Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 s t j ó r n m á l stjórnarandstöðu og látið reyna á fylgið við þann nýja samning. Félli sá samningur líka félli stjórnin með og þá væri rökrétt að efna til nýrra þingkosninga. Annar möguleiki er að færa stefnu stjórnarinnar til vinstri, það er að taka uppreisnarmanninn Ögmund Jón- asson aftur inn í stjórn og hverfa frá núverandi efnahags- stefnu með Gjaldeyrissjóðinn að bakhjarli. Hvorki Stefanía né Eiríkur hafa mikla trú á þessu. Eiríkur orðar það svo að með þessu yrði „Ögmundur fárán- lega sterkur í stjórninni“ og hefði í raun neitunarvald innan hennar um öll helstu mál. „Bæði meðal Vinstri grænna og Samfylkingarfólks er mikil andstaða við þessa aðferð,“ segir Eiríkur og Stefanía bendir á að það sé í raun barátta Ögmundar gegn leiðinni út úr Icesave-deilunni sem hafi skilað þjóðaratkvæðagreiðsl- unni og valdið ríkisstjórninni allri armæðunni. teikn um kosningar Stefanía telur að þegar séu á lofti ýmis teikn um að stjórn- arliðar ætli ríkisstjórn sinni ekki langlífi úr þessu. Eitt er að Jóhanna og fleiri samfylkingarráðherrar eru farnir að taka upp úr skúffum sínum mál sem beðið hafa afgreiðslu en gott væri að ljúka fyrir kosningar, hvenær svo sem þær verða. Bætur til Breiðuvíkurdrengja eru afgreiddar og nú loks- ins er farið að taka á skuldavanda heimilanna þótt ekki gangi vandræðalaust hjá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráð- herra að sannfæra alla um að hann sé á réttri leið. En hvenær yrðu þá kosningar og til hvers leiddu þær? Enginn vill ákveða kjördag en fáir vilja veðja á að stjórnin sitji út árið. Allt gæti beðið til hausts. Það eru kosningar í vændum bæði í Hollandi og Bretlandi. Icesave-lausn bíður væntanlega nýrra ríkisstjórna þar. Á Íslandi eru sveit- arstjórnarkosningarnar og svo sumarið. Haustkosningar eru því möguleiki nema ríkisstjórnin nái að endurskapa sig fyrir þann tíma og endurheimti lífskraft sinn. Um það má efast þegar sérstaklega Jóhanna virðist orðin þreytt. einstigi hjá Bjarna Stefanía heldur að Sjálfstæðismenn vilji helst láta líða lengri tíma frá hrakförunum í síðustu kosningum áður en farið er í kosningar aftur. Það væri gott fyrir flokkinn að fá fram nýtt fólk sem ekki er markað af hruninu. Jafnframt er ljóst að það er áherslumunur innan Sjálf- stæðisflokksins um stefnuna bæði í efnahagsmálum og í afstöðunni til Evrópusambandsins. Óþolsins, vegna þess að stjórnarstefnan er strand, gætir því líka meðal Sjálfstæðis- manna. Samtök atvinnurekenda vilja að greitt verði úr málum en sá hópur sem er trúastur Davíð Oddssyni vill stjórnina umfram allt feiga. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið helsti málsvari hins hópsins, ásamt reyndar líka Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi flokksformanni og forsætisráðherra. „Ég vil ekki spá klofningi en það eru komnir fram and- stæðir pólar innan Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benedikts- son reynir að þræða einstigi milli þeirra,“ segir Stefanía. „Stundum virðist sem hann verði tvísaga en það er flokk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.