Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 81
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 81 svona mitt á milli smurbrauðs og sushi. Smurbrauðið er byggt hátt upp og mjög fallega skreytt. Smússíið er allt mótað og brauðin skorin út í alls kyns form. Þessi hugmynd fædd­ ist upphaflega á Royal Café í Kaupmannahöfn og til þessa hefur enginn haft nokkuð þessu svipað á boðstólum á Íslandi. Við eigum eftir að fastsetja af­ greiðslutímann nákvæmlega en hann verður tólf tímar. Í sumar, þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur, erum við jafnvel að spá í að hafa kaffibarþjón á vaktinni og opna klukkan átta fyrir morgunkaffi. Það er stemning að setjast út á fögrum degi á aðlaðandi stað og drekka eðalkaffi. Við erum jú kaffihús líka og ætlum að leggja mikið upp úr kaffinu en við verðum með Illy, ítalska gæðakaffið. Skrautfjöðrin Munnharpan er með sæti fyrir 150 manns innandyra og svo þetta gífurlega stóra útisvæði sem snýr í suður og má gera ráð fyrir um tíu tíma sól þar yfir hásumarið. Við lítum á þetta sem skrautfjöður í hattinn okkar. Skemmtilegt gæti verið að vera með viðeigandi tónlist eða brydda upp á einhverjum uppákomum á Munnhörpunni þegar eitthvað meiriháttar er að gerast í Hörpunni. Ég hef nefnt það við starfsmannafélag Sinfóníunnar og tónleikastjóra Hörpunnar. Jómfrúin tengist Hörpunni og Hofinu Við höfum fylgst vel með menn ­ ingarhúsinu Hofi sem var opn að á Akureyri í ágúst í fyrra. Þar er veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro sem lagði alveg upp með dönsku línuna og því kom yfir­ kokkurinn, Hallgrímur Sigurðar­ son, á Jómfrúna í kynn ingu á dönsku smurbrauði. Einn réttur­ inn á staðnum hans fyrir norðan heitir einfaldlega Jómfrúin og það er rauðsprett an, sem er vinsælasti réttur Jómfrúarinnar. Því má með sanni segja að Jóm­ frúin sé með tengingar inn í tvö stærstu menn ingarhús á Íslandi; Hofið og Hörpuna, og við erum stoltir af því. Ákavítiskokteilar Sem hluti af undirbúnings­ vinnu fór ég síðasta sumar til New York – aðallega til þess að smakka mismunandi og spenn andi ákavítiskokteila. Við ætlum okkur að státa af góð um kokteillista og munum leika okkur svolítið með gerð þeirra; jafnvel mun leynast smá síldar ­ biti eða silungahrogn í kokteil ­ glasinu! Í janúar fórum við feðgarnir þrír saman í skemmtilega ferð sem hófst í Kaupmannahöfn þar sem við keyptum húsgögn­ in og þaðan héldum við svo áfram til Frakklands á stóra veit inga­ og hótelsýningu í Lyon. Þar fylgdumst við m.a. með Bocuse d’Or­keppninni og í ljós kom að norræna eldhúsið hafði algera yfirburði. Í fram­ haldinu fór ég síðan til Oslóar í hálfgerða starfskynningu hjá veitingastöðum í óperu­ og ball etthúsinu, sem var ómetan­ leg reynsla. Við erum mjög miðsvæðis í Hörpunni og viljum að sjálf ­ sögðu að fólk komi til okkar í hléi. Þú getur komið og borðað hjá okkur fyrir sýningu og kom ið svo aftur í hléinu og geng ið að þínu borði. Þá er búið að setja drykkina á borðið og þú ert búinn að greiða. Tívolístólar og búningahönnun Þjónar Munnhörpunnar verða í gráum síðum svuntum með klauf, hvítum skyrtum og með munnhörpumerkið á brjóstinu. Við keyptum efnið í fötin frá Öryrkjabandalaginu og Kotra, sem er pínulítið fyrirtæki í Kópa vogi, saumaði þetta bara heima. María Ólafsdóttir fata­ og búningahönnuður kom að verkefninu líka. Það eru gráar íslenskar basaltflísar á gólfun­ um og gráir stólar í veitinga­ salnum en fjólubláir stólar úti. Stólana hannaði Verner Panton fyrir Tívolí í Kaup manna höfn 1956 og bera þeir nafn ið Tivoli Chairs. Við förum inn í sumarið með 18­20 starfsmanna hóp en við fengum fjölmargar atvinnu­ umsóknir þegar við auglýstum eftir fólki. Við erum búnir að ráða nær allt starfsfólk og yfir ­ kokkurinn okkar heitir Sigurð ur Daði Friðriksson, en hann vann Norðurlandakeppni mat reiðslu­ nema árið 2004 og hefur m.a. starfað bæði á Hótel Holti og í Perlunni. Yfirþjónninn okkar er Ólína Laufey Sveinsdóttir.“ „Við erum mjög mið­ svæðis í Hörpunni og viljum að sjálfsögðu að fólk komi til okk­ ar í hléi. Þú getur komið og borðað hjá okkur fyrir sýningu og komið svo aftur í hléinu og gengið að þínu borði.“ Jakob E. Jakobsson, rekstrarstjóri og einn eigenda Munnhörpunnar, þegar vinna við opnun staðarins stóð sem hæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.