Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 8
8 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011
fréttamyndin
Frjáls verslun áætlar að Íslendingar borði um fjögur
þúsund tonn af sælgæti á ári og þar af næstum átta
hundruð tonn sem bland í poka.
N
ammi, nammi, namm, sagði í textanum. Íslend
ingum þykir sælgæti gott. Frjáls verslun áætlar að
Ís lendingar borði samtals um fjögur þúsund tonn
af sælgæti á ári, en það merkir að hver og einn
borðar 12 til 13 kg af sælgæti á ári.
Ekki eru til nákvæmar tölur um sælgætisát Íslendinga. Hér er
reynt að nálgast það með samtölum við þá sem þekkja þennan
markað vel.
Það eru miklar breytingar á markaði sælgætis. Nammibarirnir
sækja í sig veðrið. Það heitir að fá sér bland í poka.
Frjáls verslun áætlar að fimmtungur sælgætissölunnar sé úr
nammibörum, bland í poka, eða átta hundruð tonn á ári. Hag
kaup selur mest, Bónus kemur þar á eftir; svo auðvitað Krónan,
Nettó, Nóatún, 1011 og bensínstöðvarnar.
Hagkaup í Skeifunni er vinsæll nammistaður. Þegar um mið
nætti á föstudagskvöldum má sjá ungt fólk á rúntinum koma þar
við og ná sér í gúmmilaði.
Við áætlum að Hagkaup og Bónus selji til samans í kringum átta
tonn af blandi í poka á viku, eða um fjögur hundruð tonn á ári.
Sælgætið er bæði framleitt hér á landi og innflutt. Þeir stærstu
á þessum markaði eru NóiSíríus, Freyja, Innnes, Kaaber, Danól,
Íslenskameríska og Góa. Helstu framleiðendur sælgætis hér á
landi flytja líka inn sælgæti.
Bland í poka á laugardögum, þegar helmingsafsláttur er af
namminu, er allt að því orðinn lífsstíll á Íslandi. Fullorðnir fara
með börnin og það er fyllt á pokana. Sumir fullorðnir eru sagðir
olnboga sig áfram við rekkana og stjaka við börnunum í harðri
baráttu um nammið.
Nammibarirnir eru meira en sælgætishillur, þeir eru staður
biðraða á laugardögum.
Laugardagar eru nammidagar á Íslandi.
TexTi: JÓn G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
Fjögur
þúsund tonn
aF sælgæti á ári
Bland í poka er vinsælt. Frjáls verslun áætlar að
um átta hundruð tonn af sælgæti seljist úr svo-
nefndum nammibörum á ári.