Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 21 fyrst & frEmst Þ að gæti virst undarlegt að kunnur fræðimaður á sviði stjórn unar og sérstaklega mann auðsfræða hafi aðsetur á Íslandi, landi sem í það minnsta landfræðilega séð er einangrað og hugsan lega í fræðunum einnig. Landsmenn eru ekki beinlínis þekktir fyrir góða viðskiptahætti. En Vlad vísar þessu með einangrunina á bug. Í fyrsta lagi er viðskiptadeildin við Há skólann í Reykjavík – HR – alþjóðlega sam sett og í nánum tengslun við kennara og vísindamenn við aðra viðskiptaskóla. Sjálfur er Vlad tíður gestur á ráðstefnum í fræðunum; gistiprófessor við aðra háskóla og ritstjóri fræðitímarita auk þess að birta þar greinar sínar. Hann sinnir einnig ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi. „Háskólinn í Reykjavík er einfaldlega þekkt ur meðal viðskiptaskóla erlendis og það er engin ástæða til að óttast einangrun svo fremi að lögð sé rækt við þessi erlendu tengsl,“ segir Vlad. Og hann bendir á að t.d. Friðrik Már Baldursson prófessor sé þekktur maður á sínu sviði, kennaralið HR al þjóðlegt og persónuleg tengsl við virta háskólamenn. Að kunna sig í útlöndum Við notum fornafn í viðtalinu. Það er smá­ atriði, sem fellur undir hinn þvermenningar­ lega skilning. Ef til vill ekki svo smátt. Það er menningarbundið hvort ókunnugt fólk notar fornöfn án þess að hafa verið boðið það. Í þýskumælandi löndum eru titlar og eftir­ nöfn notuð, í Ameríku er ekkert að því að taka strax upp fornöfn í samtölum og á Ís landi að eins fornöfn. Ávarpi Íslendingur landa sinn með eftirnafni er það grín eða skens. Þetta með nöfn og titla er eitt af ótalmörg­ um smáatriðum, sem menn í alþjóðlegum viðskiptum verða að vita og virða. Annað er: Hvað þýðir það að loka augunum þegar maður hlustar? Meira um það síðar. Alþjóðlegur Rússi Vlad er Rússi frá Moskvu en fór þaðan 21 árs gamall ásamt Ritu konu sinni til Banda ­ ríkjanna þar sem hann lagði stund á MBA­ nám. Hann lauk síðar doktorsnámi í fjölmenn­ i ngarlegri stjórnun frá St. Gallen­háskólanum Sviss. En hann er kanadískur ríkisborgari og þegar börnin tvö tala um „heima“ er það í Toronto í Kanada. Vald segir að tilboðið sem hann fékk um að kenna við HR árið 2008 hafi verið spenn andi vegna þess orðs sem fór af skól anum. Hann tók því án þess að vita að efna hagslegar ham farir væru á næsta leiti. En það sem gerst hefur síðan er líka spenn andi og lærdómsríkt fyrir fræðimanninn dr. Vlad Vaiman. „Ég skuldaði ekkert og því hefur hrunið ekki beinlínis haft áhrif á fjölskylduna en þetta hefur verið lærdómsríkur tími,“ segir Vlad. Hann leggur og áherslu að á Íslandi býr fólk við öryggi og hér er gott fyir börn að alast upp. Og honum finnst Íslendingar afskaplega vingjarnlegt og hjálplegt fólk þótt samskiptahættir séu ekki alltaf fínpússaðir. Sagt til syndanna Vlad er núna forstöðumaður framhalds náms í viðskiptafræði við HR. Námskeið sem hann hefur staðið fyrir hafa vakið athygli bæði inn anlands og utan. Kennsla hans bein­ ist að tveimur sviðum: Annars vegar er mann auðsstjórnun og svo menningarlegur skiln ingur. Síðara atriðið fjallar um að virða menn­ ingu annarra þjóða og laga sig að henni í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki að kenna öðrum þjóðum nýja siði eins og Íslendingar hafa reynt og brennt sig á. Málið er að í Róm semja menn sig að siðum Rómverja. „Þetta fjallar bara um að vinna heimavinn­ 0una,“ segir Vlad, „kynna sér siði annarra þjóða og virða þessa siði þegar kemur að viðskiptunum.