Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 S t J ó r n u n H runið á fjármálamörkuðum heimsins árin 2008/2009 hefur leitt til vakningar á sviði Rekstrarstjórnunar. Fyrirtæki beita í auknum mæli aðferðum Rekstr- arstjórnunar til að auka framleiðni, lækka kostnað og efla ferlastjórnun. Á kreppu- tímum verður stjórnendum ljósara en áður að hagnaður er til staðar í fyrirtækjum og með aðferðum Rekstrarstjórnunar er hægt að sækja hann,“ segir Marc Sachon, próf- essor í Operations Management í MBA- námi við HR og ráðgjafi fjölda fyrirtækja um allan heim. Sömu viðhorf koma fram í yfirskrift viðtals við Hilmar V. Pétursson hjá CCP og Jón Sigurðsson hjá Össuri í Markaðnum 30. desember 2009 sem ber heitið „Ár rekstr- arstjóranna er runnið upp.“ Eins og kemur fram hjá Marc Sachon hér að ofan hefur í kjölfar niðursveiflunnar, sem hófst 2008, vaknað áhugi meðal stjórn- enda fyrirtækja á því að ná betri árangri í rekstrar- og ferlastjórnun og lækka kostnað, bæta rekstrarárangur auk þess að ná auknum afköstum og árangri. Sé miðað við lykiltölur frá Bandaríkj- unum má gera ráð fyrir að fjármunir bundnir í vörubirgðum í landinu séu um 600 milljarðar króna. Óhætt er að áætla að vaxta- og birgðahaldskostnaður þessara birgða sé um 200 milljarðar króna á ári eða 30-35% af verðmæti vörubirgðanna, sem eru þekkt hlutföll hjá framleiðslu- og verslunarfyrirtækjum. Það er einnig staðreynd að um helmingur lausafjárbindingar („work- ing capital“) er bundinn í vörubirgðum eða vörum í vinnslu. Fyrir hverjar 100 milljónir sem birgðirnar minnka sparast um 30 milljónir króna í kostnaði. Þessi gríðarlega fjárbinding dregur úr arðsemi fyrirtækja og eykur fjármagnsþörf þeirra að óþörfu. Þýð- ing góðrar birgðastýringar hefur enn meira vægi þar sem fjármagnskostnaður er hár eins og á Íslandi, auk þess sem strjálbýlið á Íslandi gerir þennan kostnað hærri en hjá þéttbýlli þjóðum. Fjöldi íslenskra fyrirtækja leggja áherslu á rekstrarstjórnun og hafa með því náð góðum árangri, m.a. má nefna Marel, Össur og álverin. Rekstrarstjórnun eykur samkeppn- ishæfni fyrirtækja þar sem meðal annars er tekið á lækkun kostnaðar, endurhönnun vinnuferla, aukningu á þjónustustigi, bættu upplýsingaflæði, birgðamálum, stjórnun ferla og framleiðslu, vöruflæði og þjónustu, aðfanga- og vörudreifingu. Áhersla er lögð á lækkun kostnaðar, auk- inn viðbragðsflýti, meiri aðlögunarhæfni, betri nýtingu mannafla sem og fjárfestinga og minnkun fjárbindingar. Samkeppni fyrirtækja snýst víða um að hafa samstilltari aðfangakeðju (synchronized supply chain) sem skilar hámarksþjónustu með lágmarkskostnaði. Ár rekstrarstjóranna er runnið upp. Nú skiptir öllu að reka fyrirtækin vel. Lækka kostnaðinn, endurhanna verkferla og einbeita sér að bestu viðskiptavinunum. Það er ástæða fyrir því að í kínversku er notað sama táknið fyrir kreppu og tækifæri. Kínverjar vita að í öllum þrengingum felast tækifæri til að gera hlutina á nýjan hátt. Það felast tækifæri í kreppunni! leiðin út úr kreppunni? REKStRARStJóRNUN: Sé miðað við lykiltölur frá Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að fjármunir bundnir í vörubirgðum í landinu séu um 600 milljarðar króna. óhætt er að áætla að vaxta- og birgðahaldskostnaður þessara birgða sé um 200 milljarðar króna á ári eða 30-35% af verðmæti vörubirgðanna sem eru þekkt hlutföll hjá framleiðslu- og verslunarfyrirtækjum. tExtI: thomas mÖller OG kristján m. ólafsson • MYNd: geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.