Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
b æ k u r
Á síðasta ári kom út í íslenskri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar bókin Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar. Bókin skýrir grein innan sálfræðinnar sem kölluð hefur verið jákvæð sálfræði og
fjallar um hvernig við mannfólkið getum aukið
lífshamingjuna. Er það ekki það sem allir eru
að keppast við að gera? Verða hamingjusamari?
Árangurinn er æði misjafn!
Fræðigreinin
Jákvæð sálfræði er ekki gömul grein innan
sálfræðinnar. Í bókinni er talað um að árið 1998
hafi hún formlega verið gerð að rannsóknargrein
og þróunin í þá átt hafi byrjað í kringum 1980.
Hins vegar hefur leitin að hamingjunni fylgt
manninum frá örófi alda og undanfarin ár og
áratugi og kristallast í útgáfu efnis sem einu nafni
er sagt til „sjálfshjálpar“. Námskeið, bækur, myndbönd, geisladiskar
sem lofa notandanum meiri hamingju og gleði gegn beitingu
nokkurra einfaldra ráða. Sá iðnaður hefur í hugum margra fengið á
sig neikvæðan stimpil og margir hafa orðnir
tortryggnir í hans garð. Á hinum endanum
eru rannsóknir sálfræðinnar sem tengjast
sama efni og ekki hafa verið aðgengilegar
almenningi en eins og höfundur segir þá er
hlutverk jákvæðu sálfræðinnar að brúa þetta
bil milli tortryggilegra sjálfshjálparleiða yfir í
akademísku nálgunina. Það er að mínu viti
vel og líklegt til að stuðla að því að tortryggni
í garð sjálfshjálpar minnki og í boði verði
valkostur sem er trúverðugri og af akademískum
grunni. Tal Ben-Shahar tekst þetta ætlunarverk
sitt með mikilum ágætum í bók sinni en hún
byggir á kenningum virtra fræðimanna en er
um leið aðgengileg og hagnýt.
Hvernig?
Bókin er sett upp með aðgengilegum hætti og
hentar vel þeim tímabundnu sem hafa mörg
járn í eldinum. Hana er hvort heldur er hægt
að lesa frá byrjun til enda eða grípa niður í
hana af handahófi og lesa stutta kafla hér og
þar. Atriðisorðaskráin í bókinni er til mikillar
fyrirmyndar og nýtist vel þeim sem ekki hafa
tíma eða vilja til að lesa bókina frá upphafi til
enda eða þeim sem vilja rifja upp einstök atriði
að lestri loknum. Í hverjum kafla eru stuttar
málsgreinar sem bera yfirskriftina „pældu í því“
og eru hugsaðar til þess að vekja lesandann til umhugsunar og tekst
það á mörgum stöðum mjög vel. Sömuleiðis eru í lok hvers kafla
æfingar sem miða að því að fá lesandann til að grípa til aðgerða til
að auka á hamingjuna. Æfingarnar eru af
ýmsum toga og eru misjafnlega viðamiklar:
Kortleggðu lífið, Heilindaspegill, Að setja sér
sjálfkvæm markmið, Þakklætisbréf o.s.frv.
Fyrir hverja?
Margir hverjir kannast við hugsanir á borð
við: „þegar ég fæ stöðuhækkunina verð ég
hamingjusamur“, eða „ég verð ánægð þegar
ég hef lokið við námið“ o.s.frv. Flestir þekkja
Bókin Meiri hamingja:
JÁkvæð sÁlfræði og
leitin að hamingJunni
Hann er höfundur bókarinnar Meiri hamingja. Hann heldur vinsælasta námskeiðið sem
boðið hefur verið upp á í Harvard. Hvernig getum við aukið hamingjuna?
texti: unnur valborg hilmarsdóttir