Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 67
í m a r k 2 0 1 0
H
inn árlegi Íslenski markaðsdagur var haldinn á
Hilton Nordica hóteli í byrjun mars. Það er ÍMARK,
félag íslensks markaðsfólks, sem stendur fyrir
Íslenska markaðsdeginum sem nú var haldin í
tuttugasta og fjórða sinn. Eins og ávallt skiptist dagurinn í
tvo dagskrárliði. Fyrri hluta dagsins var haldin ráðstefna þar
sem aðdráttaraflið var dr. Kevin Lane Keller, sem fjallaði um
markvissa uppbyggingu vörumerkja, en um kvöldið var uppske-
ruhátíð íslensks markaðsfólks þar sem verðlaun voru veitt í
fjórtán flokkum.
Keller er einhver fremsti fræðimaður heims á sviði markaðs-
færslu og merkjastjórnunar og hélt hann erindi í fimm þáttum
um merkjastjórnun (e. Branding). Óhætt er að segja að hann
hafi haldið athygli ráðstefnugesta allan þann tíma sem hann
stóð á sviðinu og flutti boðskap sinn, enda einn áhrifamesti
maður heims á sviði markaðsmála.
Keller er höfundur fjölmargra bóka og greina á þessu sviði.
Má í því sambandi nefna að hann er höfundur bókarinnar
Strategic Brand Management. Keller hefur m.a. starfað sem
ráðgjafi hjá þekktum fyrirtækjum, þar á meðal American
Express, Disney, Ford, Intel, Levi-Strauss, Procter & Gamble,
Samsung og Starbucks.
Um kvöldið fór svo fram sjálf uppskeruhátíðin og var mikið
var um dýrðir og fólk skemmti sér vel. Hápunktur hátíðarinnar
var afhending lúðranna fjórtán og var spennan í algleymingi á
meðan vinningshafar voru tilkynntir. Fimm tilnefningar voru í
hverjum flokki.
Íslenski markaðsdagurinn 2010
uppskeru-
hátíð
Ímark
Kevin Lane Keller á sviðinu á Nordica hóteli.
Kennslubók hans, Strategic Brand Manage-
ment, hefur verið kennd í æðstu háskólum heims
og er oft kölluð biblía vörumerkjastjórans.
tExtI: hilmar karlsson
MyNDIR: geir ólafsson