Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 79
Íslenskur iðnaður
matvælaiðnaðurinn stendur á gömlum merg
Efnahagslegt vægi mikið
Þrátt fyrir að matvælaiðnaðurinn vegi tiltölulega lítið í útflutningi, er efnahagslegt
vægi hans mikið í landsframleiðslu. Árið 2008 var velta í matvæla- og drykkjar-
vöruiðnaði 258 milljarðar en vissulega er stór hluti þeirrar upphæðar tengdur vinnslu
sjávarafurða. Matvælaiðnaðurinn er einnig nátengdur landbúnaði enda er framleiðsla
bænda uppistaðan í hráefnum margra greina hans, segir Ragnheiður Héðinsdóttir,
forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins.
samkeppnishæfni
Laun lækkað
og vinnuafl
orðið ódýrara
Gengisfall krónunnar frá fyrri hluta ársins 2008 og
mikil lækkun á raungengi krónunnar hefur bætt
samkeppnisstöðuna. Laun hafa lækkað hlutfalls-
lega í alþjóðlegu samhengi. Vinnuaflið er orðið
ódýrara. Þetta veldur því að samkeppnishæfni
okkar hvað kostnað við vinnuafl varðar er mun
betri en áður og skilyrði til útflutnings hagstæð.
Raungengið er talsvert undir langtímameðaltali og
því ætti að vera aukið svigrúm til styrkingar á gengi
krónunnar á næstu misserum, segir Bjarni Már
Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Færni eða
lág laun
Kaupmáttur í erlendri mynt er með
allra minnsta móti og stafar auðvitað
af veikri stöðu krónunnar. Með auk-
inni verðmætasköpun og framleiðni-
aukningu má bæta þetta. Við það
ættu laun að hækka án þess að
verðbólga aukist, segir Jón Steindór
Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
skuldir og krónubyrði
Iðnaðurinn ekki þjakaðri
af skuldum en aðrir
Erfitt er að segja til um stöðuna núna enda hafa efnahagssviptingar,
eignaverðs breytingar og fjármagnsflótti og tilsvarandi gengislækkun mikil
áhrif á verðmæti bæði eigna og skulda. Þá er ljóst að verið er að end-
urskipuleggja efnahag fjölmargra fyrirtækja og raunar er líklegt að þegar
hillir undir lok þess ferlis þá muni skuldir verða lægri en birtast í gögnum
Seðlabankans frá september 2008. Ekkert bendir þó til að iðnaðurinn sé
þjakaðri af skuldum en aðrar atvinnugreinar, segir Bjarni Már Gylfason, hag-
fræðingur Samtaka iðnaðarins.