Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 101
leikur Tóka munk, Eileen Atkins leikur Eleanor,
móður Ríkharðs ljónshjarta, en þess má geta að
búið var að ráða Vanessu Redgrave í hlutverkið
en hún hætti við þegar dóttir hennar Natasha
Richardson lést af slysförum í fyrra. Þá má geta
þess að sænski stórleikarinn Max Von Sydow
leikur föður Marian.
Hrói höttur í 100 ár
Fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsseríur hafa
verið gerðar um ævintýri Hróa Hattar. Elsta
útgáfan er stutt þögul kvikmynd frá 1908.
Fyrsta Hollywoodstjarnan sem leikur Hróa er
Douglas Fairbanks í Robin Hood (1922). Errol
Flynn var næstur í The Adventures of Robin Hood
(1938). Sean Connery lék Hróa í Robin and
Marian (1976) og Kevin Costner í Robin Hood:
Prince of Thieves (1991). Margir minna þekktir
leikarar hafa leikið útlagann í gegnum tíðina
með misjöfnum árangri. Undanfarin ár hefur
sjónvarpið verið vettvangur fyrir Hróa hött og
er skemmst að minnast bresku seríunnar Robin
Hood sem hefur lifað góðu lífi frá árinu 2006 og
meðal annars verið sýnd í sjónvarpi hér á landi.
Ridley Scott er ekki hrifin af gömlu mynd-
unum um Hróa hött. „Satt best að segja er
besta kvikmyndin um Hróa hött Robin Hood:
Men in Tights þar sem Mel Brooks gerði grín
að þjóðsögunni.“ Í þeirri mynd, sem gerð var
1993, þótti Mel Brooks takast vel upp í háðinu
þar sem sykursætur Hrói höttur var leikinn af
Cary Elwes.
Eftir að handritinu, þar sem fógetinn af Nott-
ingham var aðalpersónan, hafði verið hent fékk
Ridley Scott Brian Helgeland til að skrifa nýtt
handrit. Sá skrifaði meðal annars handritið að
LA Confidential (1997) sem gerði Russel Crowe
að stjörnu í Hollywood. Helgeland fékk ósk-
arinn fyrir það handrit og var tilnefndur fyrir
handritið að Mystic River (2003). Mjög gott sýn-
ishorn úr Hróa hetti hefur gert það að verkum að
margir spá því að myndin verði ein vinsælasta
kvikmynd sumarsins.
Ridley Scott er alltaf með mörg járn í eld-
inum og er jafnvirkur sem framleiðandi og leik-
stjóri. Meðal þess sem er í farvatninu hjá honum
er að leikstýra nýrri Alien kvikmynd, en hann
leikstýrði þeirri fyrstu. Ef af verður mun sagan
gerast áður en atburðirnir í Alien (1979) áttu sér
stað.
kvikmyndafrÉttir
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 101
Þar sem peningar
aldrei sofa
Wall Street, sem oliver stone leikstýrði
árið 1987, hefur verið mörgum umhugs-
unarefni, ekki síst þegar fór að halla
undan í fjármálaheiminum. aðalpersónan,
Gordon Gekko, fjárfestingarisi á Wall
street, þykir eiga margar eftirlíkingar í
raunveruleikanum og hin fleygu orð hans
„Græðgi er af hinu góða“ þykja hafa verið
einkunnarorð alltof margra sem starfa á
fjármálamörkuðum. í áranna rás hefur af
og til komið upp umræða um framhald,
en það var ekki fyrr en fóru að koma
brestir í fjármálaheiminn að oliver stone
sá möguleika á framhaldi og verður Wall
Street: Money Never Sleeps frumsýnd í
lok apríl. michael douglas snýr aftur í
hlutverki Gordons Gekko, sem nú er rúinn
öllu trausti, nýsloppinn úr fangelsi og
leitar að nýjum tækifærum. Helsti mót-
leikari hans er shia labeouf, sem leikur
ungan fjárfestingamann sem fær Gekko
til samstarfs. breska nýstirnið Carey
mulligan leikur dóttur Gekkos og Charlie
sheen snýr aftur í hlutverki bud fox, en
nú er aðeins um lítið hlutverk að ræða.
Chloe
Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir einum
fremsta leikstjóra kanada, atom Egoyan.
Hefur hann haldið sig á heimaslóðum
að mestu og er það helst Ararat (2002)
sem hefur haldið nafni hans á lofti síð-
asta áratuginn. nú er hann aftur á móti
kominn með kvikmynd sem verður dreift
víða. nefnist hún Chloe og er endurgerð
franskrar sakamálamyndar, Nathalie,
sem anne fontaine (Coco avant Chanel)
leikstýrði. í Chloe leikur julianne moore
eiginkonu sem fær unga gleðikonu,
Chloe, til að draga eiginmann sinn á tálar
þar sem hún er viss um að hann stundi
framhjáhald. amanda seyfried, sem gerði
garðinn frægan í Mama Mia, leikur Chloe
og liam neeson leikur eiginmanninn.
Um tíma í fyrra þurfti að stöðva tökur
á myndinni eftir að eiginkona neesons,
leikkonan natasha richardson, lést eftir
skíðaslys.
Julianne Moore í hlutverki eiginkonu sem
grunar eiginmanninn um framhjáhald.
Graslauf
í Leaves of Grass leikur Edward norton
tvíbura. annar er virðulegur háskóla-
prófessor en hinn ræktar hass og býr á
heimaslóðum þeirra í oklahoma.
Prófessorinn fréttir að bróðir hans hafi
verið myrtur og flýtir sér heim. kemur í
ljós að bróðir hans er á lífi en flæktur í
snöru eiturlyfjabaróns og þarfnast hjálpar
bróður síns. Leaves of Grass er bæði
gaman og alvara og hefur Edward norton
lengi barist fyrir því að myndin yrði gerð.
mótleikarar hans eru keri russell, susan
sarandon og richard dreyfus. leikstjóri
er tim blake nelson, betur þekktur leikari
en leikstýrði á sínum tíma O, sem var
ágætlega heppnuð nútímaútfærsla á
othello.
Michael Douglas í
hlutverki Gordons
Gekko í Wall
Street ásamt Shia
LaBeouf.