Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 57 akadEmían og atvinnulífið dragi beinlínis úr viljanum til að stofna og reka fyrirtæki við það eitt að fara í háskóla. En samt; getur verið að við það að fara í háskóla komi upp meiri þörf fyrir að fara í öryggið og vinna hjá öðrum eftir nám en að stíga út í óvissuna og stofna eigið fyrirtæki? Eflaust er seint hægt að svara þessari spurningu því þörfin til að stofna eigið fyrirtæki og vera sinn eigin herra í atvinnu­ rekstri kemur innan frá. Það þarf að vera innri áhugi á að stofna fyrirtæki. Áhugi og eldmóður lærist ekki í skóla en þó er eflaust hægt að ýta undir hann. Það að stofna fyrirtæki er áhætta því fæst fyrirtæki verða langlíf. Ef til vill kennir háskólanámið að reikna dæmið vel og vandlega – og gera ráð fyrir hinu allra versta. Útkoman getur því orðið sú að það sé of mikil áhætta að stofna fyrirtæki og að hagstæðara sé að vinna hjá öðrum. Háskólasamfélagið hefur beint sjónum að frumkvöðlafræðum í stórauknum mæli og mörg fyrirtæki sem stofnað er til, t.d. í heilsu­ og tæknigeiranum, verða alltaf háskólafyrirtæki í þeirri merkingu að það þarf háskólamenntun til að reka þau. Vel menntaðir starfsmenn eru fyrirtækjum nauð synlegir. Háskólamenntun hlýtur að vera forsenda þess að samfélagið geti breyst úr framleiðslusamfélagi í tæknisam­ félag. Það þarf ennfremur að draga úr skörpum skilum á milli bóklegs náms og verklegs. Sá sem hefur valið sér verklegt nám eftir grunnskóla á að hafa sveigjanleika til að fara síðar í háskóla, t.d. í endurmenntun við háskólann. Fram kom á ráðstefnunni að 30% allra á vinnumarkaði á Íslandi eru einungis með grunnskólapróf, hvorki framhaldsskóla­ menntun né háskólanám. Eitt mesta vandamálið núna í menntakerf­ inu er hversu margir drengir hverfa frá námi í framhaldsskólum án þess að fara út á vinnu­ markaðinn. Þess í stað eru þeir heima og oftar en ekki í sínum tölvu­ og leikjaheimi. Athyglisverð breyting er að verða í hópi atvinnulausra sem bendir til að atvinnu­ leysið sé að festast í sessi. Þetta lýsir sér í því að þeir sem nýlega hafa misst vinnu koma fyrr út á vinnumarkaðinn aftur. Með öðrum orðum; sá sem hefur verið at vinnu­ laus í nokkurn tíma er líklegur til að fest ast í því fari. Margir atvinnulausir nýta tímann og sækja nám í háskóla og endurmennta sig. Eftir endurmenntunina öðlast þeir sjálfstraust og kunnáttu til að hefja eigin atvinnurekstur, verða frumkvöðlar, sem stundum er eina leiðin út úr atvinnuleysinu. Þá kom fram að stærstur hluti nemenda við Háskóla Íslands er jafnframt í daglegri vinnu í atvinnulífinu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar nemendur voru und an­ tekningarlaust eingöngu í háskólanum. • Háskólarnir mennta starfsmenn fyrirtækja og háskólamenn eru því í mörgum fyrirtækjum. • Atvinnulífið styrkir rannsóknir í háskólunum og setur fé í þá. • Háskólasamfélagið er með atvinnumiðlun. • Stjórnendur og leiðtogar í flestum stærstu fyrirtækjum landsins eru háskólamenntaðir. • Stjórnendur í atvinnulífinu eru gestafyrirlesarar og miðla af raunhæfum dæmum úr atvinnulífinu við kennslu og koma þannig með praktíska reynslu. • Símenntun hefur fengið meira vægi hjá fyrirtækjum og þar kemur endur menntun háskólans til sögunnar. • Háskólasamfélagið sjálft er stór vinnustaður. • Stórfyrirtæki eins og álver eru í raun hátæknifyrirtæki sem byggja á rannsóknum, vísindum og háskólamenntun. • Akademían og atvinnulífið er umræðuefni sem tæmist ekki og á aldrei að tæmast. Þetta styður hvort annað. En ef mesti hagvöxturinn í framtíðinni á Íslandi verður í öðrum greinum en stóriðju og fiskveiðum gerist það væntanlega í greinum þar sem krafist er aukinnar menntunar. Þ Á T T TA K E N D U R Í PA N E L U M R æ ð U M U M A K A D E M Í U N A o G AT V I N N U L Í F I ð orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda. Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður inn­ lendra háskólasamskipta HÍ. tengSl háSkóla og atvinnulífSinS eru margvíSleg Einn athyglisverðasti þráð­ urinn í umræð unni var hvort háskólaumhverfið á Íslandi væri frumkvöðlum óhagstætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.