Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 64

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 b æ k u r Á síðasta ári kom út í íslenskri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar bókin Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar. Bókin skýrir grein innan sálfræðinnar sem kölluð hefur verið jákvæð sálfræði og fjallar um hvernig við mannfólkið getum aukið lífshamingjuna. Er það ekki það sem allir eru að keppast við að gera? Verða hamingjusamari? Árangurinn er æði misjafn! Fræðigreinin Jákvæð sálfræði er ekki gömul grein innan sálfræðinnar. Í bókinni er talað um að árið 1998 hafi hún formlega verið gerð að rannsóknargrein og þróunin í þá átt hafi byrjað í kringum 1980. Hins vegar hefur leitin að hamingjunni fylgt manninum frá örófi alda og undanfarin ár og áratugi og kristallast í útgáfu efnis sem einu nafni er sagt til „sjálfshjálpar“. Námskeið, bækur, myndbönd, geisladiskar sem lofa notandanum meiri hamingju og gleði gegn beitingu nokkurra einfaldra ráða. Sá iðnaður hefur í hugum margra fengið á sig neikvæðan stimpil og margir hafa orðnir tortryggnir í hans garð. Á hinum endanum eru rannsóknir sálfræðinnar sem tengjast sama efni og ekki hafa verið aðgengilegar almenningi en eins og höfundur segir þá er hlutverk jákvæðu sálfræðinnar að brúa þetta bil milli tortryggilegra sjálfshjálparleiða yfir í akademísku nálgunina. Það er að mínu viti vel og líklegt til að stuðla að því að tortryggni í garð sjálfshjálpar minnki og í boði verði valkostur sem er trúverðugri og af akademískum grunni. Tal Ben-Shahar tekst þetta ætlunarverk sitt með mikilum ágætum í bók sinni en hún byggir á kenningum virtra fræðimanna en er um leið aðgengileg og hagnýt. Hvernig? Bókin er sett upp með aðgengilegum hætti og hentar vel þeim tímabundnu sem hafa mörg járn í eldinum. Hana er hvort heldur er hægt að lesa frá byrjun til enda eða grípa niður í hana af handahófi og lesa stutta kafla hér og þar. Atriðisorðaskráin í bókinni er til mikillar fyrirmyndar og nýtist vel þeim sem ekki hafa tíma eða vilja til að lesa bókina frá upphafi til enda eða þeim sem vilja rifja upp einstök atriði að lestri loknum. Í hverjum kafla eru stuttar málsgreinar sem bera yfirskriftina „pældu í því“ og eru hugsaðar til þess að vekja lesandann til umhugsunar og tekst það á mörgum stöðum mjög vel. Sömuleiðis eru í lok hvers kafla æfingar sem miða að því að fá lesandann til að grípa til aðgerða til að auka á hamingjuna. Æfingarnar eru af ýmsum toga og eru misjafnlega viðamiklar: Kortleggðu lífið, Heilindaspegill, Að setja sér sjálfkvæm markmið, Þakklætisbréf o.s.frv. Fyrir hverja? Margir hverjir kannast við hugsanir á borð við: „þegar ég fæ stöðuhækkunina verð ég hamingjusamur“, eða „ég verð ánægð þegar ég hef lokið við námið“ o.s.frv. Flestir þekkja Bókin Meiri hamingja: JÁkvæð sÁlfræði og leitin að hamingJunni Hann er höfundur bókarinnar Meiri hamingja. Hann heldur vinsælasta námskeiðið sem boðið hefur verið upp á í Harvard. Hvernig getum við aukið hamingjuna? texti: unnur valborg hilmarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.