Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Verknám: Tækniskólinn með forystu T ækniskólinn er fremstur þeirra skóla á Íslandi sem bjóða upp á verknám. Skólinn fær hæstu mögulegu útkomu í öllum þeim flokkum þar sem um­ ræddir skólar voru bornir saman og er því með fullt hús stiga. Iðnskólinn í Hafnarfirði og Fjöl­ brautaskóli Suðurnesja urðu jafnir í 2.­3. sæti. Listinn yfir bestu verknámsskólana bygg ist á samanlögðum árangri skólanna í forritunar­ keppni, HR­áskoruninni og þeim þremur greinum á Íslandsmóti iðngreina 2010 sem flestir skólar hafa námsbrautir í. Þessar grein­ ar eru rafvirkjun, húsasmíði og málmsuða. Keppt var í fjölda annarra greina á Íslands­ mótinu, en margar þeirra (t.d. pípulagnir) eru eingöngu kenndar við einn eða örfáa skóla og því ekki hafðar með í samantektinni. Eina fagið sem vafi lék á hvort taka ætti með var hársnyrtiiðn en hún er kennd í um helmingi skólanna. Tækniskólinn og Iðnskól­ inn í Hafnarfirði stóðu sig best í hársnyrtiiðn á seinasta Íslandsmóti svo ef sú grein væri tekin með myndi Iðnskólinn í Hafnarfirði lenda einn í öðru sæti listans og Fjölbrauta­ skóli Suðurnesja þá einn í því þriðja. Íslandsmót iðngreina er haldið annað hvert ár og fer næst fram árið 2012. Vinsældir og félagslíf: Verzlunarskólinn skorar hæst U ndir flokkinn „Vinsældir og fél ags ­ líf“ falla þeir þættir í mati skól anna sem ekki tengjast árangri nem­ enda í námstengd um greinum, þar með eru taldar árlegar skólakeppnir á borð við Gettu betur, MORFÍS og Söng­ keppni framhaldsskólanna. Einnig var tekið tillit til Íþróttavakningar, lýðheilsuverkefnis sem haldið var á árunum 2009­2010, en sú keppni var ekki endurtekin í ár. Þá var einnig tekið tillit til aðsóknar 10. bekkinga í skólana. Félagslíf er þáttur sem erfitt er að meta milli skólanna. Allur tölulegur samanburður, eins og aðsókn á dansleiki eða fjöldi seldra miða á leiksýningar, er fámennum skólum og skólum í dreifðari byggðum mjög í óhag. Að einhverju leyti á það við um flesta þætti samantektarinnar en kostnaður skóla og nemenda við þátttöku í þeim keppnum þar sem viðveru á staðnum er krafist er eðli málsins samkvæmt meiri ef skólinn er stað­ settur langt frá öðrum skólum. Hafi þessi aðstöðumunur áhrif á þátttöku nemenda í skólum af landsbyggðinni í hvers kyns fram­ haldsskólakeppnum er það áhyggjuefni út af fyrir sig. Verzlunarskóli Íslands skoraði samanlagt hæst í flokknum „Vinsældir og félagslíf“, og nokkuð var í næstu skóla. Nemendur Verzlunarskólans virðast því standa sig vel í þeim keppnum þar sem þeir keppa undir merkjum skólans við nemendur annarra skóla. Skólinn er þannig með bestan árangur síðustu þriggja ára í MORFÍS og söngkeppninni og er einnig ofarlega í öðrum keppnum þessa flokks. Í öðru sæti er Kvennaskólinn í Reykjavík sem var vinsælasti skólinn meðal nýnema síðasta árs auk þess sem nemendur hans sigruðu í Íþróttavakningunni 2010. Í þriðja sæti listans er síðan Menntaskólinn í Reykja­ vík sem byggir árangur sinn hér fyrst og fremst á góðu gengi í Gettu betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.