Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
fyrst þetta ...
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru
veitt í fyrsta sinn fimmtudaginn 4.
mars í Turninum að viðstöddum
forseta Íslands sem afhenti verð-
launin. Markmið verðlaunanna er
að vekja athygli á framúrskarandi
starfi hins almenna stjórnanda
og hvetja hann til áframhaldandi
faglegra vinnubragða og árang-
urs á öllum sviðum stjórnunar og
reksturs.
Að þessu sinni hlutu stjórn-
unarverðlaunin þeir stjórnendur
sem þóttu hafa skarað framúr á
sviði fjármála-, mannauðs- og þjón-
ustustjórnunar. Þess utan voru
veitt sérstök hvatningarverðlaun.
Að þessu sinni hlutu stjórn-
unarverðlaunin:
Í flokki fjármálastjórnunar:
Hjörleifur Pálsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Össurar.
Í flokki mannauðsstjórnunar:
Gunnhildur Arnardóttir, fram-
kvæmdastjóri mannauðssviðs
Securitas.
Í flokki þjónustustjórnunar:
Einar S. Einarsson, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs ÁTVR.
Sérstök hvatningarverðlaun
hlaut Unnur Ágústsdóttir,
sviðsstjóri rekstrarsviðs,
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra
í Reykjavík.
Félagar í Stjórnvísi eru um
800 talsins og allt stjórnendur á
mismunandi sviðum í um 250
fyrirtækjum.
Verðlaunahafar ásamt forseta
Íslands sem afhenti verðlaunin.
Frá vinstri: Unnur Ágústsdóttir,
sviðsstjóri rekstrarsviðs,
Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra í Reykjavík. Gunnhildur
Arnardóttir, framkvæmdastjóri
mannauðssviðs Securitas.
Einar S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og mark-
aðssviðs ÁTVR. Hjörleifur
Pálsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Össurar.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi