Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 79
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 79 www.efla. is • Í S L A N D • D U B A I • F R A K K L A N D • N O R E G U R • P Ó L L A N D • R Ú S S L A N D • T Y R K L A N D Hönnunar- og framkvæmdaeftirlit við byggingu Hörpunnar var í umsjá EFLU. EFLA verkfræðistofa stillir saman strengi Hver salur í Hörpu er algjör­ lega sjálfstæð hljómeining, að sögn tónlistarstjórans. „Á milli tveggja alveg samliggjandi sala eru tvöfaldar dyr með algjörri hljóðeinangrun á milli. Þótt rokkband sé með tónleika í öðrum salnum og sólógítartón­ leikar í hinum á ekkert að heyr­ ast á milli. Sérstök hönnun gerir það einnig að verkum að ekkert mun heyrast í stórum flugvél­ um sem fljúga yfir húsið.“ Með gleðitár í augum Steinunn Birna segir það skilj­ anlegt að gleðitár hafi sést í augum margra hljóðfæraleik­ aranna úr Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar þeir komu til að skoða framtíðarhúsakynni sín. „Að spila í Háskólabíói er einna líkast því að reyna að syngja með bundið fyrir munninn. Við teljum okkur vera liðtæka menn­ ingarþjóð en helstu menningar­ stofnanir okkar hafa þurft að spila og syngja í bíóhúsum með mjög misjöfnum hljómburði. Það er mörgum óskiljanlegt að þær skuli ekki hafa gefist upp fyrir löngu. En kannski hefur þetta verið ákveðin herðing og Sinfóníuhljóm sveitin hugsan­ lega orðið betri fyrir vikið. Við vitum að góður hljóðfæraleik­ ari getur spilað vel á slæmt hljóðfæri ef hann hefur í sér neistann og það hefur Sinfóníu­ hljómsveitin svo sann arlega.“ Íslenska óperan, sem hefur haft aðsetur í Gamla bíói, mun einnig flytja í Hörpu þótt húsið hafi ekki verið hannað með óperuflutning í huga. „Nútíma­ tækni býður upp á möguleika til að gera hlutina þannig að vel fari þótt Harpa búi ekki að öllu leyti yfir kjöraðstæðum til óperuflutnings. Það er okk­ ar verkefni að leysa og það munum við líka gera,“ segir Steinunn Birna. Bókaðir hafa verið á þriðja hundrað tónlistarviðburðir í Hörpu út þetta ár og á annað hundrað ráðstefnur og aðrir viðburðir. „Það er búið að bóka ráðstefnur fram á árið 2015 og tónlistarviðburði langt fram á næsta ár þannig að við höfum ástæðu til að vera bjartsýn.“ Steinunn Birna segir að þótt eðlilegt sé að svona stórfram­ kvæmdir eins og bygging tónlistar­ og ráðstefnuhúss­ ins séu umdeildar megi ekki gleyma tækifærunum. „Það er gott að umræðan sé virk en það er ekki bara hægt að tala um kostnað. Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir þjóðina í svo mörgum skilningi. Það er ekki bara fjárhagslegi ávinning ur­ inn sem verður strax til með starfseminni sem þarna verður og þeim mikla áhuga sem fólk hefur á húsinu, heldur líka menningarverðmætin sem eru ómetanleg til fjár.“ Aukin ferðamennska Hún bendir á að hjá öðrum þjóðum sem reist hafi svona hús hafi ferðamennskan aukist í heildina og sérstaklega mikið að vetri til þar sem um menn­ ingartengda ferðaþjónustu sé að ræða. „Fólk er hrætt um að við tökum frá því alla viðburði og ráðstefnur en það má ekki gleyma því að við erum að stækka kökuna til muna og það verður öllum til hagsbóta. Við vitum að hluti af þeim alþjóð­ legu ráðstefnum, sem búnar eru að bóka sig hjá okkur, myndi annars ekki koma til landsins. Það hafa ýmsir aðilar þá vinn­ u reglu að ráðstefna á þeirra vegum verði að vera í þar til gerðum ráðstefnuhúsum. Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Auðvitað skilur maður ótta fólks við að Harpa taki starf­ semi frá öðrum en það verða áfram tónleikar og ráðstefnur annars staðar og það sama gild­ ir um veitingastaði og veislur. Eftirspurnin mun aukast, bæði innanlands og að utan, og allir njóta góðs af.“ „Að spila í Háskóla­ bíói er einna líkast því að reyna að syngja með bundið fyrir munninn. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.