Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 78
78 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Harpa er í heimsklassa Stjórntæki í hljómburði sem ekki hafa verið til á Íslandi. Á þriðja hundrað tónlistarviðburðir bókaðir út árið og yfir hundrað ráðstefnur. Harpa mun eiga mikinn þátt í að reisa við orðspor okkar á alþjóðleg­ um vettvangi. Allir erlendir fjölmiðlar sem einhvers mega sín hafa sýnt opnun tónlistar­ og ráðstefnuhússins mikinn áhuga og þeim finnst þetta stórkostlegt. Þetta hús er þegar orðin mikil landkynning og við höfum nú loksins aðstöðu sem gerir okkur samkeppnisfær í alþjóðlegu samhengi,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. Hún getur þess að nú þegar hafi borist margar fyrirspurnir tengdar hvata­ og menningar­ ferðum til Íslands, bæði tengd­ ar óperu og ýmsum tónleikum sem verður hægt að njóta á allt annan hátt en hingað til hefur verið unnt hér á landi. Fyrsta flokks hljómburður „Eitt þekktasta hljómburðar­ hönnunarfyrirtæki heims, Artec Consultants í New York, hefur hannað hljómburðinn í Hörpu. Þeir hafa hannað nokkur sam­ bærileg hús í heiminum og ekki brugðist hingað til. Það má því búast við mjög góðum hljómburði í húsinu sem er í heimsklassa,“ tekur Steinunn Birna fram. Að sögn Steinunnar Birnu eru í tónlistar­ og ráðstefnuhúsinu stjórntæki í hljómburði sem ekki hafa verið til á Íslandi áður. „Yfir sviðinu í aðalsaln­ um, Eldborg, er margra tonna þungur ómskjöldur sem hægt er að hækka og lækka eftir því hvaða tónlist er verið að flytja. Í hliðum salanna eru þungir flekar sem unnt er að opna og með því stilla af hljómburðinn. Þetta eru nokkrir þeirra flóknu þátta sem stjórna ómtímanum, það er að segja lengd hljómsins, og getur hann verið frá rúmri sekúndu upp í þrjár sekúnd­ ur í aðalsalnum. Hægt er að minnka ómtímann með því að láta renninga úr hljóðísogandi efni falla niður og með þessu skapast möguleiki á að leika sér með hljómburðinn sem er frábært vegna þess að salurinn á að henta allri tegund tónlistar.“ Næststærsti salur Hörpu, sem er ráðstefnusalur og nefnist Silf urberg, hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist, að því er Steinunn Birna greinir frá. „Hann er mjög álitlegur kostur fyrir popphljómsveitir og þar ætlar til dæmis Airwaves að vera með hluta sinna við­ burða.“ „Fólk er hrætt um að við tökum frá því alla viðburði og ráðstefnur en það má ekki gleyma því að við erum að stækka kökuna til muna og það verður öllum til hagsbóta.“ Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. samspil við náttúruna Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.