóran­hring;­vítahring.­Verðlag­og­kaup­ gjald­hækka­á­víxl.­Skriðan­er­kom­in­af­stað.­ Var­þjóðin­ekki­búin­að­fá­nóg­af­slík­um­ samningum?­Það­verður­erfitt­að­kom­ast­út­ úr­vítahringnum­sem­„aðilar­vinnu­mark­ að arins“ með aðstoð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur­hafa­komið­þjóðinni­í. Launþegar og atvinnurekendur fögn uðu fyrir­rúmum­tuttugu­árum­þegar­skrifað­ var undir fræga þjóð ar sáttarsamninga sem­gengu­út­á­að­bæta­kjör­í­stað­þess­ að­einblína­á­launa­hækk­anir,­sem­engin­ innstæða­væri­fyrir­og­leiddu­til­verðbólgu.­ Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna ASÍ og Samtök at vinnulífsins skrifuðu undir þennan samn ing sem alrangt er að nefna kjara­samn­ing­því­slíkir­samningar­bæta­kjör. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að hækka laun þegar enginn hagvöxtur er fyrir hendi heldur samdráttur upp­á­11%­á­síðustu­tveimur­árum­og­ enn sér ekki til hagvaxtar? Ég skil ekki að Samtök­atvinnulífsins­og­ASÍ­leyfi­sér­að­ hækka­laun­og­ýta­undir­verðbólgubálið­ sem­snarhækkar­öll­lán­á­svipstundu­vegna­ verðtryggingar. Má­bjóða­þér­launahækkun?­Steingrímur­J.­Sigfússon­fjár­málaráðherra tekur helm inginn af­henni,­verðbólgan­afganginn,­lán­snar­ hækka­vegna­verðtryggingar­og­rústa­ fjár­hag­heimila,­fjármagnskostnaður­fyrir­ tækja­og­heimila­hækkar,­gengið­sígur­ og­atvinnuleysi­eykst.­Í­ofanálag­kemur­ íbygginn­seðlabankastjóri­og­viðrar­það­að­ hækka­vexti­fari­verðbólga­á­kreik­–­svona­ til­að­bæta­enn­á­atvinnuleysið­og­eymdina. Faðmlög­í­Karphúsinu­eru­ekki­rétta­að­ ferðin­eftir­svona­undirskrift. Aðeins hagvöxtur og aukin verðmæta­ sköp­un­geta­hækkað­laun­og­aukið­ kaup­mátt.­Samt­leyfir­hagfræðingur­ASÍ­ sér­að­draga­upp­úr­vasanum­einhverja­ heima­tilbúna­töfraformúlu­sem­gefur­ honum­að­samningarnir­leiði­af­sér­kaup­ máttaraukningu­upp­á­3­4%­á­næstu­ þremur­árum.­Er­ekki­allt­með­felldu?­Nei. Það er mikil þversögn í máli verka lýðs­ foringja.­Þeir­stíga­á­pall­á­hátíðarstundu­ og ræða um hið mikla atvinnuleysi og að allt­þurfi­að­gera­til­að­draga­úr­því.­En­ þeir­meina­ekkert­með­yfirlýsingum­sínum;­ annars myndu þeir ekki skrifa undir launa ­ hækkanir­sem­gera­vinnuafl­dýrara­og­ fjölgar­atvinnulausum. Þegar fólk missir vinnuna minnkar eyð slan vegna þess að atvinnulausir hafa­litla­kaupgetu­–­og­það­þýðir­ að­enn­fleiri­missa­vinnuna.­Þessi­spírall­ atvinnuleysis stöðvast aðeins með því að gera­umhverfi­fyrirtækja­vænlegra­svo­þau­ styrkist­og­ráði­fólk­til­starfa­á­ný. Ekki­veit­ég­hvernig­verslunin­í­landinu­ og fátækur iðnaðurinn geta hækkað laun um­23%­á­næstu­þremur­árum.­Verslunin­ hefur­farið­mjög­illa­út­úr­kreppunni­og­ getur engan veginn staðið undir þessari launahækkun­frekar­en­iðnaðurinn. Formaður­SA­segir­að­það­hafi­verið­ mikill­þrýstingur­á­launahækkun.