Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011
Starfsmanna
samtalið
Starfsmannasamtöl eru víða haldin a.m.k. einu sinni á ári þegar stjórnandi og starfsmaður ræða frammistöðu þess síðar nefnda með skipulögðum hætti.
„Í samtalinu er m.a. rætt um verkefna og ábyrgðarsvið starfs
manns, líðan á vinnustað, starfsánægju, stjórnun, samskipti og
markmið. Í samtalinu gefst einnig færi á að skilgreina fræðslu
þarfir starfsmannsins á komandi tímabili ásamt óskum um
starfsþróun auk þess sem það býður upp á tækifæri til að hrósa
fyrir vel unnin störf. Í starfsmannasamtali draga stjórnandinn og
starfsmaðurinn sig meðvitað út úr hinu daglega amstri og ræða
málin í stærra samhengi.“
Ingrid segir að starfsmannasamtalið sé tæki starfsmannsins til
að hafa áhrif á eigið starf og starfsþróun. „Samtalið gerir stjórn
andanum kleift að vinna með starfsmanninum að betri árangri
og veita honum endurgjöf og hvatningu.“
Samtalið getur m.a. haft það að markmiði:
að skýra það sem óskýrt er í starfsumhverfinu
að leggja mat á árangur og hegðun stjórnanda
og starfsmanns
að gera vinnuálag að umræðuefni
að auka framleiðni og stuðla að auknum gæðum
að bæta samstarf og samskipti
að innleiða breytingar
að stuðla að aukinni starfsánægju
að skoða þekkingu/hæfni starfsmanns með tilliti
til settra hæfnis krafna
að bæta vinnuaðstæður og starfsanda
Skilgreindur ávinningur starfsmannasamtala fyrir
starfsmenn er m.a.:
Starfsmaður fær upplýsingar um það hvernig hann
stendur sig í starfi
Starfsmaður fær tækifæri til að tjá sig um stjórnun, starfs
anda og stefnu fyrirtækisins og ræða það sem óskýrt er
Starfsmaður gerir sér betur grein fyrir væntingum stjórnanda
Starfsmaður fær tækifæri til að ræða þarfir hvað varðar
starfs þróun og endurmenntun
Samtalið stuðlar að bættum starfsanda og aukinni
starfsánægju
Starfsmannasamtöl bæta skilning starfsmanna á eigin starfi
Starfsmannasamtöl stuðla að betri samskiptum við stjórnanda
Starfsmannasamtal veitir starfsmanni innsýn í þau atriði í
starfseminni sem ganga vel og þau atriði sem mættu
betur fara
„Góður undirbúningur fyrir starfsmannasamtalið skiptir sköp
um til að góð niðurstaða náist. Mikilvægt er að báðir aðilar
undirbúi sig af kostgæfni fyrir samtalið og fari yfir tilheyrandi
undirbúningseyðublöð. Gott er fyrir starfsmanninn að skoða
m.a. niðurstöður síðasta samtals og velta fyrir sér ánægju með
núverandi starf og ábyrgð, vinnuaðstæðum, samskiptunum á
vinnustaðnum og við næsta yfirmann ásamt þörfinni fyrir fræðslu
eða starfsþróun. Stjórnandinn þarf líka að skrá niður þau atriði sem
hann langar að vekja máls á. Þannig standa báðir jafnt að vígi.“
Ingrid segir að sé starfsmannasamtal undirbúið vel og fram
kvæmt á faglegan hátt bæti það sambandið milli stjórnanda og
starfsmanns og sé hvetjandi á báða bóga.
HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar:
Það sem
skiptir máli
Thomas Möller segir að tímastjórnun sé eitt vinsælasta efni stjórnunarnámskeiða í heiminum í dag og rannsóknir sýni að fólki á Vesturlöndum finnist vera meiri skortur á
tíma en peningum. „Stjórnendur fyrirtækja sem hafa náð árangri
leggja mikla áherslu á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þannig
nái starfsmenn irnir meiri árangri í vinnunni. Virðing fyrir einkalífi
starfsmanna er aðals merki góðra fyrirtækja og það er liðin tíð að
það þyki merki um dyggð að vinna lengi frameftir og um helgar.“
Thomas segir að tímanum þurfi að stjórna enn nákvæmar en
fjár festingum enda sé tíminn mikilvægari en peningar. „Hann
er verðmætasta auðlind hvers manns. Dæmin sýna að fólk er
reiðubúið að „kaupa“ sér meiri tíma og lengra líf með læknis
að gerðum eða lyfjum.“ Thomas segir að markmið tímastjórnun
arnámskeiða sé alltaf það sama: Að gera fólk meðvitaðra um það
hvernig það ráðstafar tímanum; að það forgangsraði miðað við
það sem skiptir máli og að tímaþjófum sé haldið í skefjum.
„Flestir stjórnendur sem hafa náð árangri eiga það sameigin
legt að fara vel með tímann sinn. Þeir gera það með því að hafa
skýr markmið, bæði í vinnunni og einkalífi, og verja tímanum sem
mest í samræmi við markmiðin. Í því sambandi má geta þess að
það að gera ekki neitt getur verið góð tímastjórnun, sérstaklega í
frítím anum. Að gera ekkert annað en að hugsa er góð tímastjórn
un, sérstaklega þegar hugsunin snýst um verkefnin framundan,
nýjar hugmyndir eða undirbúning mikilvægs verkefnis. Jafnvel það
að koma of seint á fund getur verið góð tímastjórnun ef mikil vægur
viðskiptavinur fékk forgang fram yfir fund með starfsfólki.“
STJÓRNUN
Thomas Möller,
framkvæmdastjóri Rýmis:
þau hafa orðið
Upplýsingar eru
lykilatriði
Ásmundur Helgason segir að upplýsingar séu lykilatriði í öllu markaðsstarfi og stundum vilji gleymast í undir bú n ingsvinnunni að afla sér réttra upplýsinga. Þá eigi menn tvo
kosti í stöðunni: Að gera nýja rannsókn eða leita upplýsinga sem
eru fyrir hendi. Hann segir að í tilfelli þeirra sem eru að fara með
nýja vöru á smásölumarkað sé gott að skoða Nielsentölurnar
sem Capacent safnar saman; þeir geti þá séð söluna á markað
num eins og hún er í tilteknum vöruflokkum.
„Hagstofan safnar líka saman miklu af upplýsingum sem gott er
að nýta sér og þá liggja upplýsingar fyrir hjá ýmsum opinberum
stofnunum. Ef hins vegar á að gera nýja markaðsrannsókn geta
menn valið um ýmsar leiðir svo sem símakönnun eða netkönn
un, sem er hvað algengasta afbrigðið af markaðsrannsóknum í
dag, og þá er hægt að einbeita sér að fókushópum eða viðtals
rannsóknum. Í dag eru fleiri möguleikar á markaðnum en áður
fyrir fyrirtæki að versla við rannsóknaraðila en þeir aðstoða við að
gera markaðsrannsóknir.“ Ásmundur segir að áður en rannsókn
sé gerð megi ekki gleyma að vera búinn að ákveða fyrirfram hvað
eigi að gera við upplýsingarnar og hvernig eigi að bregðast við
niður stöðunum. „Fyrirtæki spyrja stundum ómarkvisst í markaðs
rannsóknum og eyða kannski of miklum peningum í markaðs
rannsóknir – á meðan önnur eyða allt of litlum peningum í þær.“
AUGLÝSINGAR
Ásmundur Helgason, markaðsfræð
ingur hjá Dynamo: