Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 þó eru þeir fleiri sem hafa lýst yfir ánægju sinni með hana, það sýna viðtökurnar. ÞAÐ ÞARF EKKI að fletta þessu tölublaði Frjálsrar verslunar lengi til að verða vitni að því að margar konur eru að ná árangri í viðskiptalífinu og hafa metnað og vilja til að hafa sig í frammi. Það hafa stór skref verið stigin á síðustu árum – án þess að nægilega hafi verið tekið eftir því; svo oft gengur umræðan eingöngu út á prósentur og hlutföll. Frjáls verslun birti fyrir fjórtán árum grein um hvaða konur væru þekktastar í viðskiptalífinu á þeim tíma. Þær voru í sjálfu sér ekki margar. Af tíu konum þekktu flestir í viðskiptalífinu fimm þeirra; Guðrúnu Lár- usdóttur í Stálskipum, Rakel Olsen í Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi, Hildi Petersen í Hans Petersen, Gunnþór- unni Jónsdóttur, ekkju Óla í Olís, og þá var ung kona í tískuverslun að verða þekkt; Svava Johansen í Sautján. Rannveig Rist var þá ekki orðin forstjóri álversins – en hún hefur verið hvað mest áberandi í viðskiptalífinu síð- ustu árin. Núna er listinn hins vegar langur af kunnum konum í atvinnulífinu. ÞAÐ ERU FLEIRI hliðar á peningnum. Í fræðum við skipta hefur þeirri spurningu lengi verið velt upp hvað hvetji fólk til að stofna fyrirtæki og hvort langskólagengið fólk stofni síður fyrirtæki vegna þess að það hafi það svo gott í vinnu hjá öðrum. Þessi fræði eru nefnd frum- kvöðlafræði. En er einhver munur á konum og körlum varðandi stofnun fyrirtækja? Rannsóknir sýna að konur eru þriðjungur þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi; þ.e. stofna og reka fyrirtæki. Þessi niðurstaða þykir merkileg þar sem yfirleitt er um að ræða stofnun lítilla fjölskyldufyrirtækja þar sem bæði hjónin koma við sögu. Þess vegna hefur verið spurt hvort það geti verið að þegar karlinn stofnar fyrirtæki líti eiginkonan ekki svo á að hún sé að stofna fyrirtækið með honum – en hins vegar þegar konan stofnar fyrirtæki líti eiginmaðurinn svo á að hann taki þátt í því með henni. VIÐHORF OG VILJI vega þungt. Eiginkonur eiga líklegast um helminginn í öllum fyrirtækjum landsins og hafa í reynd tekið þátt í að stofna flest fyrirtæki á Íslandi með makanum. Sé vilji fyrir hendi hjá konum að setjast í stjórnir fyrir tækja – þá blasir við að vinnan hefst heima fyrir næst þegar kosið veður í stjórn stórra fyrirtækja. Ég segi ekki með einhverju koddahjali, en hún byrjar heima fyrir. Jón G. Hauksson ÞEGAR HAFT ER í hug að konur – sem makar – eiga líklegast um helming allra fyrirtækja í landinu blasir við nokkuð einföld lausn á því hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Hún er sú að konur ræði við maka sína heima fyrir og sækist eftir því að setjast í stjórnir þeirra fyrirtækja sem fjármagn þeirra gefur þeim rétt á að setjast í. Þessi leið er engin ný bóla. Fjölmargir hafa bent á hana í ræðu og ritum. Umræðan hreyfir samt lítið við málinu því ekki er að sjá að eiginkonur hafi tekið sæti karlanna í stjórnum stóru hlutafélaganna á undanförnum árum. Hvers vegna er það svo? Ég held að svarið sé frekar áhugaleysi en að eigin- mennirnir séu ófáanlegir til að gefa sætin eftir. Það má ekki horfa fram hjá því að þótt konur séu giftar mönnum í viðskiptum þurfa þær ekki að hafa áhuga á slíku vafstri; margar hafa sömuleiðist menntast á öðru sviði og vilja starfa á þeim vettvangi. Hugsanlega finnst eiginkonum líka að karlarnir hafi átt hugmyndina að fyrirtækinu, að það sé meira á þeirra áhugasviði og að stjórnarsetan sé þeirra mál. Það er ómögulegt að fullyrða um það hver sé skýringin. ÞAÐ ER AUÐVITAÐ ekkert lögmál sem segir að kynjahlutfall eigi að vera jafnt í stjórnum. Fjármagni fylgja völd um stjórn- arsetu og það ræður úrslitum. Eigendur fjár- magnsins velja hæfileikaríkustu einstaklingana; hvort heldur sem þeir eru kona eða karl. Það verður ekki streist á móti því með einhverri löggjöf. Út frá hæfileikum einstaklinga væri vissulega eðlilegast að kynja- hlutfallið væri sem jafnast. En hæfileikar og áhugi er ekki það sama, hvað þá viðhorf. En hvernig er hægt að kveikja neistann og vekja áhuga? Margt bendir til að mesta hvatn- ingin felist í fyrirmyndum. Fyrirmyndir og fordæmi vekja upp vilja – og vilji er allt sem þarf. ÞAÐ BLAÐ SEM Frjáls verslun gefur núna út – og helgað er konum í viðskiptalífinu – snýst um fordæmi og fyrirmyndir. Blaðið kveikir vonandi neistann hjá sem flestum konum til að hafa sig meira í frammi við stjórnun fyrirtækja; að þær setji sér það sem markmið að setjast í stjórnir með tíð og tíma. Þetta er fjórða árið í röð sem Frjáls verslun gefur út sérstakt kvennablað á þessum árs- tíma; blað sem helgað er konum sem hafa komist til met- orða; blað sem segir frá fyrirmyndum; blað sem hvetur. Ekki eru allir áskrifendur ánægðir með þessa sérútgáfu, en VINNAN HEFST HEIMA FYRIR: „Á ég að setjast í stjórn?“ RITSTJÓRNARGREIN Vinnan hefst heima fyrir næst þegar kosið verður í stjórnir stórra fyrirtækja. Ég segi ekki með einhverju koddahjali, en hún byrjar heima fyrir. BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is Er þitt fyrirtæki að fá það besta sem við höfum að bjóða? Persónuleg og vönduð þjónusta, sérsniðin að þörfum hvers og eins er það besta sem við höfum að bjóða. Með lipru skipulagi og stuttum boðleiðum bjóðum við þér skýrar og einfaldar þjónustuleiðir og þú velur það sem þér hentar hverju sinni. Kynntu þér málið – við leitum lausna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.