Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Eitt helsta markmið Fjárstoðar er að ná fram virðisauka fyrir við- skiptavini sína, með því að aðstoða þá við að ná fram sem hag- kvæmustu og um leið skynsamlegustu leiðinni við útvistun verkferla, að sögn Borghildar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra: „Útvistun lækkar bæði beinan og óbeinan kostnað stoðdeilda og eykur gæði þjónustu og sveigjanleiki þjónustuþátta til samræmis við þarfir hvers viðskiptavinar.“ Víðtæk þekking og reynsla starfsmanna „Beinn kostnaður er sá kostnaður sem tilheyrir starfsmanninum beint en óbeinn kostnaður er t.d. tengdur yfirstjórn, tækjabúnaði, orlofi, veikindum, ráðningum eða húsnæði. Algengt er að fyrirtæki vanmeti óbeinan kostnað. Oft á tíðum er einnig um að ræða ofmat á nýtingu starfsmanna og því hvort afköstin samræmist því sem best gerist. Mikilvægt er að bera ekki saman epli og appelsínur þegar þessir þættir eru skoðaðir. Fjárstoð hefur yfir að ráða starfsfólki með víðtæka þekkingu og mikla reynslu. Verkferlar eru vel skipulagðir og framfylgt með virku gæðaeftirliti. Verkferlar eru í stöðugu endurmati og þróun til að tryggja sem mest gæði á hverjum tíma. Regluleg yfirferð Fjárstoðar og viðskiptavinar á umfangi þjónustunnar, breytileika þjónustuþátta og þóknunar, er einnig ætluð til að endurmeta og uppfæra þær skilgreiningar á verkefnum sem í gildi eru. Þannig er tryggt að Fjárstoð geti fullnægt síbreytilegum kröfum við- skiptavina varðandi þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni.“ Í hverju felst útvistun? „Business Process Outsourcing (BPO) er tegund útvistunar þar sem samið er við þjónustuaðila um vinnslu og ábyrgð á fyrirfram skil- greindum verkferlum. Fjárstoð sérhæfir sig í verkferlum fyrir fjár- málasvið. Kjarnastarfsemi fyrirtækja er aldrei útvistuð en stoðdeildir eins og fjármálasvið, tölvudeildir og mötuneyti eru kjörin svið til að útvista. Stjórnendur geta spurt sig: myndu önnur fyrirtæki ráða okkur til að sjá um viðkomandi starfsþátt og koma framtíðarstjórnendur fyrirtækisins úr þessari deild? Ef svörin eru nei, þá er um stoðdeild að ræða. Jack Welch sagði um útvistun: „Ekki eiga mötuneytið; láttu matreiðslumeistarana um að elda. Ekki reka prentstofu; láttu prent- smiðjurnar um að prenta. Þetta snýst um að skilja hvar raunverulegu verðmætin verða til í fyrirtækinu og að flykkja besta fólkinu og fjár- magninu þar að baki. Bakherbergin ná aldrei að draga fram þína bestu hlið. Breyttu þínu bakherbergi í anddyri einhvers annars. Þetta er það sem útvistun snýst um.“ “ (Jack Welch: Straight from the gut. Warner Books 2001) Fjárstoð ehf. Sérhæfing í verkferlum fyrir fjármálasvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.