Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 95 R B rúm hlutu á dög­ unum alþjóðleg verðlaun á Inter ­ nati onal Qual­ ity Crown Awards í Lond on fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þau ár hvert. Birna Katrín Ragn­ ars dóttir er framkvæmdastjóri RB rúma. „Ég hef verið viðloðandi þetta fyrirtæki frá blautu barnsbeini, faðir minn, Ragnar Björnsson húsgagnabólstrari, stofnaði það árið 1943 og vann við það fram á síðasta dag. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ur fyrirtækið verið ofarlega í huga mínum. Ég var mjög oft í kringum föður minn og hafði mjög gaman af að stússast í öllu mögulegu sem viðkom fyrirtækinu og segi oft að ég hafi byrjað á kústinum og unnið mig upp í framkvæmdastjórastarfið! Starf mitt felst í því að halda utan um allan reksturinn, bæði varðandi hráefnisinnkaup og framleiðsluna. Þetta er mjög krefjandi, fjölbreytt og skemmti­ legt starf og reynir meðal annars á skipulagshæfileika og fleira. Hjá fyrirtækinu starfar mjög gott starfsfólk og ég segi alveg hik­ laust að við stæðum ekki svona vel í dag ef við hefðum ekki allt þetta góða fólk innan okkar banda. Markmið fyrirtækisins hef­ ur frá upphafi verið að framleiða vönduð rúm og springdýnur á góðu verði og höfum við reynt að uppfylla óskir viðskiptavina okkar eftir bestu getu. Í dag er um við með flestalla fylgihluti sem tilheyra rúmum; höfðagafla, rúmteppi, dýnuhlífar, lök og sængurverasett og margt fleira. Þessa dagana eru hótelin og gistiheimilin allsráðandi hjá okkur. Við munum fram á vorið framleiða yfir 500 hótelrúm, einnig eru fermingarrúmin stór partur hjá okkur á þessum árs­ tíma. Við lítum björtum aug um til framtíðar og ætlum okkur að halda áfram að bjóða góð og vönduð rúm og springdýnur á góðu verði.“ Birna Katrín er fædd og upp­ alin í Hafnarfirði, fór í Flensborg og síðan lá leiðin í Iðnskólann og útskrifaðist hún sem húsgagna­ bólstrari árið 1981. „Ég starfaði lengi vel með Junior Chamber, sem var mjög góður skóli fyrir mig, og sú reynsla sem ég fékk þar hefur komið sér vel. Varðandi frítíma þá er hann ekki mikill, en samvera með fjöl­ skyldu og vinum, elda og borða góðan mat gefur mér mikið og ekki skemmir gott rauðvín með. Varðandi frí þá segja vinir mínir að ég viti ekki hvað það er, og ég hef ekki tekið frí í tvö og hálft ár, en nú ætla ég að bæta fyrir það eftir þessa stóru törn sem er búin að vera hjá okkur og fara með alla fjölskylduna til systur minnar sem býr í Flórída.“ Birna Katrín Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri RB rúma „Ég hafði mjög gaman af að stússast í öllu mögulegu sem viðkom fyrirtækinu og segi oft að ég hafi byrjaði á kústinum og unnið mig upp í framkvæmdastjórastarfið!“ Nafn: Birna Katrín Ragnarsdóttir Fæðingarstaður: Hafnarfjörður, 15. ágúst 1961 Foreldrar: Ragnar Björnsson og Ólafía Helgadóttir Maki: Björn I. Hilmarsson Börn: Ragnar, 20 ára, og Daði, 15 ára Menntun: Húsgagnabólstrari Thor: Chris Hemsworth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.