Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
V ið viljum taka þátt í að gera þjóðfé-lagið betra - leggja okkar af mörkum til að skapa betra samfélag. Þess vegna leggjum við í sjálfboðavinnu
af þessu tagi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir,
formaður ÍMARKs, Félags íslensks markaðs-
fólks, um átak þar sem allir, sem koma nærri
auglýsingagerð og markaðsmálum, leggja
góðu málefni lið.
Þetta gerist innan samtaka sem nefnast
AUGA. Að þeim standa stærstu auglýsinga-
stofurnar, félag markaðsfólks og auglýsenda
ásamt Capacent og öflugustu fjölmiðlum
landsins. Hafa samtökin þann tilgang að
beita afli auglýsinga og fjölmiðlunar í þágu
eins góðs málefnis hverju sinni. Árlega fær
eitt gott málefni auglýsingaherferð gefins frá
aðstandendum AUGA.
AUGA er skammstöfum og stendur fyrir:
„Auglýsingar - afl til góðra verka“ og nú í ár
verður þessu AUGA beint að einu málefni
sem er barátta gegn innflytjendaótta. Nota afl
auglýsinganna í baráttunni gegn fordómum
og jafnvel hatri gagnvart framandi þjóðum.
Slagkraftur auglýsinganna
„Hugmyndin er að nota slagkraft auglýsing-
anna til að breyta hugarfari fólks. Stuðla að
umburðarlyndi,“ segir Elísabet, en hún er í
stjórn AUGA.
Og er þörf á því?
„Já, við verðum í stöðugt ríkari mæli hluti
af hinu alþjóðlega samfélagi. Það er óhjá-
kvæmileg afleiðing af alþjóðavæðingunni,“
segir Sverrir Björnsson, formaður AUGA.
„Hingað kemur fólk af mörgum þjóðernum
og litarháttum og því miður mætir það
stundum fordómum. Það er hægt að beita
auglýsingum til að auka skilning og draga úr
fordómum.“
Þetta verður í annað sinn sem AUGAað
beinist að almenningi á Íslandi. Í fyrra stóð
AUGA fyrir auglýsingaherferð til að vekja
fólk til vitundar um bætta og öruggari
notkun á Netinu með það að markmiði að
koma í veg fyrir misnotkun.
AUGA var stofnað fyrir tveimur árum
með það að markmiði að gefa verðugum
málefnum kost á að nýta sér afl auglýsinga til
að hafa áhrif í samfélaginu. Þeir aðilar sem
standa að AUGA sinna margvíslegum góð-
gerðamálum hver á sinn hátt en með því að
leggja krafta sína saman næst slagkraftur til
að gera átak sem hefur veruleg áhrif. Aðstand-
endur AUGA eru:
Samband íslenskra auglýsingastofa - SÍA,
ÍMARK - Félag íslensks markaðsfólks,
Samtök auglýsenda -SAU,
365 prent- og myndmiðlar,
Morgunblaðið,
Ríkisútvarpið,
Skjár einn,
Birtingur,
AFA JCDecaux,
Capacent.
Aðeins brýn málefni
Í fyrra var það Netið og varnaðarorð um
misnotkun á því. Í ár verður AUGA beint að
innflytjendaóttanum og upplýsingum gegn
honum.
Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri
hönnunarsviðs Hvíta hússins og formaður
AUGA, útskýrir hvernig verkefni er valið
hverju sinni.
AUGA
fyrir umburðarlyndi
Í fyrra stóð AUGA fyrir auglýsingaherferð
til að vekja fólk til vitundar um bætta og
öruggari notkun á Netinu með það að mark
miði að koma í veg fyrir misnotkun.
TExTI: gísli kristjánsson • MYND: geir ólafsson
V I L h j á L m u R b j a R N a S o N
Samtökin AUGA, sem eru helstu aðilar sem koma að
auglýsingum í landinu, eru núna að leggjast í kraftmikla
auglýsingaherferð gegn kynþáttafordómum. Allir gefa
vinnu sína en verðmæti auglýsinganna væri um 20 til 25
milljónir króna ef greitt væri fullu verði.
AUGLýSinGAHErFErð GEGn kynÞÁTTAFOrdómUm: