Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 12

Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 V ið viljum taka þátt í að gera þjóðfé-lagið betra - leggja okkar af mörkum til að skapa betra samfélag. Þess vegna leggjum við í sjálfboðavinnu af þessu tagi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, formaður ÍMARKs, Félags íslensks markaðs- fólks, um átak þar sem allir, sem koma nærri auglýsingagerð og markaðsmálum, leggja góðu málefni lið. Þetta gerist innan samtaka sem nefnast AUGA. Að þeim standa stærstu auglýsinga- stofurnar, félag markaðsfólks og auglýsenda ásamt Capacent og öflugustu fjölmiðlum landsins. Hafa samtökin þann tilgang að beita afli auglýsinga og fjölmiðlunar í þágu eins góðs málefnis hverju sinni. Árlega fær eitt gott málefni auglýsingaherferð gefins frá aðstandendum AUGA. AUGA er skammstöfum og stendur fyrir: „Auglýsingar - afl til góðra verka“ og nú í ár verður þessu AUGA beint að einu málefni sem er barátta gegn innflytjendaótta. Nota afl auglýsinganna í baráttunni gegn fordómum og jafnvel hatri gagnvart framandi þjóðum. Slagkraftur auglýsinganna „Hugmyndin er að nota slagkraft auglýsing- anna til að breyta hugarfari fólks. Stuðla að umburðarlyndi,“ segir Elísabet, en hún er í stjórn AUGA. Og er þörf á því? „Já, við verðum í stöðugt ríkari mæli hluti af hinu alþjóðlega samfélagi. Það er óhjá- kvæmileg afleiðing af alþjóðavæðingunni,“ segir Sverrir Björnsson, formaður AUGA. „Hingað kemur fólk af mörgum þjóðernum og litarháttum og því miður mætir það stundum fordómum. Það er hægt að beita auglýsingum til að auka skilning og draga úr fordómum.“ Þetta verður í annað sinn sem AUGAað beinist að almenningi á Íslandi. Í fyrra stóð AUGA fyrir auglýsingaherferð til að vekja fólk til vitundar um bætta og öruggari notkun á Netinu með það að markmiði að koma í veg fyrir misnotkun. AUGA var stofnað fyrir tveimur árum með það að markmiði að gefa verðugum málefnum kost á að nýta sér afl auglýsinga til að hafa áhrif í samfélaginu. Þeir aðilar sem standa að AUGA sinna margvíslegum góð- gerðamálum hver á sinn hátt en með því að leggja krafta sína saman næst slagkraftur til að gera átak sem hefur veruleg áhrif. Aðstand- endur AUGA eru: Samband íslenskra auglýsingastofa - SÍA, ÍMARK - Félag íslensks markaðsfólks, Samtök auglýsenda -SAU, 365 prent- og myndmiðlar, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Skjár einn, Birtingur, AFA JCDecaux, Capacent. Aðeins brýn málefni Í fyrra var það Netið og varnaðarorð um misnotkun á því. Í ár verður AUGA beint að innflytjendaóttanum og upplýsingum gegn honum. Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Hvíta hússins og formaður AUGA, útskýrir hvernig verkefni er valið hverju sinni. AUGA fyrir umburðarlyndi Í f­yrra s­t­óð AUGA f­yrir au­glýs­in­gaherf­erð t­il að vekja f­ólk t­il vit­u­n­dar u­m bæt­t­a og öru­ggari n­ot­ku­n­ á Net­in­u­ með það að mark­ miði að koma í veg f­yrir mis­n­ot­ku­n­. TExTI: gísli kristjánsson • MYND: geir ólafsson V I L h j á L m u R b j a R N a S o N Samtökin AUGA, sem eru helstu aðilar sem koma að auglýsingum í landinu, eru núna að leggjast í kraftmikla auglýsingaherferð gegn kynþáttafordómum. Allir gefa vinnu sína en verðmæti auglýsinganna væri um 20 til 25 milljónir króna ef greitt væri fullu verði. AUGLýSinGAHEr­FEr­ð GEGn kynÞÁTTAFOr­dóm­Um­:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.