Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 23 Þarf að taka á lánamálum FASTEIGNAMARKAÐURINN Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala: Aukinn hraði hjá bíla­ verksmiðjunni í Tórínó Síðustu vikur á alþjóðlega hlutabréfamarkaðnum hafa verið fremur viðburðasnauðar. Vikurnar frá 1. febrúar til þriðju viku í apríl voru hlutabréf á Wall Street mikið á 2,5% bili ef undanskildir eru tíu dagar um miðjan mars þegar verðið fór 4% niður fyrir þetta 2,5% bil. Síðustu vikur hafa hins vegar orðið umskipti á milli atvinnu­ greina á markaði í Bandaríkjunum. Svonefndar varnargreinar hafa sótt í sig veðrið og hækkað hlutfallslega í samanburði við aðrar. Þetta eru greinar eins og heilsa, almennar neysluvörur og veitufyrirtæki; greinar sem fjárfestar leita í til að verja sig þegar þeir eiga von á að lækkun sé í aðsigi á hlutabréfamarkaði. Á sama hátt hafa líka skuldabréf hækkað í samanburði við hlutabréf.“ Sigurður segir að á móti hafi svonefndar sóknargreinar eins og tækni, fjármál og lífsstílsgreinar veikst. Slíkur snúningur frá sóknargreinum til varnargreina sé oft til marks um að eftirspurn eftir hlutabréfum sé veik. Hann segir að stórir fjárfestar flytji fé sitt í skjól á meðan aðlögun eða hjöðnun gangi yfir á hlutabréfa­ markaðnum. „Í raun og veru er þessi framvinda á Wall Street dæmigerð fyrir allan heimsmarkað hlutabréfa. Hlutabréf í stærstu kauphöllinni í Asíu, eins og í Kína og á Indlandi, hafa verið fremur veik það sem af er ári og jafnvel þar sem árangurinn er bestur eins og í Malasíu, Taílandi, Suður­Kóreu og Indónesíu er ekki um mikla hækkun að ræða. Hörmungar í Japan hafa ugglaust áhrif á sama hátt og skuldavandi hvílir þungt á þjóðum í Evrópu, Bandaríkjun­ um og í Japan. Líklegt er að næstu mánuði í hlutabréfum verði eftirspurn fremur dauf eins og oft gerist yfir sumartímann.“ ERLEND HLUTABRÉF Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans: Það er orðin mun meiri umsetning á fasteignamarkaðnum en verið hefur. Samningar eru farnir að fara yfir hundrað á viku og marsmánuður var 60% betri en í fyrra.“ Ingibjörg segir að ekki sé grundvöllur fyrir því að verð á fast­ eignum lækki meira og segir hún að í raun sé verð á fasteignum á Íslandi lágt borið saman við önnur lönd og nefnir hún hinar Norðurlandaþjóðirnar sem dæmi. „Lánin þurfa að fara í endurnýjun lífdaga. Það er ekki boðlegt að hafa einungis þessi verðtryggðu lán á markaði vegna þess að fólk veit í rauninni ekki út í hvað það er að fara með verðtrygg inguna eins og hún hefur verið. Hún hefur sveiflast hratt upp í áranna rás og í rauninni haggast ekki höfuðstóll lánanna heldur hækkar þrátt fyrir áralangar afborganir. Mér finnst tímabært að tala um að nú þurfi að endurskoða lánaumhverfið því það á sér enga hliðstæðu í hinum siðmenntaða heimi að lántakandi beri alla áhættu af láninu en lánveitendur séu með alla öryggisþætti sín megin. Til að markaðurinn nái eðlilegu jafnvægi þarf að taka á lána­ málum landsmanna.“ Frá 2004 hefur forseti Íslands þrisvar sinnum neitað að staðfesta lög frá Alþingi á grundvelli 26. gr. stjórnar­skrárinn ar. Fram að því hafði forseti aldrei beitt þessu ákvæði. Í öll skiptin var gagnrýnt að með ákvörðun sinni hefði forsetinn gengið gegn þingræðinu. Það stenst þó ekki skoðun því þingræði merkir að ríkisstjórn og ráðherrar á hverjum tíma sitja í skjóli þingmeirihluta. Í ekkert þessara skipta hafði ákvörðun forsetans um að hafna undirritun laganna áhrif á stöðu ríkisstjórn­ arinnar í þinginu enda kom ekki til neinna breytinga á stjórnar­ meirihlutanum í kjölfar niðurstöðunnar. Hins vegar má deila um hvort ákvarðanir forsetans hafi veikt stöðu ríkisstjórnarinnar í almennri stjórnmálaumræðu. Það blasir þó við að þegar ákvæðinu er beitt skerðir það svig­ rúm þingmeirihlutans til að setja lög. Fram til 2004 hafði Alþingi, í framkvæmd, hvorki deilt því valdi með forseta né kjósendum. Beiting ákvæðisins hefur þær afleiðingar að lýðræðislegt aðhald við þingmeirihlutann eykst. Það hefur því mikla lýðræðislega þýðingu. En verði það að venju að ákvæðinu sé beitt er mikil­ vægt að sátt sé um hvaða viðmið eigi að liggja til grundvallar ákvörðun forsetans um að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Málskotsrétturinn STJÓRNMÁL Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt starfandi stjórnmálafræðingur: þau hafa orðið Þekking á markaði er styrkur og það getur sparað fyrir­tækj um stórfé að greina neytendahegðun. Mér finnst mark aðsrannsóknir á Íslandi allt of mikið hugsaðar sem eitthvað sem fyrirtæki fara út í stöku sinnum áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar frekar en að þær séu hluti af daglegum rekstri fyrirtækja. Í kreppunni er of mikið um að fyrirtæki þurfi í rauninni að henda peningum í vandamál vegna þekkingarskorts. Það kemur fram í niðurskurði og sérstaklega í minnkun framleiðni í formi tilboða; fyrirtæki þurfa að auglýsa tilboð til að draga til sín neytendur. Þau kunna kannski ekki að mæta þörfinni.“ Valdimar segir mikilvægt að fá sem mest út úr mikilvægustu neytendunum í kreppunni og halda þeim því þeir geti skilað enn meiru þegar efnahagur fer að vænkast á ný. „Einnig er nauðsyn­ legt að læra af þeim og get ég tekið dæmi af Disney­skemmti­ garðinum í Flórída en til að vaxa enn frekar litu forsvarsmenn hans á ákveðna markaðskennitölu sem kallast „share of wallet“ og mætti kalla „hlutdeild af veski“. Þeir komust að því að þeir fengu aðeins smáhlutdeild af peningunum sem gestir skemmti­ garðsins eyddu á Flórída þótt hann væri aðalaðdráttaraflið: Í staðinn fyrir að horfa bara á tölur eins og hversu margir komu í skemmtigarðinn fóru þeir að horfa á aðrar kennitölur eins og hversu mikinn hlut þeir fengju af peningunum. Þá var það bara smá prósenta af því sem ferðamenn eyddu til dæmis í hótel og veit ingastaði. Forsvarsmenn skemmtigarðsins byggðu upp slíka þjón ustu og náðu miklu stærri hlutdeild af veski neytenda.“ MARKAÐSHERFERÐIN Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við­ skiptadeild Háskólans í Reykjavík og gesta- prófessor við Cardiff Business School: Þekking er styrkur Síðustu vikur viðburðasnauðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.