Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
v E R S L u N
Fréttin um að Arion banki ætli að skrá Haga í Kauphöllina á næstu mánuðum og gefa Jóhannesi Jónssyni, stjórnarfor-manni Haga, og núverandi stjórnendum
forkaupsrétt að 15% hlutafé hefur verið eitt af
hinum stóru málum þessa árs.
En fengi bankinn ekki meira fyrir félagið með
því að brjóta það upp og selja í minni einingum?
Væru fleiri kaupendur? Væri ekki auðveldara
fyrir fjárfesta að kaupa minni einingar og ódýr-
ari? Yrði ekki meiri samkeppni á matvörumark-
aðnum?
Í viðskiptalífinu velta sumir því fyrir sér hvort
Arion banki fengi 10 milljörðum meira fyrir
Haga með því að skipta félaginu upp og selja
Aðföng, Bónus, Hagkaup, 10-11 og fataversl-
anirnar einar og sér.
Flestir spá því að Hagar verði skráðir á um 15
milljarða í Kauphöllinni þegar þar að kemur. En
væri hægt að fá um 20 til 25 milljarða með því
að brjóta félagið upp?
Að því gefnu að hagnaður Haga verði um 700
milljónir króna á ári eftir skatta og V/H hlutfall
sé 20, þá liggur verðmatið á Högum í kringum
14 til 15 milljarða. Skuldir Haga eru ríflega 12
milljarðar króna.
Hagar eru nefndir sem dæmi um hagkvæmni
stórreksturs. Fyrirtækið rekur sterka heildsölu,
dreifingarmiðstöðina Aðföng, og dreifir ein-
göngu til Bónuss, Hagkaupa og 10-11. En
hvers vegna ekki að selja Aðföng sem sérstakt
fyrirtæki og gefa nýjum eigendum færi á að
fjölga viðskiptavinum; selja til fleiri verslana en
Haga-verslana?
Velta Haga var 61 milljarður árið 2008.
Bónus er stærsta einingin innan Haga. Á mark-
aðnum er spurt hvort hægt væri að fá 10 millj-
arða fyrir Bónus, 5 milljarða fyrir Aðföng, 5
milljarða fyrir Hagkaup og 5 milljarða fyrir
10-11 og sérverslanirnar. Samtals 25 milljarða?
Hugmynd til að velta fyrir sér.
Stærsti matvörurisi í heimi, Wal-Mart, seldi
heildsölu sína, Mclane, árið 2003 til Warrens
Buffett. Enn er Wal-Mart með eigin vöruhús og
flutningabíla. Það skiptir við fleiri birgja en áður
– en þó mest áfram við Mclane.
Á matvörumarkaðnum hér heima hefur það
verið talin grunnforsenda að hafa Aðföng sem
þungamiðju í innkaupum Haga. Þar kæmi hag-
kvæmnin – og hótunin til annarra birgja um að
lækka verðið, ella myndu Aðföng flytja vöruna
inn.
En að því gefnu að Hagkaup, Bónus og 10-11
keppi af hörku innbyrðis, eins og haldið er fram,
þá hljóta þau að berjast fyrir hagstæðasta verðinu
hjá Aðföngum. Myndu þeir ekki gera það áfram
þótt Aðföng væru í eigu einhverra annarra?
Þetta er auðvitað flókið dæmi og útkoman
ekki sjálfgefin. Arion banki tók það sérstaklega
fram þegar sagt var frá fyrirhugaðri skráningu
Haga í Kauphöllina að bankinn fengi mest fyrir
fyrirtækið með því að hafa núverandi stjórn-
endur þess við stjórnvölinn. Þannig yrði félagið
eftirsóknarverðast og mest fengist fyrir það á
markaði.
En er það svo? Hvers vegna ekki að skoða
hugmyndina betur með að brjóta upp Haga og
hvort þannig fáist meira fyrir fyrtækið?
Málefni Haga og
fyrirhuguð skráning
félagsins í Kauphöllina
hefur verið eitt af
hinum stóru málum
þessa árs. En fengi
bankinn meira fyrir
félagið með því að
brjóta það upp og selja
í minni einingum?
BoRgaR SIg
að BRjóTa
upp Haga?
TExTI: jón G. Hauksson • MYNDIR: Geir ólafsson