Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 59
S t J ó r n u n
Framkvæmd og eftirfylgni.• Mikilvægt er að ofangreindum
aðgerðum sé fylgt vel eftir með virkri þátttöku í rekstrar-
stjórnun fyrirtækisins.
Framleiðni og mikill dugnaður en lÍtil aFköSt
Þrátt fyrir að Ísland hafi státað sig af einni hæstu þjóðarframleiðslu
á mann í heiminum, þá er framleiðni á unna klukkustund hér á
landi lægri en í löndunum í kringum okkur.
Þessar upplýsingar má meðal annars finna á
vef Samtaka iðnaðarins. Þar sést einnig að
atvinnuþátttaka hjá okkur er um 86% en
meðaltalið í OECD-ríkjunum er um 72%.
Ísland er 27. í röðinni af 37 ríkjum OECD
þegar litið er á framleiðni á unna klukku-
stund. Mörgum finnst við vera óþægilega
nálægt Mexíkó sem er í neðsta sætinu. Staðalímynd Mexíkóa teng-
ist ekki vinnusemi. Staðalímynd okkar Íslendinga er vinnusamur
maður sem vinnur mikla yfirvinnu, skiptir oft um starf og þarf því
oft að læra ný vinnubrögð.
En það er ekki það sama að vera önnum kafinn og skilvirkur.
Ef hægt er að alhæfa út frá skýrslum OECD má halda því fram að
við Íslendingar séum vinnusamt fólk en ekki endilega góð í und-
irbúningi, aga og skipulagningu verka. „Honum féll aldrei verk úr
hendi“ eru algeng eftirmæli um Íslendinga.
Flutningar og upplýSingatÆkni
Þarfir flutningskaupenda eru í raun mjög einfaldar: að fá vöruna
flutta hagkvæmt, á réttum tíma, í réttu ástandi og með réttum upp-
lýsingum, þar með talið réttum reikningum.
Íslensku skipafélögin nota öll nýjustu flutninga- og upplýs-
ingatækni og má fullyrða að ekkert þeirra geti náð raunhæfu
samkeppnisforskoti nema í samskiptum við viðskiptavini. Tíðni
ferða er fullnægjandi og áreiðanleiki almennt í lagi. Hins vegar
mættu þessi fyrirtæki tileinka sér rekstrarstjórnun og ferlastýringu
til að bæta öryggi og gæði í flutningum. Of mörg mistök virðast
vera gerð á frágangi á vörum í gámum, við flutning frystivöru,
bæði milli landa og innanlands. Kælikeðjan slitnar of oft að mati
sérfræðinga á þessu sviði. Einnig mætti örugglega efla fræðslu og
kenna starfsfólki réttari vinnubrögð.
Varðandi gjaldtöku skipafélaganna þá vekur athygli að grunn-
verð sjóflutningstaxtanna virðast almennt vera samkeppnishæf en
hins vegar hafa skipafélögin mikið hugmyndaflug þegar kemur
að ýmsum aukagjöldum. Ljóst er að gríðarlegar hækkanir á for-
flutningum og ýmsum aukagjöldum skapa
mikla ókyrrð meðal kaupenda á flutningum.
Það skiptir því miklu máli að standa vel að
skipulagningu flutninga þar sem horft er til
heildarkostnaðar í fyrirtækjunum.
Hvað flugið varðar þá hentar það aðallega
vörum með háa framlegð sem úreldast hratt,
eða hraðsendingum með póst, skjöl og vöru-
prufur. Almennt er talið að birgðir af tölvuvörum úreldist um 1% á
viku þannig að sjóflutningur sem tekur 4 vikur “door to door” getur
reynst dýr þegar heildarkostnaðurinn er skoðaður. Flugflutningar
eru leið til að minnka birgðaþörf, lækka öryggisbirgðir og þar með
auka veltuhraða. Taxtar fyrir flutninga með flugi eru margfalt hærri
en fyrir flutninga á sjó og þann kostnaðarmun þarf að réttlæta með
sparnaði annars staðar til að vega þar upp á móti.
Fyrir hverjar 100 milljónir
sem birgðirnar minnka
sparast um 30 milljónir
króna í kostnaði.
Hvað er rekstrarstjórnun?
Rekstrarstjórnun eykur samkeppnishæfni fyrirtækja þar sem
meðal annars er tekið á lækkun kostnaðar, endurhönnun
vinnuferla, aukningu á þjónustustigi, bættu upplýsingaflæði,
birgðamálum, stjórnun ferla og framleiðslu, vöruflæði og þjón-
ustu, aðfanga- og vörudreifingu. Áhersla er lögð á lækkun
kostnaðar, aukinn viðbragðsflýti, meiri aðlögunarhæfni, betri
nýtingu mannafla sem og fjárfestinga og minnkun fjárbind-
ingar. Samkeppni fyrirtækja snýst víða um að hafa samstillt-
ari aðfangakeðju (synchronized supply chain) sem skilar
hámarksþjónustu með lágmarkskostnaði.
mikilvægi vörustjórnunar að mati stjórnenda
Nauðsynleg Mjög mikilvæg Mikilvæg Lítillega eða ekki mikilvæg