Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 v E R S L u N Fréttin um að Arion banki ætli að skrá Haga í Kauphöllina á næstu mánuðum og gefa Jóhannesi Jónssyni, stjórnarfor-manni Haga, og núverandi stjórnendum forkaupsrétt að 15% hlutafé hefur verið eitt af hinum stóru málum þessa árs. En fengi bankinn ekki meira fyrir félagið með því að brjóta það upp og selja í minni einingum? Væru fleiri kaupendur? Væri ekki auðveldara fyrir fjárfesta að kaupa minni einingar og ódýr- ari? Yrði ekki meiri samkeppni á matvörumark- aðnum? Í viðskiptalífinu velta sumir því fyrir sér hvort Arion banki fengi 10 milljörðum meira fyrir Haga með því að skipta félaginu upp og selja Aðföng, Bónus, Hagkaup, 10-11 og fataversl- anirnar einar og sér. Flestir spá því að Hagar verði skráðir á um 15 milljarða í Kauphöllinni þegar þar að kemur. En væri hægt að fá um 20 til 25 milljarða með því að brjóta félagið upp? Að því gefnu að hagnaður Haga verði um 700 milljónir króna á ári eftir skatta og V/H hlutfall sé 20, þá liggur verðmatið á Högum í kringum 14 til 15 milljarða. Skuldir Haga eru ríflega 12 milljarðar króna. Hagar eru nefndir sem dæmi um hagkvæmni stórreksturs. Fyrirtækið rekur sterka heildsölu, dreifingarmiðstöðina Aðföng, og dreifir ein- göngu til Bónuss, Hagkaupa og 10-11. En hvers vegna ekki að selja Aðföng sem sérstakt fyrirtæki og gefa nýjum eigendum færi á að fjölga viðskiptavinum; selja til fleiri verslana en Haga-verslana? Velta Haga var 61 milljarður árið 2008. Bónus er stærsta einingin innan Haga. Á mark- aðnum er spurt hvort hægt væri að fá 10 millj- arða fyrir Bónus, 5 milljarða fyrir Aðföng, 5 milljarða fyrir Hagkaup og 5 milljarða fyrir 10-11 og sérverslanirnar. Samtals 25 milljarða? Hugmynd til að velta fyrir sér. Stærsti matvörurisi í heimi, Wal-Mart, seldi heildsölu sína, Mclane, árið 2003 til Warrens Buffett. Enn er Wal-Mart með eigin vöruhús og flutningabíla. Það skiptir við fleiri birgja en áður – en þó mest áfram við Mclane. Á matvörumarkaðnum hér heima hefur það verið talin grunnforsenda að hafa Aðföng sem þungamiðju í innkaupum Haga. Þar kæmi hag- kvæmnin – og hótunin til annarra birgja um að lækka verðið, ella myndu Aðföng flytja vöruna inn. En að því gefnu að Hagkaup, Bónus og 10-11 keppi af hörku innbyrðis, eins og haldið er fram, þá hljóta þau að berjast fyrir hagstæðasta verðinu hjá Aðföngum. Myndu þeir ekki gera það áfram þótt Aðföng væru í eigu einhverra annarra? Þetta er auðvitað flókið dæmi og útkoman ekki sjálfgefin. Arion banki tók það sérstaklega fram þegar sagt var frá fyrirhugaðri skráningu Haga í Kauphöllina að bankinn fengi mest fyrir fyrirtækið með því að hafa núverandi stjórn- endur þess við stjórnvölinn. Þannig yrði félagið eftirsóknarverðast og mest fengist fyrir það á markaði. En er það svo? Hvers vegna ekki að skoða hugmyndina betur með að brjóta upp Haga og hvort þannig fáist meira fyrir fyrtækið? Málefni Haga og fyrirhuguð skráning félagsins í Kauphöllina hefur verið eitt af hinum stóru málum þessa árs. En fengi bankinn meira fyrir félagið með því að brjóta það upp og selja í minni einingum? BoRgaR SIg að BRjóTa upp Haga? TExTI: jón G. Hauksson • MYNDIR: Geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.