Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 17 fyrst & fremst TexTi: JÓn G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson 60,0 60 milljarðar vegna samninga ASÍ og SA Nýir samningar ASÍ og SA kosta ríkissjóð um 60 milljarða á næstu þremur árum. Stein­ grímur J. Sigfússon lítur í raun á þetta sem fjárfestingu til að ná hagkerfinu betur í gang og þannig komi þetta fé óbeint til baka síðar. 11,2 11,2 milljarðar króna vegna Sparisjóðs Keflavíkur Samningurinn á milli Steingríms J. fjármálaráðherra og Lands­ banka Íslands um yfirtöku og samruna Landsbankans við Sparisjóð Keflavíkur kostar ríkis­ sjóð 11,2 milljarða króna. Það er það sem vantar upp á svo heild­ areignir sparisjóðsins svari til innstæðna. Þetta fé greiðir ríkið inn í Landsbankann. Áður hafði ríkið sett 900 milljónir króna inn í Sparisjóð Keflavíkur sem stofnfé. 122,0 122 milljarðar í Lands­ bankann Ríkið setti 122 milljarða króna í nýtt eigið fé inn í Landsbankann þegar hann var endurreistur und­ ir heitinu NBI og eignaðist ríkið 81% í bankanum. Landsskil, sem er eignarhaldsfélag skila­ nefndar gamla Landsbankans, eiga 19% í bankanum. . 9,9 Arion banki; 9,9 millj ­ arðar króna Ríkissjóður lagði til 9,9 milljarða króna við endurreisn Arion banka og eignaðist við það 13% í bankanum á móti kröfuhöfum sem eiga 87%. 6,3 Íslandsbanki; 6,3 milljarðar Ríkissjóður lagði til 6,3 milljarða króna við endurreisn Íslands­ banka og eignaðist við það 5% í bankanum á móti kröfuhöfum sem eiga 95%. 5,0 BYR; 5 milljarðar í víkjandi lán Ríkissjóður hefur samþykkt að leggja fimm milljarða króna í formi víkjandi láns í Byr. Slík lán eru eins og nafnið bendir til; víkjandi. Það merkir að þau víkja fyrir öðrum lánum í kröfum. Oft er víkjandi lánum breytt í hlutafé. Áður hafði ríkissjóður sett 900 milljónir í Byr til að styrkja eiginfjárstöðu hans. 3,5 Sjö sparisjóðir; 3,5 milljarðar Ríkið hefur sett 3,5 milljarða króna inn í sjö sparisjóði til að treysta stöðu þeirra. Þar á meðal er Sparisjóðurinn í Kefla­ vík sem fékk 900 milljóna króna framlag frá ríkinu áður en hann var sameinaður Landsbankan­ um og Byr. Bankasýslan hefur unnið að útfærslu á innlausnar­ rétti sparisjóðanna sem gerir ráð fyrir að allt að 60% af því stofnfé sem ríkið fær í sínar hend ur geti sparisjóðirnir inn­ leyst aftur á innlausnartímabili sem hefst eftir tvö ár og mun standa í tvö ár. Eftirstöðvum af stofnfé ríkisins verði haldið eftir og það selt með fyrirkomulagi sem tryggi markmið stjórnvalda um dreifða eignaraðild að fjár­ málafyrirtækjum, í tilviki spari­ sjóðanna að þeir eignuðust á ný traust bakland stofnfjáreigenda. Byr 900 milljónir. Sparisjóður Keflavíkur 900 milljónir. Sparisjóður Vestmanna­ eyja 555 milljónir. Sparisjóður Bolungarvíkur 543 milljónir. Sparisjóður Svarfdæla 382 milljónir. Sparisjóður Norðfjarðar 150 milljónir. Sparisjóður Þórshafnar 105 milljónir. 33,0 33 milljarðar í Íbúðalánasjóð Íbúðalánasjóður er í vandræð um. Ríkissjóður hefur sett 33 milljarða króna í Íbúðalánasjóð og rætt er um að það vanti a.m.k. 15 milljarða í viðbót. Ríkissjóður á og ber ábyrgð á Íbúðalánasjóði. 