Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 53
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 53 texti: Hilmar karlson mynd: Geir Ólafsson bankakerfið var að lokast og samningar voru hættir að ganga sjálfkrafa fyrir sig. Þegar tölur frá þessum tíma eru skoðaðar sést að kaupsamningum fækk aði mjög hratt rétt fyrir áramótin 2008. Þá gripum við til ákveðinna ráðstafana og hagræddum með því að draga úr starfsmannafjölda og minnka fastan kostnað. Segja má að við höfum beðið af okkur árið 2008 þegar við fengum staðfestingu á því sem okkur hafði grunað. Við fylgdumst hins vegar gaumgæfilega með markaðnum og vorum tilbúnir þegar fór að rofa til. Blásið til sóknar Upp úr miðju ári 2009 töldu Óskar og Jason tækifæri til að blása til sóknar. „Það er nú þannig í kreppu, að skynsemin verður að ráða í rekstrinum og huga þarf vel að öllum útgjöldum og velja réttan tímapunkt til að fara af fullum krafti inn á markaðinn. Þetta gerðum við með því að fara aftur í blöðin og auglýsa af krafti á sama tíma og margir í okkar fagi höfðu misst allt úthald og rifuðu seglin. Staðreyndin er, að á mesta uppgangs tímanum voru alltof margir komnir í fagið, sumir höfðu enga eða litla reynslu og þekkingu til að starfa á þessum markaði og höfðu jafnvel ekki bakland til að styðja sig við, það fólk datt fyrst út þegar á móti blés. Fasteignasölum fækkaði mikið á þess­ um tímapunkti og við vorum vel í stakk búnir til að notfæra okkur þau sóknarfæri sem mynduðust og höfum ekki litið um öxl síðan.“ Þegar Miklaborg jók starfsemina var það ekki síst að þakka þeirri reynslu og metn­ aði sem starfsfólk Mikluborgar ræður yfir og því háa menntunarstigi sem er innan fyrir tækisins hversu vel tókst til. „Það skiptir miklu máli fyrir fólk í fasteignahugleiðingum að vita hvaða fasteignasölur eru í boði og gera sér grein fyrir hvernig fyrirtæki það vill hafa viðskipti við. Staðreyndin er sú að mun erfiðara er fyrir fólk að stíga niður fæti í fasteignakaupum en áður og þar kemur okkur til góða sú mikla þekking og reynsla sem við búum yfir. Við teljum að flestir séu búnir að fá nóg af því að halda að best sé að velja „litla frænda/frænku sem fasteigna­ sala“ og séu farnir að gera ríkari kröfur um val á fasteignasölu, enda hafa, því miður, margir brennt sig á fasteignaviðskiptum og þurfa ráðgjöf, sem byggð er á þekkingu og reynslu.“ Góð stígandi í rekstrinum Óskar og Jason líta björtum augum til fram ­ tíðarinnar. „Í fyrra gerðum við ráð fyrir að salan myndi aukast um 40­50% milli ára og okkur sýnist að sú spá muni standast og jafnvel rúmlega það, árið lítur vel út hjá okkur, en lítið má út af bregða og auðvitað spila ytri aðstæður mikið inn í. Það eru ótrúlega margar starfsstéttir sem treysta á fasteignamarkaðinn, s.s. verktakar, iðnaðar menn, hönnuðir, byggingarvöruversl­ anir, inn réttingafyrirtæki og svo mætti lengi telja og áhrifa markaðarins gætir í raun mun víðar en flestir gera sér grein fyrir og því er þjóðfélags lega hagkvæmt að koma hjólum fasteignamarkaðarins aftur í gang og aðstoða fyrstu kaupendur við að taka það skref að fjárfesta í fasteign fyrir sig og sína. Staðreyndin er sú að bankar hafa nánast ekkert lánað til fasteignakaupa sl. þrjú ár en ljóst er að breyting verður á því þar sem bankarnir munu koma inn á markaðinn með lánsfé til einstaklinga og fyrirtækja. Hvað okkur varðar er góð stígandi í rekstr in­ um og við stefnum á að auka úrval fast eigna og halda háu þjónustustigi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa inn á við í fyrirtækinu því ef við gerum það ekki hættum við að vaxa út á við. Þess vegna leggjum við áherslu á að á Mikluborg starfi öflug liðsheild og starfsandinn sé framúrskarandi en við höf um verið afar heppnir með starfsfólk frá upphafi. Hjá okkur er valinn maður í hverju rúmi og öllu máli skiptir að starfsfólk okkar sé tilbúið að ganga skrefinu lengra fyrir við ­ skiptavininn. Við viljum vera fyrirtæki sem fólk treystir fyrir stærstu viðskiptum sem það tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni og mynda þannig langtímaviðskiptasamband. Það staðfestir farsæl viðskipti.“ Óskar R. Harðarson. „Við stofnuðum fyrirtækið með það í huga að auka fagmennsku á markaðnum og viss­ um af reynslu okkar að það voru margir hlutir sem betur máttu fara.“ Jason Guðmundsson. „Í fyrra gerðum við ráð fyrir að salan hjá okkur myndi aukast um 40­50% milli ára og okkur sýnist að sú spá muni standast og jafnvel rúmlega það.“ „Við stofnuðum fyrir­ tækið með það í huga að auka fagmennsku á markaðnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.