Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
Athygli almennings á vikunni var vakin með auglýsingum bæði
í fyrirtækjum og í fjölmiðlum þar sem hvatningarorðin „Spilum
saman“ birtust en auk SVÞ stóð VR að þessu verkefni.
Allir að bíða eftir öllum
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, flutti skelegga ræðu
á aðalfundinum og við spurðum hana hvort menn héldu að sér
höndum og hvaða afleiðingar það hefði.
„Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa fundið það á und-
anförnum mánuðum að kaupmáttur almennings hefur dreg-
ist saman. Margir horfa upp á samdrátt í tekjum, jafnvel
atvinnumissi, og það er eðlilegt að þetta fólk dragi úr kaupum
á vörum og þjónustu. Hins vegar hafa flestir tekið eftir að
einstaklingar og fyrirtæki sem koma í gegnum hrunið svo til
ósködduð og eiga að vera að draga vagninn og halda uppi
ákveðinni eftirspurn, halda að sér höndum. Það virðast allir
vera að bíða eftir öllum og á meðan erum við sífellt að grafa
okkur dýpra í holuna.Við vitum að við eyðum okkur ekki út
úr þessari kreppu – en á meðan stærri framkvæmdir hafa ekki
farið í gang af fullum þunga þarf að halda hjólum atvinnu-
lífsins gangandi. Undir þessum kringumstæðum ákváðu SVÞ
– Samtök verslunar og þjónustu og VR að snúa bökum saman
og blása til viku verslunar og þjónustu í þeim tilgangi að hvetja
Íslendinga á jákvæðan og ábyrgan hátt til þess að „spila með“
með því að eiga viðskipti við verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Þema vikunnar er samspil einstaklinga og atvinnulífsins – til
þess að fyrirtæki geti verndað og aukið störf þurfa þau á neyslu
almennings að halda.“
Spilum með
til Að verndA og
AukA Störf í lAndinu
Spilum saman
Blásið var til sérstakrar „Viku verslunar og þjónustu“ um miðjan mars á aðalfundi Samtaka
verslunar og þjónustu. „Spilum saman“ var yfirskrift aðalfundarins og kjörorð vikunnar. Þema
var að hvetja Íslendinga á jákvæðan og ábyrgan hátt til að „spila með“ og taka virkan þátt
í að snúa hjólum atvinnulífisins. Aukin neysla almennings getur orðið til þess að vernda og
auka störf í landinu og því má ná fram með samspili einstaklinga og atvinnulífsins.
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður SVÞ,
Þórir Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Hagvangs, Páll Hilmarsson,
framkvæmdastjóri vöru- og markaðssviðs Innnes.
Nokkrir fundarmenn á
aðafundinum: Ingvi I.
Ingason, framkvæmda-
stjóri Rafha, Finnur
Árnason, forstjóri Haga,
Eysteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Kaupáss,
og í bakgrunni Björn Á.
Árnason, forstjóri MEBA.
texti: fríða björnSdóttir • myndir: geir ólafSSon o.fl.