Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 42

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 42
42 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Verknám: Tækniskólinn með forystu T ækniskólinn er fremstur þeirra skóla á Íslandi sem bjóða upp á verknám. Skólinn fær hæstu mögulegu útkomu í öllum þeim flokkum þar sem um­ ræddir skólar voru bornir saman og er því með fullt hús stiga. Iðnskólinn í Hafnarfirði og Fjöl­ brautaskóli Suðurnesja urðu jafnir í 2.­3. sæti. Listinn yfir bestu verknámsskólana bygg ist á samanlögðum árangri skólanna í forritunar­ keppni, HR­áskoruninni og þeim þremur greinum á Íslandsmóti iðngreina 2010 sem flestir skólar hafa námsbrautir í. Þessar grein­ ar eru rafvirkjun, húsasmíði og málmsuða. Keppt var í fjölda annarra greina á Íslands­ mótinu, en margar þeirra (t.d. pípulagnir) eru eingöngu kenndar við einn eða örfáa skóla og því ekki hafðar með í samantektinni. Eina fagið sem vafi lék á hvort taka ætti með var hársnyrtiiðn en hún er kennd í um helmingi skólanna. Tækniskólinn og Iðnskól­ inn í Hafnarfirði stóðu sig best í hársnyrtiiðn á seinasta Íslandsmóti svo ef sú grein væri tekin með myndi Iðnskólinn í Hafnarfirði lenda einn í öðru sæti listans og Fjölbrauta­ skóli Suðurnesja þá einn í því þriðja. Íslandsmót iðngreina er haldið annað hvert ár og fer næst fram árið 2012. Vinsældir og félagslíf: Verzlunarskólinn skorar hæst U ndir flokkinn „Vinsældir og fél ags ­ líf“ falla þeir þættir í mati skól anna sem ekki tengjast árangri nem­ enda í námstengd um greinum, þar með eru taldar árlegar skólakeppnir á borð við Gettu betur, MORFÍS og Söng­ keppni framhaldsskólanna. Einnig var tekið tillit til Íþróttavakningar, lýðheilsuverkefnis sem haldið var á árunum 2009­2010, en sú keppni var ekki endurtekin í ár. Þá var einnig tekið tillit til aðsóknar 10. bekkinga í skólana. Félagslíf er þáttur sem erfitt er að meta milli skólanna. Allur tölulegur samanburður, eins og aðsókn á dansleiki eða fjöldi seldra miða á leiksýningar, er fámennum skólum og skólum í dreifðari byggðum mjög í óhag. Að einhverju leyti á það við um flesta þætti samantektarinnar en kostnaður skóla og nemenda við þátttöku í þeim keppnum þar sem viðveru á staðnum er krafist er eðli málsins samkvæmt meiri ef skólinn er stað­ settur langt frá öðrum skólum. Hafi þessi aðstöðumunur áhrif á þátttöku nemenda í skólum af landsbyggðinni í hvers kyns fram­ haldsskólakeppnum er það áhyggjuefni út af fyrir sig. Verzlunarskóli Íslands skoraði samanlagt hæst í flokknum „Vinsældir og félagslíf“, og nokkuð var í næstu skóla. Nemendur Verzlunarskólans virðast því standa sig vel í þeim keppnum þar sem þeir keppa undir merkjum skólans við nemendur annarra skóla. Skólinn er þannig með bestan árangur síðustu þriggja ára í MORFÍS og söngkeppninni og er einnig ofarlega í öðrum keppnum þessa flokks. Í öðru sæti er Kvennaskólinn í Reykjavík sem var vinsælasti skólinn meðal nýnema síðasta árs auk þess sem nemendur hans sigruðu í Íþróttavakningunni 2010. Í þriðja sæti listans er síðan Menntaskólinn í Reykja­ vík sem byggir árangur sinn hér fyrst og fremst á góðu gengi í Gettu betur.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.