Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 65
þá líka að oftar en ekki fylgir hamingjan ekki í kjölfar áfanga, árang-
urs eða sigra af slíku tagi. Eins klisjukennt og það hljómar þá býr
hamingjan innra með okkur og við getum með nokkuð einföldum
hætti aukið hana. Þeir sem það vilja ættu að lesa þessa bók og gera
æfingarnar sem í henni eru.
Í því neikvæða umhverfi sem við búum við í dag er nauðsynlegt að
sporna við fótum og leita leiða til að snúa neikvæðninni í jákvæðni,
án þess þó að missa sjónar á vandamálunum eða firra sig ábyrgð.
Það er einmitt það sem höfundi tekst vel að leiðbeina lesandanum
með. Bókin ætti því að vera skyldulesning innan fyrirtækja til að
auka starfsánægju og afköst starfsmanna og um leið auka hamingj-
una innan veggja heimilanna í landinu. Bókin á því sérstaklega mikið
erindi á Íslandi í dag eða eins og höfundur segir sjálfur:
„Erfiðir tímar geta sundrað okkur en þeir geta líka gert okkur
sterkari. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði og tengdum greinum hafa
sýnt fram á hvernig hægt er að komast í gegnum slík tímabil og rísa
upp úr þeim sterkari en fyrr. Von mín er að mér takist að kynna sem
flestum rannsóknirnar, tólin og tækin sem gera sem flestum kleift að
nýta sér þau til að sigrast á erfiðum aðstæðum.“
B Æ k u r
Sex hamingjuráð frá tal Ben-Sahar
Á heimasíðu sinni (http://www.talbenshahar.com/) setur höfundur
fram góð ráð sem byggð eru á hugmyndum úr bókinni.
Leyfðu þér að vera mannleg(ur) – það kann ekki góðri •
lukku að stýra að afneita neikvæðum tilfinningum eða
hugsunum. Með því að takast á við tilfinningar okkar
erum við að auka líkur á að við komumst yfir þær. Hætta
á vonleysi og óhamingju eykst með því að afneita sárum
tilfinningum.
Hamingjan felst í athöfnum sem hafa merkingu og við •
höfum ánægju af. Við þurfum hins vegar að gera fleira en
gott þykir og þegar við sjáum ekki merkingu eða njótum
þess sem við sýslum við verðum við að tryggja að við
getum leitað í hamingjuhvata sem veita okkur ánægju
og merkingu.
Hamingja er að mestu háð hugarstandinu, ekki stöðu •
okkar í þjóðfélaginu eða innistæðu bankareikningsins.
Hún er sömuleiðis háð því hvort við sjáum glasið hálf-
fullt eða hálftómt. Lítum við á mistök sem hamfarir eða
tækifæri til vaxtar? Einblínum við á það sem miður fer í
lífi okkar eða það sem vel gengur?
Einfaldaðu! Við höfum jafnan of mikið að gera, erum með •
of mjörg járn í eldinum. Magn getur haft neikvæð áhrif
á gæði og við hættum hamingjunni með því að reyna að
gera of margt.
Gleymdu ekki líkamlega þættinum. Líkamsástand sem •
markast af þáttum eins og hreyfingu, mataræði og svefni
hafa áhrif á andlega heilsu.
Sýndu þakklæti. Okkur hættir til að taka lífi okkar og •
fólkinu í kringum okkar sem sjálfsögðum hlut. Temjum
okkur að meta það sem lífið hefur upp á að bjóða og
þakka fyrir það.
tal Ben-Sahar á Íslandi
Laugardaginn 27. mars 2010 hélt tal Ben-Sahar fyr-
irlestur Í Háskólabíói. Þetta var einstakt tækifæri til
að hlusta á mann sem hefur haldið vinsælasta nám-
skeið sem boðið hefur verið í Harvardháskóla.
Tal Ben-Shahar.