Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 68
68 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Karl Þráinsson, for stjóri ÍAV hf., segir tónlistar­ og ráð stefnuhúsið, sem er 28 þúsund fermetrar að stærð, vera stærsta verk fyrirtækisins til þessa. Vel á annað þúsund manns hafa komið að verkinu frá því að það hófst árið 2006 þegar Faxaskáli var rifinn og grunnurinn grafinn. Undirverktakarnir hafa alls verið um 70. Samhæfingin hefur þess vegna þurft að vera mikil. „Það hefur verið mjög hæft og öflugt stjórnunarbatterí í kring um verkið sem hefur verið stærra og flóknara en menn hafa unn ið við áður. Þess vegna þurfti gríðar ­ legan undirbúning til þess að koma sér inn í verkið. Svona gler hjúpur eins og er á Hörpu hefur ekki verið gerður áður og miðað við íslenskar aðstæður slær allt tæknikerfið út það sem menn hafa verið að vinna með hér á Íslandi,“ segir Karl. Allir lögðust á eitt „Það óvenjulega við þetta verk miðað við önnur stór verkefni sem hafa verið framkvæmd er kannski að arkitektarnir og verkfræðingarnir hafa verið undir okk ar stjórn, það er aðal­ verktakans, og það er mitt mat að þetta hafi komið nokkuð vel út. Svona verkefni verður ekki unn­ ið nema allir leggist á eitt um að vinna vel saman,“ bætir Karl við. Undanfarna mánuði hafa um 700 manns unnið við framkvæm­ dirnar en hafa alla jafna verið á milli 200 og 300, að því er Sigurð­ ur Ragnarsson, framkvæmda­ stjóri byggingarframkvæmdanna fyrir hönd ÍAV, greinir frá. „Við höfum unnið við þetta í fimm ár og fjöldi starfsmanna hefur verið frá nokkrum tugum upp í 700 nú síðustu mánuðina. Alls hafa vel á annað þúsund manns komið að verkinu.“ Það er mat Sigurðar að hefði framkvæmdum verið hætt hefðu mörg hundruð manns verið án atvinnu. „Þeir sem unnu beint við húsið hefðu verið atvinnu­ lausir og einnig þeir sem störf­ uðu ekki á staðnum en höfðu óbeina vinnu af húsinu. Verk­ stæði hafa verið að smíða fyrir okkur og svo hafa efnissalar og birgjar haft af þessu tekjur. Mig minnir að þegar hrunið varð hafi mönnum talist til að um 600­700 manns hafi haft af þessu beina og óbeina vinnu. Menn hefðu klárlega ekki getað gengið í önn­ ur verkefni ef þetta hefði verið slegið af. Við sjáum það á reynsl­ unni í byggingargeiranum.“ Sigurður segir það mikið gæfuspor að haldið hafi verið áfram með framkvæmdirnar. „Menntamálaráðherra og borgar­ stjóri sýndu dirfsku með því að keyra þetta áfram. Það var auð vitað umdeilt á sínum tíma í hvað ætti að nota peningana en staðan var bara þannig að það var dýrara að hætta en að halda áfram. Það var búið að gera svo marga samninga sem hefði þurft að rifta með tilheyrandi kostnaði. Ef samningnum við Kínverja um glerhjúpinn hefði verið rift hefði hugsanlega aldrei náðst að semja við þá aftur.“ Stór hluti af veltunni Framkvæmdirnar við Hörpu hafa verið stór hluti af veltu ÍAV síð astliðna mánuði, að því er Karl Þráinsson forstjóri greinir frá. „Við þurfum að bregðast við þeirri staðreynd að verkefnum okkar er að fækka og höfum þegar gert það að hluta til. Við höfum þess vegna því miður sagt upp töluverðum fjölda starfs­ manna sem tengjast byggingar­ framkvæmdunum og í heildina eru þetta 150 til 160 manns.“ Að sögn Karls er fyrirtækið með verkefni í tengslum við álverin í Straumsvík og í Helgu­ vík auk vinnu við verksmiðju Carbon Recycling International á Reykjanesi. „Þar að auki er nýbúið að taka tilboði okkar í jarðgöng í Noregi og er það verkefni upp á 8,5 milljarða króna án virðisauka. Við reikn­ um með að taka þónokkurn mannskap frá Íslandi í það verk en þó annan en þann sem er í byggingarvinnu.“ Harpan stærsta verkið Vel á annað þúsund manns komið að framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Undirverktakarnir hafa alls verið um 70 talsins. „Það hefur verið mjög hæft og öflugt stjórn­ unarbatterí í kringum verkið sem hefur verið stærra og flóknara en menn hafa unnið við áður.“ Harpa er 28 þúsund fermetrar að stærð. Byrjað var að steypa húsið 2007 alls eru um 26 þúsund rúmmetrar af steypu í Hörpu Glerhjúpurinn er 12 þúsund fermetrar. nær 960 kubbar að sunnanverðu. Hver þeirra vegur 600 kg. Þessir kubbar mynda um fjórðung glerhjúpsins alls hafa vel á annað þúsund manns komið að framkvæmdunum mikið kennileiti í reykjavík Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.