Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 55
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 55
Benja er ekki fylgiskona kynjakvóta sem
slíkra. Hún segir á hinn bóginn að reynsla
Dana af almennum tilmælum sjórnvalda til
fyrirtækja um að auka hluta kvenna í stjórn
um sé slæm. Eigendur félaganna hlusti
ekki á tilmælin.
„Tilmæli af þessu tagi hafa í besta falli
eng in áhrif, hugsanlega eru þau til ills,“
segir Benja og styður kvótalög sem aðferð
til að koma þróun af stað. En kvótalög eru
ekki markmið í sjálfu sér að hennar mati.
spurning um pólitík
Mari Teigen leggur með sama hætti áherslu
á að kvótalög séu pólitík. Þau byggist á
pólitískum vilja til að auka hlut kvenna
vegna þess að það virðist ekki gerast með
frjálsum ákvörðunum eigenda hlutafélag
anna.
Grundvallarspurning í þessum fræðum
er þó: Af hverju mega eigendur hlutafé
laga ekki ráða því sjálfir hverja þeir setja
í stjórn? Og hin eðlilega regla er að sæti í
stjórn ráðist af eignarhlutföllum í félaginu
en ekki af kyni. Svarið liggur í stefnu
stjórnvalda um að auka hlut kvenna.
Það má líka snúa spurningunni við og
spyrja: Af hverju láta eigendur félag
anna þessa stjórnarstefnu yfir sig ganga? Í
Noregi féllust hlutafjáreigndur á kvótalögin
mög lunarlítið. Norsk samtök atvinnulífsins
– NHO – lýstu sig í „prinsippinu á móti“
eins og það hét en unnu engu að síður að
framgangi kvótalaganna í reynd.
aðstæður í noregi sérstakar
„Meðal annarra þjóða, sem hafa tekið
upp norsku kvótalögin, gleymist oft að
að stæður voru og eru sérstakar í Noregi,“
segir Mari Teigen. „Þess vegna gekk fram
kvæmd laganna snurðulaust fyrir sig þar.
Andstaðan gæti verið miklu sterkari í öðr
um löndum.“
Með hinum sérstöku aðstæðum í Noregi
á Mari við að þegar umræðan um lögin
stóð sem hæst var verið að hlutafélaga
væða mörg ríkisfyrirtæki. Þar hafði hlutur
kvenna verið stór. Vilji var til að þessi hlutur
héldist þótt félögin væru skráð í kauphöll
og að eitt skyldi yfir öll félög í kauphöllinni
ganga. Norska ríkið er langstærsti eigandi
hlutafjár í Noregi og því einfaldara þar
en í öðrum nálægum löndum að koma á
kynja kvóta.
„Þetta eru sérstakar aðstæður sem skýra
bæði af hverju Norðmenn voru fyrstir til
að koma á kynjakvóta og að framkvæmdin
sætti ekki umtalsverðri andstöðu,“ segir
Mari og við þetta bættist að kynjakvótar
voru þá þegar komnir á við val á frambjóð
endum stjórnmálaflokkanna.
nær allir forstjórar karlar
En hver er svo reynsla Norðmanna af
kvóta lögunum? Jú, hlutur kvenna í kjörn
um stjórnum hlutafélaga, annarra en
einka hlutafélaga, er um það bil 40%. Það
var markmiðið.
Vonin var að hlutur kvenna í atvinnulíf
inu myndi aukast að sama skapi. Það hefur
ekki gerst. Konum hefur ekki fjölgað í
æðstu stjórnunarstöðum.
Mari segir að núna séu karlar 98% for
stjóra í þeim 500 hlutafélögum sem kvóta
lögin ná til – hlutur kvenna er 2% eins og
var. Og hlutur kvenna í starfandi stjórnum
þessara félaga er 10%, aðeins lakari en áður
og lakari en á Íslandi.
„Þetta eru vonbrigði og ég hef ekki á reið
um höndum skýringu á af hverju áhrifin
utan kjörinna stjórna eru svo lítil,“ segir
Mari. „Hugsanlega eru vænlegir kven
stjórn endur enn í stöðum millistjórnenda
og eiga eftir að vinna sig upp. Þær eru í
það minnsta ekki komar á toppinn þrátt
fyrir kvótalög.“
konur verða að berjast
Benja Stig segir að það sé kvenna að taka
næsta skref. Þær verði sjálfar að berjast um
toppstöðurnar og hætta að halda sig til hlés.
„Konur hika við að takast á við erfið
verkefni, karlar eru hiklausari óháð hæfi
leikum og getu,“ segir Benja. „Ákveðnar
konur eru kallaðar „frekjur“ en ákveðnir
karlar „miklir stjórnendur“. Þessu þurfa
konur sjálfar að breyta.“
Mari segir að kvótalögin hafi þó haft
áhrif á rekstur fyrirtækjanna þótt áhrifin á
æðstu stjórn þeirra hafi ekki komið fram.
Því var spáð að kjörnar stjórnir myndu
glata þýðingu sinni með kvótalögunum;
að stjórnin yrði að máttlausum kjafta
klúbbi en eigendur hlutafjár tryggðu áhrif
sín gegnum forstjóra og deildarstjóra í
fyrirtækinu. Því var líka spáð að félögin
yrðu afskráð til að sleppa við kvótalögin.
Þessar hrakspár hafa ekki ræst.
Rannsóknir sýna einnig að starfið í stjórn
unum er orðið faglegra og markvissara
en áður. Þar er rætt um stefnu félagsins
og um ímynd fyrirtækisins. Umræður um
mikilvægar ákvarðanir eru ítarlegri en áður
og allt fært til bókar.
Eftir stendur þó sú þversögn að konur
stjórn um hlutafélaga hafa ekki náð að koma
konum í æðstu stjórnunarstöður fyrir
tækja nna.
kynjakvótar
Benja Stig Fagerland:
„Tilmæli af þessu tagi hafa í
besta falli engin áhrif, hugs
anlega eru þau til ills.“
Áhrifin önnur en ætlast var til
Benja Stig Fagerland undirbýr konur fyrir stjórnar
setu og fyrirtækin fyrir kvennastjórn.
Dr. Mari Teigen hefur rannskað áhrif norsku lag
anna um kynjakvóta.
Dr. Mari Teigen:
„Meðal annarra þjóða,
sem hafa tekið upp norsku
kvótalögin, gleymist oft að
aðstæður voru og eru sérstak
ar í Noregi.“