Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011
M
iklaborg hefur frá upphafi
lagt ríka áherslu á hátt þjón
ustustig, traust og framsækni
í störfum sínum og innan
fast eignasölunnar er mikil
þekk ing á sviði fasteigna og sölu þeirra á
Íslandi. Óskar og Jason höfðu báðir mikla
reynslu af sölu fasteigna áður en þeir stofn
uðu Mikluborg og á aðeins fjórum árum
hefur fyrirtækið vaxið í að verða stærsta
fast eignasala í Reykjavík. Árangur þessi er
sérlega athyglisverður í ljósi erfiðra mark
aðs aðstæðna en á sama tíma hafa flestir
keppi nautar þeirra dregið mikið saman eða
jafnvel horfið af sjónarsviðinu.
„Frá upphafi höfum við lagt megináherslu
á að skapa okkur traust viðskiptavinarins
með vönduðum vinnubrögðum og metnaði
í störfum. Við stofnuðum fyrirtækið með það
í huga að auka fagmennsku á markaðnum
og vissum af reynslu að það voru margir
hlutir sem betur máttu fara, ekki síst í innra
starfi fasteignasölu, stjórnun, samskiptum
og þjónustu við kaupendur jafnt sem seljend
ur og hvernig staðið er að kynningu eigna,
sérstaklega á netinu. Netið er mikilvægur
þátt ur í sölu fasteigna og því leggjum við
mik inn metnað í að heimasíða fyrirtækisins,
www.miklaborg.is, sé bæði aðgengileg og
upplýsandi um þær fasteignir sem eru til
sölu og um fasteignaviðskipti almennt. Þess
má geta að á Mikluborg starfar meðal ann
ars grafískur hönnuður í fullu starfi sem sér
um útlit og framsetningu fasteignasölunnar.
Strax í upphafi ákváðum við að sinna
kaup endum vel en þeir hafa verið mun af
skipt ari en seljendur, en fókus fasteignasala
hefur oft verið meiri á seljendur til að fá fleiri
eignir á skrá. Við bjóðum því kaupendum
upp á ákveðna þjónustu og segjum m.a. í
auglýsingum að við séum að leita að tiltekn
um fasteignum til kaups. Oft gengur þetta
skemmtilega upp og við finnum að fólk er
þakk látt fyrir að verið sé að sinna því af meiri
alúð og á markvissari hátt en áður.“
Gjörbreyttur markaður
Þegar Óskar og Jason stofnuðu Mikluborg
árið 2007 náðu þeir rétt í blálokin á fasteigna
bólunni og þeir félagar telja sér til happs að
þeir voru ekki búnir að spenna fyrir vagninn
þegar samdrátturinn hófst.
„Markaðurinn gjörbreyttist fyrir og við
hrunið. Efnahagshrunið varð árið 2008, en á
fasteigna markaði fór að hrikta í strax um haust
ið 2007. Þá voru komin skýr merki á loft um
að eitt hvað væri að gerast og við merktum
strax í nóvember og desember það ár að
NýTTUM SÓKNARFæRIN
Fasteignasalan Miklaborg er ein af stærstu fasteignasölum landsins og var stofnuð fyrir fjórum árum
af þeim Óskari R. Harðarsyni og Jasoni Guðmundssyni, sem báðir eru lögmenn og löggiltir fasteignasalar.
Fjórtán manns starfa á fasteignasölunni, þar af fimm löggiltir fasteignasalar.
TexTi: HilMar karlson Mynd: Geir ólafsson
Einkunnarorð Miklu
borgar eru gæði, fag
mennska og árangur
í starf og er mikil
áhersla lögð á vönduð
vinnubrögð.