Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 n æ r m y n d a F G u ð B j Ö r G u m a t t H í a s d ó t t u r Ísfélag Vestmannaeyja er með mikinn kvóta og í 50. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins. Það er fjórða stærsta fyrir- tækið í sjávarútvegi á Íslandi á eftir Samherja, HB Granda og Síldarvinnslunni, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar, 300 stærstu. Guðbjörg er því hugsanlega umsvifameiri í útgerð og vinnslu en Einar „ríki“ var á sínum tíma. Hún stundar sjálf sín viðskipti með sonum sínum og nokkrum umtöluðum ráðgjöfum, en þar fer Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson fremstur í flokki. kennarinn tók við stjórninni Eiginmaður Guðbjargar, Sigurður heitinn Einarsson, lést langt um aldur fram árið 2000. Fram að því var Guðbjörg kennari í Eyjum en hætti því starfi til að taka við fyrirtæk- inu. Guðbjörg kenndi í Eyjum í 24 ár. Hún var vel liðinn kennari og kom ekki að því er virtist nærri viðskiptum manns síns meðan hann var á lífi. Og þó. Heimildarmenn okkar segja að hún haft meira að segja um reksturinn en margur hafi haldið. „Ég veit að Sigurður bar allt undir Guðbjörgu. Hún var alltaf með í ráðum,“ segir Ómar Garðarsson hjá Eyjafréttum og einn úr vinahópi Sigurðar heitins. Hún tók því ekki við rekstrinum ókunnug með öllu árið 2000. Forðast sviðsljósið Ómar og aðrir Eyjamenn lýsa Guðbjörgu sem afskaplega blátt áfram konu, jarðbundinni og ekki fyrir að láta á sér bera. Óskar Pétur Friðriksson, fyrrum sjómaður á skipum fyrirtækisins, orðar það svo að Guðbjörg vilji helst standa við hliðina á sviðsljósunum. Hún forðast heldur mynda- vélar og talar ekki úr ræðustóli á fundum. Samt segir Óskar að hún sé mikil félagsmálamanneskja. „Hún er alls ekki feimin en mjög alþýðleg í allri fram- komu og síst af öllu mannafæla. En hún tranar sér ekki fram,“ segir Óskar. „Guðbjörg er sjálfstæðiskona, mikil sjálfstæðiskona, en hún heldur ekki ræður á stórum fundum og boðar engum stefnuna. Hún er í kosningakaffinu og vinnur á fullu í kosn- ingabaráttunni á bak við tjöldin,“ segir flokksbróðirinn Óskar. Og Óskar getur staðfest þá sögu að hún hafi farið heim með dúkana og þvegið þá sjálf eftir síðasta kosningakaffi. Guðbjörg var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins í Eyjum. „Hún vildi spara félaginu nokkra þúsundkalla vegna þvotta á dúkunum. Hún er bara svona,“ segir Óskar. Heldur heimili á tveimur stöðum Þessi saga um dúkana er raunar allt sem er að hafa af sér- kennilegum sögum af Guðbjörgu. Eyjamenn segja að sjaldan sé um hana rætt og miklu síður en aðra áberandi Eyjamenn. Málið vegna bréfanna í Glitni hafi til dæmis ekki orðið að sérstöku umræðuefni „Hún er bara af þessum gamla skóla auðmanna sem ekki vill berast á og hún fer ekki um með látum. Það ber síst að vanmeta,“ segir Ómar. Guðbjörg heldur heimili á tveimur stöðum, bæði í Eyjum og í Reykjavík vegna þess að yngstu synirnir eru í námi. Eignir í verðbréfum og hlutafélögum Guðbjörg matthíasdóttir Fram ehf. ÍV Fjárfestingar ehf Kristinn ehf. Ísfélag Vestmannaeyja 82%100% 100% eigið fé í árslok 2008 (-2,6 milljarðar)eigið fé í árslok 2008: 11,5 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.