Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
K
YN
N
IN
G
Íslenskur iðnaður
nýsköpun í áliðnaði
alcoa fjarðaál
Magnús Þór Ásmundsson starfaði í 18 ár hjá Marel, sem fram-kvæmdastjóri framleiðslu, áður
en hann gekk til liðs við Alcoa Fjarðaál þar
sem hann gegnir nú stöðu framkvæmda-
stjóra framleiðsluþróunar.
Marel og Fjarðaál eru tvö af stærstu iðn-
fyrirtækjum landsins og var Magnús spurður
að því hvort hægt væri að bera þessi tvö fyr-
irtæki saman.
„Þótt fyrirtækin starfi í ólíkum greinum
er skipulag þeirra um margt líkt. Bæði
nota ferlamiðað skipulag og byggja á teym-
isvinnu. Marel á Íslandi hefur byggst upp
á 30 ára tímabili, starfsfólki hefur fjölgað
jafnt og þétt og fyrirtækisbragurinn mótast
á uppbyggingartímanum,“ segir Magnús.
„Fjarðaál er komið styttra í þroskaferlinu
og fyrirtækisbragurinn er að mótast en við
aðrar aðstæður þar sem margt starfsólk var
ráðið til fyrirtækisins á skömmum tíma.
Fjarðaál hefur sterkan bakhjarl í Alcoa þar
sem öryggis- og umhverfisvitund er sterk og
mikil áhersla er lögð á þátttöku alls starfs-
fólks í mótun fyrirtækisins. Þetta er spenn-
andi umhverfi að starfa í. Fjarðaál hefur náð
langt á skömmum tíma og hefur alla burði
til að verða framúrskarandi fyrirtæki.“
Mikil nýsköpun í áliðnaðinum
Magnús segir Marel gjarnan og réttilega
vera nefnt í tengslum við nýsköpun. „Hjá
Alcoa Fjarðaáli og í tengslum við áliðn-
aðinn í heild, er einnig mikil nýsköpun.
Nýsköpun snýst um að búa til eitthvað nýtt
eða endurbæta það sem fyrir er og getur átt
við um vörur, þjónustu, skipulag, tækni,
framleiðsluaðferðir o.fl. Mörg sprotafyrir-
Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar. „Alcoa Fjarðaál er eitt af tæknilega fullkomnustu álverum heims í dag og
hjá okkur starfa yfir 90 háskóla- og tæknimenntaðir starfsmenn.“
Sýnishorn á rannsóknastofu Fjarðaáls.