Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
K
yN
N
IN
G
Íslenskur iðnaður
kaffitár verður 20 ára næstkomandi haust og í tilefni af því var gef-inn út nýr uppskriftabæklingur
á dögunum. Haldið var teiti af tilefninu
í hlýlegum húsakynnum fyrirtækisins á
Höfðatorgi. Aðalheiður Héðinsdóttir, for-
stjóri Kaffitárs, segir að fyrirtækið muni nýta
afmælisárið vel: „Allt þetta ár verðum við
með ýmsar uppákomur.“
Ljúffengt afmæliskaffi
„Við munum kynna til sögunnar Afmæli-
skaffi, nýja tegund frá búgarði í Brasilíu
sem ég heimsótti í nóvember. Brasilíukaffi
er þekkt fyrir að vera þykkt í munni og
rúnnað með ákveðnum kryddtónum og
sætri ferskju. Þessi búgarður er hluti af „Án
krókaleiða“, þar sem við kaupum beint af
bændum. Við byrjuðum að stunda slíka
verslun árið 2006 og nú er stærsti hlutinn
sem við kaupum Án krókaleiða, eða 75%.
Ég fer til kaffiræktunarlandanna til þess að
hitta bændur og velja kaffið en það tryggir
mest gagnsæi og gæði, auk þess sem það
styður við kaffibændurna.
Þetta ár munum við áfram leggja
áherslu á Kaffitár án krókaleiða því það
skilar árangri og öruggum tengslum en
fyrst og fremst fáum við mjög gott hráefni
með þessum hætti. Bændurnir fá svo á
móti hærra verð en ella. Þetta er líka bæði
skemmtilegt og gefandi fyrirkomulag og
maður á líka að hafa gaman af viðskiptum.“
Umhverfisstefnan í forgangi
„Við viljum einnig leggja áherslu á
umhverfisstefnu okkar. Auk almennrar
flokkunar er allur lífrænn úrgangur hjá
okkur flokkaður og við höfum náð að lækka
sorpkostnað um tæp 30%. Nú erum við að
byrja að flokka enn meira á kaffihúsunum
og stefnum að því að fá umhverfisvottunina
Svaninn. Við yrðum þá fyrsta íslenska veit-
ingahúsið sem fær hana enda erum við með
alla framleiðsluna sjálf. Eldhús Kaffitárs
framleiðir mest allt bakkelsið sem er á boð-
stólum á kaffihúsunum okkar.
Lykillinn að ferskleika kaffis okkar er
m.a. fólginn í því að kaffið sem er pantað í
dag er framleitt á morgun og keyrt út hinn
daginn. Við stimplum alltaf framleiðslu-
daginn aftan á kaffipakkana og getum sýnt
fram á ferskleika kaffisins. Við höfum t.d.
malað kaffi ekki lengur en mánuð í búð-
unum. Kaffitár hefur að leiðarljósi að velja
góðar baunir og gera gott kaffi sem skilar
sér í bolla neytandans.“
„kaffitár hefur að leiðarljósi
að velja góðar baunir og
gera gott kaffi sem skilar
sér í bolla neytandans.“
kaffitár án krókaleiða
KaFFItár
Hafsteinn Tómas Sverrisson
með ilmandi kaffi.
Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs.
Svokallaðar ,,Netkonur.’’