Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
Fasteignafélagið Reitir býr að sterkum hópi
viðskiptavina og vönduðu eignasafni. Það
samanstendur af 130 fasteignum, eða yfir
400 þúsund fermetrum, sem eru einkum
verslunar- og skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í
Reykjavík.
skrifstofugarðar á Höfðabakkasvæðinu
Að sögn Viðars Þorkelssonar, forstjóra
Reita, er fyrirtækið stærsta þjónustufyr-
irtæki landsins á sviði fasteignareksturs:
„Á meðal eigna félagsins eru Kringlan,
Hilton Reykjavík Nordica, Kauphallarhúsið
og Holtagarðar. Við erum með 25.000
fermetra á Höfðabakkasvæðinu; en það eru
Bogabyggingin og lágbyggingarnar á bak
við, þar sem t.d. Háskólinn í Reykjavík og
Marel voru áður til húsa. Reitir hafa gert
samning við verkfræðistofuna Eflu um að
hún taki 4000 fm til ráðstöfunar sem er
góð kjölfesta fyrir svæðið. Nýlega flutti
svo Styrkur, sem er ein stærsta sjúkraþjálf-
unarstöð landsins, starfsemi sína að Höfða-
bakka.“
Samningurinn við Eflu gerir okkur
kleift að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á
fyrrgreindu svæði og auka gæði þess fyrir
viðskiptavini. Í félagi við Eflu munum
við vinna að endurnýjun húsnæðis þeirra
og setja í það verkefni töluvert fjármagn.
Unnið er eftir vistvænum, eða grænum,
gildum sem vaxandi áhugi er fyrir að
fylgja.“
mikilvægt að líða vel í umhverfi sínu
„Í dag er umhverfið á Höfðabakka fremur
hrátt en við munum taka það í gegn í
ákveðnum áföngum og gera svæðið aðlað-
andi með gróðri og slíku. Mikilvægt er að
fólk sé ánægt og líði vel í umhverfi sínu.
Staðsetning húsnæðisins er mjög góð, það er
heilmikil þjónusta í kring og auðvelt að fara
út í helstu umferðaræðar.“
Horfum björtum augum fram á veginn
„Reitir hafa farið í gegnum mikla breyting-
artíma, eins og önnur félög á Íslandi, og við
erum núna komin vel á veg í rekstri. Miðað
við aðstæður í þjóðfélaginu þá hefur rekst-
urinn í raun gengið vonum framar. Við
horfum björtum augum fram á veginn.“
Nýir skrifstofugarðar taka
á sig mynd á Höfðabakka