Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 88
88 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Það voru Katrín Jakobsdóttir mennt a mála ráð­herra og Hanna Birna Kristjánsdótt­ ir, þáverandi borgarstjóri, sem tóku ákvörðun snemma árs 2009 um að haldið yrði áfram framkvæmdum við tónlist­ ar­ og ráðstefnuhúsið Hörpu. Framkvæmdirnar höfðu lagst niður í nóvember 2008 í kjölfar bankahrunsins en voru hafnar á ný í mars 2009. „Það var farið í heilmikla grein ingu og í kjölfarið ákveðið að skásti kosturinn væri að klára verkið. Það var auðvit að búið að leggja gríðarlega vinnu og peninga í þetta þá þegar fyrir utan það að með þessu rættist draumur margra um tónlistar­ hús. Þetta þótti langskynsam­ legasta lausnin,“ segir Katrín. Hún segir opnun Hörpu gríðarleg tímamót fyrir Sin ­ fó n íu hljómsveit Íslands. „Þetta gjör breytir allri aðstöðu fyrir hljómsveitina sem hefur hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu og náð miklum árangri.“ Katrín bendir á að ríkið greiði húsaleigu fyrir Sinfóníu­ hljómsveit Íslands og að Ís lenska óperan, sem einnig fær inni í Hörpu, sé styrkt með ríkis fram lagi. „Það má segja að ríkið komi þannig óbeint að rekstr inum en það hefur ekki verið hugsunin að leggja beint fé í reksturinn.“ Menntamálaráðherra tekur það fram að Harpa skipti auð vitað máli fyrir alla tónlistarmenn. „Það er mjög merkilegt hversu mikill áhugi er á að leigja húsið til tónleikahalds, allavega í upphafi. Svo á auð vitað eftir að sjá hvernig geng ur. Harpa er líka ráðstefnuhús og það á eftir að koma á daginn hvernig sú sambúð mun ganga en ég held að það skipti líka miklu máli upp á rekstrargrunn inn. Það er ljóst að þetta er ekki auðvelt verkefni en þeir sem hafa unnið að því og öllum undirbúningi hafa kynnt sér vel stöðuna hjá svona húsum á Norðurlöndum. Við ætlum að reyna að læra af reynslu annarra, hvað beri að varast og hvað vísi til árangurs.“ Það er mat ráðherrans að Harpa verði mikið kennileiti í Reykjavík. „Fólk sér ýmsa möguleika í tengslum við húsið og auðvitað vonast ég til að gengið verði frá afganginum af lóðinni sem fyrst til þess að þetta verði ein falleg heild.“ mikið kennileiti í reykjavík Langskynsamlegast þótti að halda áfram framkvæmdum við Hörpu, segir ráðherra. Gríðarleg tímamót fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. „Það er ljóst að þetta er ekki auðvelt verk­ efni en þeir sem hafa unnið að því og öllum undirbúningi hafa kynnt sér vel stöðuna hjá svona húsum á Norðurlöndum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.