Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Norðmenn reyndu fyrstir þjóða kynjakvóta til að auka hlut kvenna í at vinn u ­lífinu. Norsku kvóta lögin áttu sér nokk urn aðdrag­ anda en hafa gilt af fullum þunga frá 1. janúar árið 2008. Með „fullum þunga“ er átt við að brot á lögunum varða nauðunga­ rupplausn félaganna. Það eru ströngustu hugsanlegu viðurlög gegn hlutafélagi – enginn sleppur með að greiða bara sektir. Og hver er reynslan? Núna rúmum þrem ur árum síðar hefur ekkert félag sætt viður lögunum og konur skipa 39% sætanna í stjórnum um 500 norskra hlutafélaga. Lögin eru því að fullu komin í framkvæmd og enginn eigandi hlutafjár í öllum helstu fél ög­ um á vinnumarkaði Noregi möglar lengur. Áætlunin um að koma á 40 prósent kynja­ kvóta í kjörnum stjórnum hlutafélaga, ann arra en einkahlutafélaga, hefur gengið upp. Undirbúningur fyrir 2013 Um þessa reynslu ætla tvær konur að tala á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnu rekstri um kynjakvóta í atvinnulífnu á Hótel Hilton hinn 13. maí. Báðar eru þær gjörkunn ugar áhrifunum af norsku kvótalögunum – en hafa nálgast lögin frá ólíkum endum: Dr. Mari Teigen er rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Ósló. Hún hefur staðið fyrir ítarlegum könn unum á áhrifum laganna. Danski markþjálfinn Benja Stig Fager­ land er eigandi fyrirtækisins Talent Tuning. Hún hefur haldið námskeið fyrir væntanlegar stjórnarkonur og í fyrir tækj­ um sem vilja auka hlut kvenna. Málefnið er umdeilt en engu að síður komið svo á veg á Íslandi að frá ársbyrjun 2013 á annað kynið að skipa minnst 40 prósent sæta í stjórnum hlutafélaga. Og þar sem karlar eru fyrir í flestum sætunum þýðir þetta að þeir verða að standa upp og rýma pláss sín við stjórnarborðin og hleypa konunum að. tilmæli um kvóta tilgangslaus Í samtölum við Frjálsa verslun lýstu bæði Mari og Benja þeirri trú sinni að fjármála­ kreppan á Íslandi hefði styrkt hlut kvenna í atvinnulífi landsmanna. Þetta er mjög algeng trú erlendis og gjarnan tekið svo til orða að það hafi komið í hlut íslenskra kvenna að taka til eftir sóðalegt fjármála­ fyllerí karlanna. „Ég bíð spennt eftir að sjá hvort þetta á við rök að styðjast eða hvort þetta er bara mýta,“ segir Benja og hlær. kynjakvótar norSku kvótalögin Samþykkt árið 2003 með fimm ára um þótt­ unartíma. Markmiðið er 40% hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga, annarra en einka­ hlutafélaga. 1. janúar 2004. 40% kynjakvóti tekur gildi fyrir stjórninr hlutafélaga ríkis og sveitarfélaga. 1. janúar 2006. Tilkynnt um nauðungar upp­ lausn brotlegra félaga innan tveggja ára. 1. janúar 2008. Lögin taka að fullu gildi. Ekkert félag sætir viðurlögum. 40% markinu náð Áhrifin önnur en ætlast var til Kynjakvótar hafa áhrif í atvinnulífinu. Það er reynsla þeirra sem hafa beitt kvótum til að auka hlut kvenna. En áhrifin eru ekki alltaf þau sem vonast var eftir. Og svo eru þeir sem vilja ná sömu markmiðum án þvingunar laga. TexTi: Gísli krisTJánsson Kynjakvótar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.