Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 11
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 11
VIKA
VERSLUNAR
SPILUM
SAMAN
Í hvert sinn sem þú greiðir fyrir verslun eða þjónustu stuðlar þú að
aukinni veltu og öruggara atvinnuumhverfi á Íslandi.
Þú átt leik!
www.vikaverslunar.is
keðjuverkandi áhrif
Margrét bætir við: „Við erum öll hluti af sömu keðjunni og
með samhentu átaki getum við eflt hana og styrkt. Flestar
ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á aðra. Tökum dæmi
um einstakling sem er að velta því fyrir sér að kaupa litla
innréttingu en tekur að lokum ákvörðun um að fresta fram-
kvæmdum. Þá verður innréttingin ekki flutt til landsins og
skipafélögin fá þannig ekki farmgjöld, verslunin sem selur
innréttinguna fær ekki viðskiptin og 1–2 smiðir sem hefðu
getað fengið vinnu við að setja innréttinguna upp verða
einnig af tekjum. Þessi eina ákvörðun hefur keðjuverkandi
áhrif og átakið á m.a. að vekja athygli á því að við erum öll
hluti af þessari keðju.
Allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að
gera þetta átak að veruleika. „Bæði atvinnurekendur og
launþegar sáu að nauðsynlegt var að reyna að rífa lands-
menn upp úr þeirri neikvæðu kyrrstöðu sem svo víða ríkti
og slagorð átaksins „Spilum saman“ féll í góðan jarðveg. Í
því fellst jákvæð hvatning, krafa um samvinnu sem virtist
eiga erindi víða – að við Íslendingar komum okkur upp úr
þessari kreppu með samhentu átaki. Þetta átak er nýjung í
starfi SVÞ og ásamt VR munum við síðan meta hvernig til
hefur tekist og verði það svo er vika verslunar og þjónustu
væntanlega komin til með að vera í starfi þessara samtaka,“
segir Margrét Kristmannsdóttir.
enginn er eyland í hagkerfinu
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, segir um þessa
hvatningarviku: „Samtök verslunar og þjónustu áttu frum-
kvæðið að átakinu og höfðu fengið góðan stuðning fyrir
því innan sinna raða þegar þau höfðu samband við okkur
hjá VR. Okkur fannst þetta jákvætt innlegg í umræðuna
og undirstrika samhengi hlutanna. Það er enginn maður
eyland í hagkerfinu. Því tókum við boðinu fagnandi.
Mikilvægi verslunar og þjónustu vill oft gleymast þótt
fjórðungur vinnuaflsins stundi störf í þeim geira. Sú staðreynd
kristallast í að VR er stærsta einstaka stéttarfélagið á landinu
með breiðastan hóp félagsmanna, um 28.000 talsins, en þar af
eru nú um 2800 atvinnulausir. Ekki má gleyma því að nauð-
synlegt er að efla og viðhalda þessum störfum í samfélaginu. Á
það vildum við minna með þátttöku VR í átakinu.“
Spilum saman
Kristinn Örn Jóhannesson,
formaður VR.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður
SVÞ og framkvæmdastjóri Pfaff.
Frá aðalfundi SVÞ. Frá vinstri: Rakel Sveinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Creditinfo, Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá RÚV og Brynja Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Norvikur.