3,6 Byggðastofnun; 3,6 milljarðar Ríkissjóður hefur lagt 3,6 millj­ arða í Byggðastofnun. Hún er engin venjuleg fjármálastofnun og lýtur öðrum lögmálum þar sem útlán hennar eru meira út frá byggðasjónarmiðum en hörðum arðsemiskröfum. 29,0 Arion banki; 29 milljarða víkjandi lán Ríkissjóður hefur veitt Arion banka 29 milljarða í víkjandi lán. Það gildir það sama um víkjandi lán og áður, þau hafa ekki for­ gang í kröfum og er oft breytt í hlutafé. Ekki er ástæða til að ætla að svo verði með þetta lán. 25,0 Íslandsbanki; 25 milljarða víkjandi lán Ríkissjóður hefur veitt Íslands­ banka 25 milljarða víkjandi lán. Samtals hefur ríkissjóður lánað Íslandsbanka og Arion banka yfir 54 milljarða í slík lán. 26,0 VBS; 26 milljarða lán afskrifað VBS Fjárfestingarbanki er gjald þrota og var tekinn til slita­ meðferðar í apríl 2010. VBS skuld aði ríkissjóði 26 milljarða, en sú skuld varð til úr endur­ hverfum viðskiptum við Seðla­ banka Íslands á árinu 2008. Ríkissjóður tók skuldina yfir frá Seðlabanka. Steingrímur J. lánaði VBS Frjárfestingarbanka þessa 26 milljarða króna í mars 2009 á 2% vöxtum og verðtrygg­ ingu í von um að VBS lifði af og borgaði skuldina. VBS varð gjaldþrota og lánið er væntan­ lega að mestu tapað. Í raun var það þegar tapað þegar Stein­ grímur varð fjármálaráðherra. 15,0 Saga Capital fékk 15 milljarða lán Líkt og VBS Fjárfestingar­ banki fékk Saga Capital lán frá Stein grími J. í mars 2009 á hag stæð um kjörum; verðtryggt lán með 2% vexti. Skuldin varð upphafl ega til í endurhverfum við skiptum Saga Capital við Seðlabanka Íslands árið 2008 og yfirtók ríkissjóður skuldina eftir hrun. Hagstætt lán ríkis­ sjóðs undir stjórn Steingríms J. fjármálaráðherra í mars 2009 snerist eingöngu um þá von ríkissjóðs að fá lánið endurgreitt – og á það eftir að koma í ljós. 5,0 5 milljarða tap af Sjóvá fjárfestingu Ríkissjóður undir stjórn Stein­ gríms J. lagði 12 milljarða í tryggingafélagið Sjóvá sumarið 2009 en gjaldþrot félagsins blasti við. Íslandsbanki setti fjóra milljarða í félagið á sama tíma. Alls voru því 16 milljarðar greiddir inn í Sjóvá. Eignarhlutur ríkisins í Sjóvá fyrir 12 milljarða björgunarfram­ lagið var 73% og var í umsjón Seðlabankans, þ.e. Eignasafns Seðlabankans, og hlutur Ís­ landsbanka varð 27%. Hópur fjárfesta keypti í janúar sl. meirihlutann í Sjóvá, 52,4%, af Seðlabankanum á 4,9 millj­ arða króna. Heildarvirði Sjóvár samkvæmt þeim kaupum var 9,4 milljarðar en 16 milljarðar höfðu verið lagðir í félagið. Svo virðist af þessu sem fjár festirinn Steingrímur J. hafi tapað um fimm milljörðum króna á fjárfestingu sinni í Sjóvá og Íslandsbanki tapað um 1,5 millj­ örðum króna. Skuldabréf Landsbankans til skilanefndar Þegar gengið var frá fjármögn­ un og endurreisn nýja Lands­ bankans þurfti nýi bankinn að gefa út erlent skuldabréf til skilanefndar gamla bankans og stendur bréfið, sem er ein helsta eign þrotabúsins, núna í um 328 milljörðum króna. Það getur reynst þungt fyrir bank­ ann að standa skil á þessu bréfi í framtíðinni – og hafa verið uppi vangaveltur um að ríkssjóður verði að aðstoða bankann sem helsti eigandi hans. Sjö SpariSjóðir með 3,5 milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.