Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 47
n æ r m y n d a F G u ð B j Ö r G u m a t t H í a s d ó t t u r
Guðbjörg er ekkja eftir Sigurð Einarsson, forstjóra Ísfé-
lagsins í Vestmannaeyjum og þá tengdadóttir Einars „ríka“
Sigurðssonar, eins frægasta útgerðarmanns á Íslandi. Við lát
manns síns árið 2000 fór Guðbjög frá kennarapúltinu og að
stjórn fyrirtækisins, óundirbúin að því er virtist. Þeir sem
best þekkja til segja að svo hafi ekki verið því hún hafi ætíð
fylgst náið með því sem var að gerast í fyrirtækjunum.
Glitnisbréfin
Það var þó í hruni íslensku bankanna haustið 2008 sem nafn
Guðbjargar Matthíasdóttur komst á allra varir. Auðvitað
vissu flestir um hana áður; höfðu heyrt ríku Eyjakon-
unnar getið, en með hruninu lenti hún um tíma í hringiðu
umræðunnar – en þar vill hún síst af öllu vera.
Það var salan á Glitnisbréfunum „korteri fyrir hrun“ eins
og það heitir, sem vakti athygli og fjölmiðlar hafa fjallað tals-
vert um. Bréfin voru seld síðasta virka dag áður en þau urðu
verðlaus 6. október 2008. Þótt þessi viðskipti hafi verið rakin
ítarlega í fjölmiðlum virðast engin eftirmál sjáanleg.
Það er óumdeilt að Guðbjörg hafði rétt til að innleysa
þessi bréf einmitt á þeim tíma sem það var gert. Það var
bundið í kaupsamningi við FL Group þegar það félag keypti
hlut hennar í Tryggingamiðstöðinni og greiddi fyrir að hluta
með bréfum í Glitni.
arfurinn frá einari „ríka“
Guðbjörg ávaxtar það fé sem upphaflega varð til í umsvifa-
miklum og fjölþættum rekstri Einars „ríka“ Sigurðssonar,
tengdaföður hennar. Einar var frá því á stríðsárunum síðari
meðal umsvifamestu útgerðarmanna landsins, eigandi Hrað-
frystistöðvanna í Eyjum og í Reykjavík og fleiri frystihúsa og
skipa; einn stofnenda Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna og
á meðal stofnenda Tryggingamiðstöðvarinnar.
Árið 1991 var Hraðfrystistöðin sameinuð Ísfélagi Vest-
mannaeyja undir nafni Ísfélagsins. Bergur Huginn var raunar
inni í því dæmi til að byrja með en Magnús Kristinsson dró
sig út úr því með hluta af útgerðinni.
Við útgerðarþáttinn bættist svo Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar með skipum árið 2007, en inni í þeim pakka er einnig
fiskimjölsverksmiðja og frystihús á Þórshöfn – sem og eign í
fiskmarkaðnum á staðnum.
Ísfélag Vestmannaeyja er bakbeinið í umsvifum Guðbjargar en
stærstu hluti eigna hennar er hins vegar í fjárfestingarfélaginu Kristni.
Ísfélag Vestmannaeyja er með tvö nótaskip í
smíðum í Chile en þau skip voru í fréttum nýlega
vegna jarðskjalftans mikla þar í landi. Hér skrifar
hún undir samning um smíði skipanna.