Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 37
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 37
1 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 4,927584772 96,38% 100
2 Kvennaskólinn í Reykjavík 4,647748761 100,00% 87
3 Menntaskólinn í Reykjavík 4,583487025 93,11% 83
4 Menntaskólinn við Hamrahlíð 4,578664969 97,19% 83
5 Menntaskólinn við Sund 4,294765636 89,03% 70
6 Menntaskólinn í Kópavogi 4,035078191 94,89% 57
7 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 4,011395213 94,56% 56
8 Menntaskólinn á Egilsstöðum 4,008693488 90,16% 56
9 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 3,959136559 91,01% 54
10 Menntaskólinn á Akureyri 3,945256417 88,79% 53
11 Framhaldsskólinn á Laugum 3,901774407 90,18% 51
12 Framhaldsskólinn á Húsavík 3,878311714 98,17% 50
13 Menntaskólinn Hraðbraut 3,839328537 71,82% 48
14 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 3,838625795 97,49% 48
15 Menntaskólinn á Laugarvatni 3,775695666 98,96% 45
16 Flensborgarskóli 3,739758467 92,62% 43
17 Borgarholtsskóli 3,739565248 94,43% 43
18 Menntaskólinn á Tröllaskaga 3,714285714 gögn ekki til 42
19 Fjölbrautaskóli Vesturlands 3,640383866 92,32% 38
20 Verslunarskóli Íslands 3,597575758 75,99% 36
21 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 3,590210813 81,33% 36
22 Menntaskóli Borgarfjarðar 3,539197516 71,16% 33
23 Fjölbrautaskóli Suðurlands 3,532129345 91,88% 33
24 Menntaskólinn á Ísafirði 3,471915075 81,99% 30
25 Verkmenntaskólinn á Akureyri 3,427801771 94,80% 28
26 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 3,42569266 84,94% 28
27 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 3,403640076 95,33% 27
28 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 3,288173135 83,87% 21
29 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu 3,199341333 61,74% 17
30 Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins 3,155588268 81,90% 15
31 Iðnskólinn í Hafnarfirði 2,960176526 79,77% 6
32 Verkmenntaskóli Austurlands 2,843912411 69,61% 0
MEnnTUn kEnnARA meðalmenntun
kennarara í árum
réttindahlutfall STIG
betur. Slíkar kannanir eru gjarnan umdeild
ar og eiga að sjálfsögðu að vera það. Mat
á því hvað geri skóla góðan er í sjálfu sér
hug lægt. Að sama skapi er það umdeil
an legt að hve miklu leyti góður árangur í
könnunum sem þessari sé skólunum sjálf
um að þakka. Er skólinn sem skorar hæst
í samræmdri könnun endilega með bestu
kennsluna, eða fékk hann einfaldlega
bestu nemendurna til að byrja með? Gæti
verið að margir þeirra skóla sem ala af sér
fjölda afburðanemenda missi jafn framt
marga fyrir borð á leiðinni? Besti skól inn
fyrir einn þarf ekki endilega að vera sá
besti fyrir annan.
Það er von þeirra sem að samantektinni
standa að hún geti að einhverju leyti hjálp
að ungu fólki að velja réttan skóla. Hins
vegar er rétt að árétta hið augljósa: Enginn
listi kemur í staðinn fyrir að menn kynni sér
skólana á eigin spýtur, ræði við kennara,
fyrrverandi og núverandi nemendur og
heimsæki skólann, sé þess kostur.
Hvernig var könnunin framkvæmd?
Í þeim tilfellum þar sem skólastigi lýkur
með samræmdu prófi er tiltölulega auðvelt
að finna út hvaða skólar skila frá sér nem
end um með hæstar einkunnir (án þess þó
að endilega sé vitað hvort það sé góðum
nem endahópi eða góðum kennsluaðferð
um að þakka). Það er ekki tilfellið með
íslenska framhaldsskóla. Hér eru engin
samræmd stúdentspróf og PISAkannanir
mæla ekki getu framhaldsskólanema. Því
þarf að beita öðrum aðferðum til að bera
skólana saman innbyrðis.
Í samantekt þessa árs eru skólarnir
bornir saman í sautján ólíkum flokkum. Í
öllum flokk um er um að ræða opinber eða
auðfáanleg gögn. Sá skóli sem skorar
hæst í hverjum flokki fær 100 stig, sá skóli
sem skorar lægst í hverjum flokki fær 0
stig og aðrir skólar fá stigaskor þar á milli í
samræmi við hlutfallsleg an árangur.
Það er ekki endilega
hægt að draga þá
álykt un að saman
tektin dragi fram í
dags ljósið metnaðar
fyllstu skólana eða
þá skóla sem eru með
bestu kennsluna.
Pawel Bartoszek stærðfræðingur
vann úttektina á framhaldsskólunum
fyrir Frjálsa verslun. Pawel fæddist
í Póllandi árið 1980 og hefur búið
á Íslandi frá átta ára aldri. Hann er
stærðfræðingur, útskrifaður með
meistaragráðu frá Háskóla Íslands
vorið 2005. Hann hefur unnið við
rannsóknir og kennslu í stærðfræði,
seinast í Háskólanum í Reykjavík.
Auk þess hefur hann á undanförn
um árum ritað fjölda greina um sam
félagsmál, m.a. á Deigluna.com og í
Fréttablaðið.
„Úttektir sem þessi geta hjálpað
grunn skólanemum við val á fram
halds skóla, og um leið gefið vísbend
ingar um hvar helstu styrkleikar og
sóknarfæri menntakerfisins liggja,“
segir Pawel. „Ég þekkti til sambæri
legra kannana í öðrum ríkjum, og
mér þótti það geta auðgað umræð
una um menntamál á Íslandi að
framkvæma svipaða könnun hér. Ég
vona að svo verði.“
Pawel situr nú í Stjórnlagaráði og
er formaður nefndar um dómstóla,
kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslur
og utanríkismál.
vann úttektina
Pawel Bartoszek
PaWel