Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011
fyrst & fremst
Nýsköpun er óumdeilanlega eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórn enda til að
ná árangri og komast fljótt upp
úr kreppunni. Þannig sögðu
84% stjórnenda að nýsköp
un væri mikilvæg eða mjög
mikilvæg í könnun sem unnin
var á vegum Boston Consulting
Group meðal 1.600 stjórnenda
í Evrópu í apríl 2010 og 61%
þeirra sagðist ætla að auka
fjárfestingu í nýsköpun, þrátt
fyrir kreppuna.
Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt
sig mikið fram um að þróa með
sér færni og auka árangur í
vöruþróun (framleiða prótótýp
ur, framleiðsluaðferðir) og
markaðssetningu, lagt í fjárfest
ingu til að bæta vinnuferla og
náð töluverðum árangri, eins og
fjölmörg dæmi sýna.
Minna hefur hins vegar farið
fyrir fjárfestingu í hugmynda
stiginu, eða því sem nefnt
hefur verið hinn óljósi framendi
nýsköpunar, en þar er einmitt
uppspretta nýsköpunar, hvort
sem um er að ræða vöruþróun,
endurbætur á þjónustu eða vinnu
ferlum eða lækkun kostnaðar.
Nýleg rannsókn sem unnin
var í tengslum við doktorsrit
gerð höfundar og varin var við
Háskóla Íslands í mars s.l. gaf
sterkar vísbendingar um að
þessi veikleiki væri algengur
hjá íslenskum fyrirtækjum.
Skýringa er meðal annars að
leita í því að þessi hluti nýsköp
unarferilsins er mun óáþreifan
legri en síðari stig hans og erfitt
að meta arðsemina.
Hvað íslensk fyrirtæki varðar,
þá er hugsanlegra skýringa
enn fremur að finna í menn
ing unni okkar, þar sem við
stól um töluvert mikið á „maður
á mann“ samskipti og óformleg
ar aðferðir við ákvarðanatöku.
Þrátt fyrir að slíkar aðferðir séu
almennt séð kvikar (dynamic)
og virðast við fyrstu sýn vera
tímasparandi, er ókosturinn við
þær að umfjöllunin er hvergi
skráð og ekki aðgengileg fyrir
aðra en þá sem tóku beinan
þátt í samskiptunum.
Ýmsar leiðir hafa verið notaðar
til að safna hugmyndum, svo
sem „físísk“ hugmyndabox
(gjarnan að japanskri fyrir
mynd), rafræn hugmyndabox,
rýni hópar og annað. Það er
þekkt að hugmyndir sem safn
að er frá fjöldanum eru líklegri
til að skila árangri en hugmynd
ir sem safnað er hjá þröngum
hópi útvalinna einstaklinga.
Helsta leiðin til að safna hug
myndum frá fjöldanum eru ofan
greind hugmyndabox, en þau
hafa hins vegar marga ókosti,
svo sem að vera ómarkviss
(ekki endilega þær hugmyndir
sem vantar), skortur á endurgjöf
og umræðum, auk þess sem
úrvinnslan getur verið flókin.
Önnur leið er að afla hugmynda
í lokuðum rýnihópi þar sem út
valinn hópur sérfræðinga kemur
saman til að afla hugmynda um
tiltekið viðfangsefni.
Einn af ókostunum við þá
aðferð eru svokallaðir hliðverðir
sem koma í veg fyrir að hug
myndir nái fram að ganga,
m.a. vegna þess að þær gætu
hugsanlega snert stöðu þeirra
og áhrif, eða þeir skynja þær
sem einhvers konar ógnun. Þá
er ekki sjálfgefið að þessi tiltekni
hópur búi yfir bestu hugmyndun
um. Að lokum er ekki víst að
hugmyndirnar sem bornar eru
upp í þröngum hópi fái næga
umfjöllun eða séu nægjanlega
auðveldar í framkvæmd.
Í lok síðustu aldar hófst þróun
svokallaðra hugmyndastjórnun
arkerfa, en þau komust ekki
af þróunarstigi fyrr en seinni
hluta síðasta áratugar. Nú eru
þessi kerfi komin á fjórða stig
þróunarinnar og búið að slípa af
þeim flesta vankanta.
Samkvæmt könnun Gartner
Group eru hugmyndastjórnunar
kerfi orðin raunhæfur kostur
og talið að þau fyrirtæki sem
ekki hafa tileinkað sér þau á
næstu 515 árum eigi á hættu
að verða undir í samkeppninni.
Með hugmyndastjórnunar
kerfum hafa stjórnendur áhrif á
það hvers konar hugmynda er
aflað (t.d. um lækkun kostnaðar,
tiltekna tegund þjónustu, endur
bætur á vöru, lausn á tilteknu
viðfangsefni eða annað), skapa
vettvang fyrir umræður sem
týnast ekki (eru skjalfestar í
gagnagrunn), opna möguleika
á markvissri endurgjöf, sem er
gríðarlega mikilvægt, og opna
leiðir til að kjósa um (velja)
bestu hugmyndirnar.
Með aukinni umræðu er þar
að auki líklegra að hugmyndir
fái meðbyr þegar að innleið
ingu kemur og flýti þannig
fyrir markaðssetningu. Þá er
einnig mikilvægt að hugmyndir
sem eru „á undan tímanum“
eða eru ekki endilega mjög
brýnar þegar þær eru bornar
fram gleymist ekki, heldur
séu varðveittar í gagnagrunni
og séu aðgengilegar ásamt
athugasemdum og umræðum
ef raunhæft þykir að innleiða
þær síðar. Innleiðing hug mynda
stjórn unar kerfa felur í sér nokkra
fjár festingu, en hún er óveruleg í
samanburði við aðrar fjárfestingar
og er talin ein arðbærasta leiðin
til að bæta hagkvæmni og auka
samkeppnis stöðu í dag.
Hugmyndastjórnun
er vannýtt leið til árangurs
Með hugmyndastjórnunarkerfum hafa stjórnendur m.a. áhrif á það hvers konar
hugmynda er aflað, t.d. um lækkun kostnaðar, tiltekna tegund þjónustu, endur-
bætur á vöru, lausn á tilteknu viðfangsefni eða annað.
TexTi: Gunnar Óskarsson
Gunnar Óskarsson, Ph.D.
Gunnar Óskarsson er doktor í nýsköpun og
nýtingu upplýsingatækni (og framkvæmdastjóri
Ávinnings)
Það er þekkt að hug
myndir sem safnað
er frá fjöldanum eru
líklegri til að skila
árangri en hugmynd
ir sem safnað er hjá
þröngum hópi útval
inna einstaklinga.
Hugmyndastjórnunarkerfi
Með hugmyndastjórnunar
kerfum hafa stjórnendur
áhrif á:
1) Hvers konar hugmynda er
aflað, t.d. um lækkun kostn
aðar, tiltekna tegund þjón
ustu, endurbætur á vöru,
lausn á tilteknu viðfangsefni
eða annað.
2) Umræður sem mega ekki
týnast og eru skjalfestar í
gagnagrunnum.
3) Markvissa endurgjöf.
4) Leiðir til að kjósa um og
velja bestu hugmyndirnar.