Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 85
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 85
Framkvæmda- og gæðaeftirlit
Um hvernig veitingastað er að ræða?
Leifur segir að þar sem stað
urinn er með opið eldhús í
miðju m salnum komi gestir til
með að upplifa mikla nálægð
við sjálfa matargerðina:
„Í hjarta rýmisins er eld
ofn sem verður mikið notaður
við matargerð, bökun súrdeigs
brauðs, fisks, kjöts, grænmetis
og fleira. Í eldhúsinu er það
Þráinn Freyr Vigfússon sem
ræður ríkjum en hann var
val inn matreiðslumaður ársins
árið 2007. Þráinn er einn af okk
ar allra bestu matreiðslumönn
um í dag og var hann m.a. full
trúi Íslands á Bocus d’or núna
2011 og stóð sig frábærlega.
Við Þráinn fórum í heimsókn
og hugmyndaleiðangur á nokk
ra veitingastaði í London, Míl
anó og Toskana þar sem svunt
an var reimuð og við feng um
að hnýsast og læra ásamt því að
heimsækja frábær vín gerðarhús
í Toskana.“
´
Miðjarðarhafsmatreiðslu
hefðir
„Kolabrautin byggir á mat
reiðsl u hefðum Miðjarðarhafsins
sem leika um íslenskt hráefni.
Fersk og einfaldleiki eru ríkj
andi trúarbrögð í eldhúsinu.
Í veitingasalinn höfum við
ráðið Jón Tryggva Jónsson sem
yfirþjón en hann er með mikla
reynslu úr veitingabransanum
og býr yfir víðtækri þekk
ingu. Það er svo ungur og metn
aðarfullur barmeistari, Chris tian
Hagg, sem stjórnar barn um
okkar sem komið er að áður en
gengið er inn í sjálfan veitinga
salinn. Hann leggur mikið upp
úr kokteilum og framreiðslu
þeirra á nýstárlegan hátt.
Hvaðan kemur nafnið Kola
brautin?
„Nafngiftin vísar í staðsetn
ingu hússins þar sem áður voru
kolabryggja og kolakrani. Svo
þykir okkur nafnið fallegt.
Við höfum núna unnið sleitu
laust að opnun Kolabraut ar
innar í marga mánuði í góðu
samstarfi við alla í Hörpunni
og gengið vel. Nú erum við að
sjá dýrðina fæðast.“
kolabrautin
Kolabrautin er veitingastaður á 4. hæð Hörpunnar sem getur tekið allt að 200 manns í sæti.
Staðurinn var hannaður með það í huga að vera með létt yfirbragð, opinn og bjartur.
Veitingastaður á 4. hæð
„Í hjarta rýmisins
er eldofn sem verður
mikið notaður við
matargerð, bökun
súrdeigsbrauðs, fisks,
kjöts, og fleira.
Leifur Kolbeinsson og Jóhannes Stefánsson.
Hjónin Leifur Kolbeinsson og Jónína Þ. Kristjánsdóttir sjá um daglegan rekstur Kolabrautarinnar.