Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 57
S t J ó r n u n
Það að fyrirtæki snúi sér að viðfangsefnum Rekstrarstjórnunar
er rökrétt framhald undanfarinna missera þar sem íslenskir stjórn-
endur hafa þurft að glíma við risavaxin verkefni á sviði fjármála-
stjórnunar með himinháum vöxtum og skertum aðgangi að lánsfé.
Síðustu árin hefur verið umframspurn eftir
starfsfólki sem hefur leitt til mikils kostnaðar
við þjálfun nýrra starfsmanna. Stjórnendur
hafa glímt við tortryggni erlendra samstarfs-
aðila sem margir hafa krafist staðgreiðslu. Á
sama tíma hafa íslenskir stjórnendur þurft
að búa við miklar gengissveiflur með hárri
verðbólgu og nú síðast gjaldeyrishöftum og
aukinni skattheimtu.
Þrátt fyrir þennan erfiða skóla undanfar-
inna ára hafa íslenskir stjórnendur víða náð
góðum árangri. Kreppan og óhagstæð skilyrði hafa gert þá hæfari
til að laga sig fljótt að nýjum aðstæðum. Flestir hafa innleitt bestu
upplýsingatækni sem völ er á, tekið á vandamálum sem setið hafa á
hakanum í góðærinu og eflt starfsþjálfun og fræðslu, sem og mark-
aðsstarf og vöruþróun í sínum fyrirtækjum.
aukin markaðSHlutdeild eða lÆkkun á koStnaði
Víða um heim eru stjórnendur fyrirtækja að átta sig á því að með
áherslu á hagræðingu í rekstri með aðferðum rekstrarstjórnunar má
ná mun skjótari árangri en til dæmis með markaðssókn þar sem
markmiðið er að auka markaðshlutdeild.
Algengt er að fyrirtæki haldi eftir um 5%
af veltu í hagnaði. Þetta þýðir sem dæmi að
1000 milljóna króna veltuaukning skilar sama
árangri og um 150 milljón króna minnkun
vörubirgða, eða lækkun annars kostnaðar um
50 milljónir króna. Oft er mun auðveldara að
lækka kostnaðinn um 50 milljónir en auka
veltuna um 1000 milljónir.
Fjöldi kannana meðal stjórnenda hefur
sýnt fram á mikilvægi vörustjórnunar
mikil FJárBinding – lÍtil arðSemi
Vörustjórnun er mikilvægur þáttur í rekstrarstjórnun sem tengist
fjármálastjórnun, meðal annars í gegnum fjárbindingu í birgðum.
Fjárþörf fyrir vörubirgðir með hluta af lausafé er hægt að stýra
með skilvirkri vörustjórnun. Innkaupastjórar þurfa að tileinka
Höfundar greinarinnar. Kristján M. Ólafsson er hagverkfræðingur, rekstrarráðgjafi hjá Netspori ehf. og stundakennari við HR og Thomas
Möller er hagverkfræðingur og MBA, framkvæmdastjóri Rýmis ehf. og stundakennari við Viðskiptadeild HR. Thomas starfar einnig sem
ráðgjafi í rekstrarstjórnun hjá Netspori ehf..
Fjöldi íslenskra fyrirtækja
leggur áherslu á
rekstrarstjórnun og hefur
með því náð góðum
árangri, m.a. má nefna
marel, össur og álverin.