­Það­ getur­vel­verið;­skattar,­matur,­bensín­ og­þjónusta,­ekki­síst­opinber­þjónusta,­ hafa­hækkað.­En­það­gaf­samtökunum­ ekkert­leyfi­til­að­skrifa­undir­svo­afleita­ samninga­fyrir­hönd­tvö­þúsund­fyrirtækja­ innan SA sem fæst eiga fé fyrir þessum launahækkunum.­Það­var­heldur­ekki­ innstæða­fyrir­hótun­ASÍ­um­að­grípa­ til­verkfallsvopns,­fyrr­hefði­verið­gerð­ bylting­innan­verkalýðsforystunnar­og­ for­stjóri­verkalýðsins,­Gylfi­Arnbjörnsson,­ verið­látinn­fjúka. Ég hef áður minnst á það í leiðurum og­pistlum­hve­skrítið­það­er­að­Samtök­ atvinnulífsins og ASÍ geti ekki samið sín á milli án þess að senda alltaf reikninginn á skattgreiðendur­og­ríkissjóð.­Geta­þeir­ekki­ borið­ábyrgð­á­sínum­samningum­sjálfir? Og­hvað­höfðu­þeir­upp­úr­krafsinu­að­ þessu­sinni?­Ríkisstjórnin­ætlar­að­grípa­ til umfangsmestu aðgerða sem ríkis­ stjórn hefur nokkru sinni farið í tengt kjara­samningum.­Að­sögn­Steingríms­J.­ Sigfússonar­fjármálaráðherra­ætlar­ríkið­ að­dæla­út­60­milljörðum­á­næstu­þremur­ árum­vegna­samninganna­og­hann­bætir­ við­að­það­geri­auknar­kröfur­um­„mjög­ föst­tök­á­fjármálum­hins­opinbera“­á­ næstu­misserum.­Þetta­merkir­að­skattar­ verða­ekki­lækkaðir,­sem­er­at­vinnulífinu­ og­hinum­atvinnulausu­svo­mikilvægt.­ Þetta­var­það­sem­„aðilar­vinnu­mark­ að­arins“­kreistu­að­þessu­sinni­út­úr­ ríkisstjórn­með­gal­tóman­ríkissjóð.­ Það­var­engin­ástæða­til­að­baka­vöfflur­ eftir­þessa­undirritun,­hún­bakar­aðeins­ vandræði. Drógu stóran hring; vítahring Jón G. Hauksson Þetta er afleitur samn ingur, sem bakar mikil vand­ ræði, en með honum ráku samningamenn niður sirkil og drógu stóran hring; víta hring. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vöktum og verndum allan sólarhringinn Öryggismiðstöðin hefur í rúm 15 ár lagt áherslu á trausta þjónustu sem uppfyllir ítrustu kröfur hverju sinni. Sérhæfing okkar í öryggisþjónustu og vöktun fyrir fyrirtæki og heimili er vel þekkt. Þar leggjum við allt kapp á að öryggiskerfi, búnaður og gæsla sé ávallt í samræmi við þarfir viðskiptavinarins. Við bjóðum einnig upp á víðtæka þjónustu á sviði velferðar, svo sem öryggishnappa, heilbrigðisþjónustu og alhliða heimaþjónustu fyrir aldraða, fatlaða og sjúka. Að auki rekum við hjálpartækjaleigu og bjóðum fjölbreytt úrval stuðnings- og hjálpartækja til sölu. Í stjórnstöð eru hjúkrunarfræðingar og öryggisverðir á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Öryggismiðstöðin býður öryggi og velferð. Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt Öryggisverðir alltaf á vakt PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 19 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.