Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 97
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 97 É g er með aðstöðu í Viðskiptaráði Íslands og í grunninn gengur starfið út á að reka félagið og halda utan um alla þræði í náinni samvinnu við formann og stjórn. Þessa dag ana erum við að taka á móti mörgum nýjum félagskonum enda ótrúlegur uppgangur í fél aginu og félagskonur að nálgast 700. Konur í rekstri eru jú fjársjóður út af fyrir sig. Þó að við leggj­ um mikla áherslu á að það sé gaman í félaginu er eitt af mark­ miðum þess að fjölga konum í ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu og stjórnum. Hinn 13. maí ætl­ um við einmitt að leggja okkar á vogarskálarnar við að virkja karla og konur til athafna því þá höldum við alþjóðafund sem ætlað er að ýta undir umræðu um kynjahlutföll í stjórn en lög um kynjakvóta taka gildi 2013. Við fáum tvær erlendar kon ur sem þekkja til reynslu Norð­ manna í þessum efnum og mark miðið er sem sé að ræða jafn réttismál. Þennan fund höld­ um við ásamt VÍ og SA, það er þeim aðilum viðskiptalífsins sem þykir vert að minna á að eingöngu 15% af íslenskum fyrir tækjum voru með blandaðar stjórnir árið 2009. Út maí og júní tekur svo við aðalfundurinn okk­ ar í Hörpu þar sem við kynnum nýjar tölur í rannsókn Credit­ Info um stjórnarsetu kvenna í íslenskum fyrirtækjum og svo skellum við okkur í veiði, golf og spennandi utanlandsferð með félaginu í haust til Boston. Það er óskaplega erfitt að láta sér leiðast í forréttindastarfi sem þessu. Annars ætla ég að spila heil mikið golf í sumar, njóta ís lenska sumarsins í botn enda fátt betra en að sitja úti á palli á góð um sumardegi í golfskálan­ um á Seltjarnarnesi eftir góðan hring í frábærum félagsskap. Hvað varðar getuna í golfi þá leyfi ég Margeiri Vilhjálmssyni, félaga mínum og fyrrverandi framkvæmdastjóra GR, að lýsa henni, en hann sagði eitt sinn um golffélagsskapinn minn að við værum fyrirferðarmesti golf­ hópurinn með minnstu getuna … Það var þá, nú erum við að sjálfsögðu orðnar miklu betri og verðum ósigrandi á vellinum í sumar. Fyrir utan þennan hefðbundna vinnutíma sinni ég ýmiss konar verkefnum, þar á meðal vinn ég mikið með Krafti stuðningsfél agi sem sinnir ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Svo er ég með ástríðu fyrir ljósvakamiðlun og ég hef fengið að njóta þeirra forréttinda að halda tengslum við þann vettvang. Sumarfríið mitt ætla ég einmitt að nota að hluta til í að vera með félögum mínum á Bylgjunni. Kannski smábilun í því en þetta er meira eins og að sinna áhuga máli í frítímanum enda allir sem ein stór fjölskylda. Maður verður að njóta lífsins.“ Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri „Ég ætla að spila heilmikið golf í sumar, njóta íslenska sumarsins í botn enda fátt betra en að sitja úti á palli á góðum sumardegi í golfskálanum á seltjarnarnesi eftir góðan hring í frábærum félagsskap.“ Nafn: Hulda Bjarnadóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 6. apríl 1973 Foreldrar: Bjarni Sveinsson og Lára Guðbjörg Aðalsteinsdóttir Maki: Haukur Óskarsson Börn: Óskar Dagur, 11 ára, Þórey María, 3 ára Menntun: MBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.