“ Vlad hefur hiklaust bent Íslendingum á að í útrásinni þóttust landsmenn oft vita betur en aðrir. Þeir þóttust snjallastir allra. Oft var litið á þetta sem hroka og mikilmennsku. Ein af orsökum hrunsins „Ég fullyrði að viðskiptavild Íslendinga eða „goodwill“ var minni erlendis en menn héldu einmitt vegna skorts á skilningi á menn ingu annarra,“ segir Vlad. „Það skorti á mýktina og virðinguna í samskiptum ís lenskra kaupsýslu­ manna við erlenda viðskiptavini. Það er ein af orsökum hrunsins þótt fleira komi til.“ Hann nefnir stundvísi sem lítið dæmi. Með al flestra þjóða er litið á óstundvísi sem áhugaleysi og jafnvel óvirðingu. „Á Íslandi er stundvísi ekki tekin alvarlega,“ segir Vlad. „Menn mæta fimm mínútum of seint og koma sér að verki stundarfjórðungi síðar. Í Austurríki, þar sem ég starfaði áður, er mætt á nákvæmlega réttum tíma – í Sviss fimm mínútum fyrir tímann. Núna mætir allt mitt starfsfólk á réttum tíma!“ Vlad hlær. Virðing fyrir menningu annarra er að mati Vlads mikilvægur þáttur í samskiptum kaupsýslumanna og hann hefur boðið upp á námskeið og vinnuhópa í viðskipta­ og samskiptamenningu. Eitt skemmtilegt menn­ ingardæmi er að ef Japani lokar augunum á fundi þýðir það ekki að hann sé að sofna vegna leiðinda, þvert á móti: Hann nýtur þess sem sagt er! Máttarviðir og mannauður Hitt meginsvið Vlads er mannauðsstjórnun. Það er sérgein hans. Hann er ritstjóri og með höfundur bókarinnar „Smart Talent Maga gemet“. Það er undirstöðurit í þessum fræðum. Vlad segir að einmitt á tímum samdráttar og niðurskurðar skipti mannauðurinn miklu; það að missa ekki hæfasta starfsfólkið frá fyrirtækjunum. Á samdráttartímum vill mannauðurinn rýrna, það reynir á innra skipulag fyrirtækja, samskiptin innan þeirra, máttarviðina og mannauðinn. Þess vegna býður HR nú í haust upp á sérstakt alþjóðlegt námskeið sem hefur fengið enska heitið „Organizational Be hav­ iour and Talent Management“ – eða Máttar­ viðir og mannauður. Þetta er nám á meist­ arastigi. Teknir verða 30 til 35 nemendur inn og umsóknarfrestur rennur út nú 5. júní. Vald segir að viðbrögð hafi verið mjög góð en kennarar verða bæði heimafólk hjá HR og erlendir sendikennarar. Ekki hefur áður verið boðið upp á sambærilegt nám á Íslandi. Að varðveita mannauðinn „Að mínu viti skiptir það meira máli nú en nokkru sinni fyrr að halda í mannauðinn, þekkinguna og hæfnina innan fyrirtækis,” segir Vlad. „Eða hvernig hyggjast fyrirtækin bregðast við þegar út úr kreppunni er komið og allir hæfustu starfsmennirnir eru farnir?“ Nær okkur í tíma á dagskrá HR er vinnu­ stofa í stjórnun dagana 16. og 17. maí. Þá er HR gestgjafi á 26. alþjóðaráðstefnunni um mannauðsstjórnun með fyrirlesara og leiðbeinendur frá mörgum háskólum. Vlad segist bjartsýnn á möguleika ís­ lenskra fyrirtækja í alþjóðlegum viðskiptum þrátt fyrir áföll. Mikilvæg reynsla hefur feng ist í kjölfar hrunsins þótt sú reynsla hafi verið dýrkeypt. „Það er mikilvægt að íslenskir kaupsýslu­ menn gefist ekki upp á alþjóðlegum við ­ skiptum þrátt fyrir áföll. Þeir eru reynslunni ríkari,“ segir Vlad. „Það er líka mikilvægt að leggja rækt við mannauðinn í fyrirtækj­ unum, halda í fólkið þótt svo virðist sem samkeppni um vinnuaflið sé minni en áður. Fyrirtækin verða að vera viðbúin vextinum þegar hann kemur.“ HR býður nú í haust upp á sérstakt alþjóðlegt námskeið sem hefur fengið enska heitið „Organizational Be­ hav iour and Talent Management“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.