Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 25
fylgið hefur hrunið af stjórninni, samkvæmt nýjum könn-unum, og hún nýtur stuðnings minnihluta þjóðarinnar. Svo er að sjá sem fólk trúi því ekki að þessi stjórn geti leitt þjóðina
út úr vandræðunum og byggt upp atvinnulífið og endurreist kerfið á
sanngjarnan og gegnsæjan hátt. Atvinnulífið finnur sig í fjötrum hárra
vaxta. Trú og bjartsýni stjórnarinnar er horfin. Það vantar neistann.
Almenningur er orðinn þreyttur á stöðugum hryllings-sviðsmyndum
stjórnarinnar vegna Icesave og að hann sé svarti sauðurinn vegna þess
að hann vill ekki borga það sem hann á ekki að borga.
Klaufagangur stjórnarinnar vegna bankanna hefur líklegast valdið
mestri reiði, ekki síst afskriftir hjá þekktum auðmönnum og þeim
einstaklingum sem fóru óvarlega í lántökum í góðærinu. Jóhanna,
Steingrímur og Gylfi skýla sér á bak við Bankasýsluna og telja sig ekki
geta haft bein áhrif og sett bönkunum skýrar verklagsreglur. Austur-
völlur bað um gegnsæi en það hefur ekki skilað sér inn í bankana og
vinnubrögð stjórnarinnar.
Ýmislegt fleira veldur reiði og fylgishruni. Icesave vegur þar þungt
og það hvernig stjórnin hefur talað máli Breta og Hollendinga og
viljað taka á sig allan skuldabaggann í því máli þegar skuldir ríkisins
eru þegar í hámarki og fjárlagahallinn virðist óviðráðanlegur.
Það er margt fleira sem kemur til. ESB-klofningurinn. Lítil
útlán bankanna. Aukið atvinnuleysi. Órói á vinnumarkaði. Andúð
ráðherra við stóriðju. Skuldir ríkisins. Skattahækkanir á einstaklinga
í dýpstu kreppu landsins. Valdahroki ráðherra. Niðurfelling bílalána.
Verðtrygging. Háir stýrivextir Seðlabankans. Háir útlánavextir og
áframhaldandi himinhár fjármagnskostnaður. Stóraukin ríkisvæðing.
Krumla bankanna. Skattahækkanir frekar en niðurskurður á fjár-
lögum.
Endalausar umræður eru um lausn á skuldavanda heimila en
fólk upplifir ekki neinar lausnir og skjaldborgin fræga er orðin að
tjaldborg. Stjórnin geldur fyrir framkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Icesave. Fólksflótti er til útlanda en lítið gert úr þeim atgervisflótta.
Umræða um að taka upp bónusa aftur í bönkum og skilanefndum
er eins og olía á eldinn.
Í nýlegum umræðum í Silfri Egils komst einn stuðningsmaður
stjórnarinnar, Halla Gunnarsdóttir blaðamaður, þannig að orði um
margnefndan „gerviher“ á Vellinum hvort menn ætluðu virkilega að
byggja atvinnulífið á álverum, spilavítum og vændi.
Þetta síðastnefnda svarar því ágætlega hvers vegna fylgið hrynur
af stjórninni.
„Fylgið hrynur!
Hvers vegna?“
mÖrg lJÓn í vEginum